Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 52 svör fundust

Hvað eru hálfdanarheimtur?

Merking orðsins hálfdanarheimtur er 'slæmar heimtur, léleg skil'. Það virtist vel þekkt um allt land samkvæmt svörum sem bárust við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í ríkisútvarpinu fyrir um fjörutíu árum. Sumir notuðu orðið eingöngu um lélegar heimtur á fé af fjalli, aðrir töldu orðið aðeins notað um dauða hl...

Nánar

Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?

Slæmur banki (e. bad bank) er hugtak sem notað er þegar banka í fjárhagskröggum er skipt í tvennt og kröfur sem bankinn á og talið er að slæmar horfur séu á að innheimtist að fullu eru færðar yfir í sérstaka stofnun, það er hinn „slæma“ banka. Aðrar eignir bankans eru svo ýmist skildar eftir eða settar í nýja stof...

Nánar

Er sjálfsfróun hættuleg?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvort eru það fleiri karlmenn eða konur sem fróa sér? Af hverju finnst sumum stelpum ógeðslegt að fróa sér? Af hverju stunda flestir unglingar sjálfsfróun? Með sjálfsfróun er átt við örvun kynfæra sem leiðir til kynferðislegrar ánægju (Greenberg, Bruess og Haffner, 2004). Hugt...

Nánar

Hvernig fiskur er Amúr-drottning?

Amúr-drottningin, sem oftar er nefnd Kaluga-styrjan (Huso dauricus) eða stóra síberíska styrjan (e. great Siberian sturgeon), er stærsti núlifandi ferskvatnsfiskur í heimi. Hún getur orðið allt að 6 metrar á lengd og vegið yfir 1000 kg. Slíkar stærðarskepnur eru þó orðnar mjög sjaldgæfar nú á dögum vegna ofveiði, ...

Nánar

Hvað er listería og hver eru einkennin af sýkingu?

Listeria monocytogenes er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda. Hérlendis hefur hún verið til vandræða í sauðfé vegna fósturláts hjá kindum. Til eru 13 tegundir Listeria en einungis Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi í mönnum. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. L...

Nánar

Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið?

Í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 74/1984 segir að bannað sé að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak, að undanskildu skrotóbaki. Þá segir í 2. gr. rg. nr. 251/1997 um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki: Með skrotóbaki er átt við munntóbak sem er tuggið, er í bitum en ekki kornum...

Nánar

Er hægt að vera með verslunaráráttu?

Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum e...

Nánar

Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?

Árlega greinast um 1.100 einstaklingar með krabbamein á Íslandi eins og lesa má um í öðru svari sama höfundar. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengast meðal karla og krabbamein í brjóstum er algengast hjá konum. Lungnakrabbamein er með næst hæst nýgengi hjá báðum kynjum og í þriðja sæti er krabbamein í rist...

Nánar

Hver fann upp gleraugun?

Elsta ritaða heimild um notkun glerlinsa er eftir Roger Bacon frá 1268. En vitað er að á þeim tíma var þegar farið að nota stækkunarlinsur, settar í ramma, til lestrar bæði í Evrópu og Kína. Þó er umdeilt á hvorum staðnum þessi tækni er upprunnin. Í Evrópu komu gleraugu fyrst fyrir á Ítalíu að frumkvæði Alessan...

Nánar

Hvað eru þurr augu?

Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Við þennan sjúkdóm framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki rétt samansett og gufa upp of fljótt. Algengasta einkenni þurra augna er eins konar aðskotahlutstilfinning í augum. Hún er ofta...

Nánar

Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?

Fyrr á tímum voru mörgæsir mikið veiddar enda auðvelt að ná þeim þar sem þær eru hægfara á landi og forvitnar. Kjötið af þeim var nýtt til matar og sömuleiðis eggin. Fitan var brædd og flutt til Evrópu þar sem hún var meðal annars notuð við sútun á leðri og sem ljósgjafi. Skinn mörgæsanna var svo notað í hatta, ...

Nánar

Fleiri niðurstöður