Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Getur langvarandi áhorf á sjónvarp og tölvuskjá haft skaðleg áhrif á augun?

Jóhannes Kári Kristinsson

Augun eru viðkvæm líffæri og vilja menn skiljanlega fara vel með þau. Flestir þekkja vingjarnlegar ábendingar á borð við: „Ekki lesa í svona miklu myrkri, það er svo óhollt fyrir augun“ eða: „Ekki horfa í ljósið, það er ekki gott fyrir augun“. Með nýrri tækni hefur ógnunum síðan fjölgað og þekkja flestir þá trú að óhollt sé fyrir augun að horfa mikið á sjónvarpið eða sitja nálægt sjónvarpinu. Með tilkomu tölvunnar hefur tölvuskjárinn síðan bæst í hópinn.

Í stuttu máli hefur ekki verið sýnt fram á að sjónvörp eða skjáir skaði beinlínis sjónina á einn eða annan hátt. Þó er vitað að vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar „blikktíðni“ um það bil um helming, það er að segja úr um 12 blikkum á mínútu niður í 6 blikk á mínútu, sem getur valdið vægum augnþurrki. Augnþurrkur getur valdið tímabundinni truflun á sjónskerpu auk þess sem hann veldur óþægindum í augum. Unnt er að meðhöndla hann með svokölluðum gervitárum, sem fá má í öllum lyfjabúðum án lyfseðils. Einnig er hægt að fyrirbyggja þetta með því að loka augunum og slaka á á nokkurra mínútna fresti. Hver veit nema andinn komi þá yfir mann í leiðinni!

Á hinn bóginn er mjög skaðlegt fyrir sjónina að horfa í sól, á sólmyrkva eða að fá lasergeisla inn í augað. Svokallaðir laserbendlar hafa valdið skaða á sjón erlendis og er full ástæða til að vara við að beina slíkum geisla á aðra eða leyfa börnum að leika sér með slík tæki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Jóhannes Kári Kristinsson

sérfræðingur í augnlækningum

Útgáfudagur

7.9.2000

Spyrjandi

Óskar Valdórsson

Tilvísun

Jóhannes Kári Kristinsson. „Getur langvarandi áhorf á sjónvarp og tölvuskjá haft skaðleg áhrif á augun?“ Vísindavefurinn, 7. september 2000. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=886.

Jóhannes Kári Kristinsson. (2000, 7. september). Getur langvarandi áhorf á sjónvarp og tölvuskjá haft skaðleg áhrif á augun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=886

Jóhannes Kári Kristinsson. „Getur langvarandi áhorf á sjónvarp og tölvuskjá haft skaðleg áhrif á augun?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2000. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=886>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur langvarandi áhorf á sjónvarp og tölvuskjá haft skaðleg áhrif á augun?
Augun eru viðkvæm líffæri og vilja menn skiljanlega fara vel með þau. Flestir þekkja vingjarnlegar ábendingar á borð við: „Ekki lesa í svona miklu myrkri, það er svo óhollt fyrir augun“ eða: „Ekki horfa í ljósið, það er ekki gott fyrir augun“. Með nýrri tækni hefur ógnunum síðan fjölgað og þekkja flestir þá trú að óhollt sé fyrir augun að horfa mikið á sjónvarpið eða sitja nálægt sjónvarpinu. Með tilkomu tölvunnar hefur tölvuskjárinn síðan bæst í hópinn.

Í stuttu máli hefur ekki verið sýnt fram á að sjónvörp eða skjáir skaði beinlínis sjónina á einn eða annan hátt. Þó er vitað að vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar „blikktíðni“ um það bil um helming, það er að segja úr um 12 blikkum á mínútu niður í 6 blikk á mínútu, sem getur valdið vægum augnþurrki. Augnþurrkur getur valdið tímabundinni truflun á sjónskerpu auk þess sem hann veldur óþægindum í augum. Unnt er að meðhöndla hann með svokölluðum gervitárum, sem fá má í öllum lyfjabúðum án lyfseðils. Einnig er hægt að fyrirbyggja þetta með því að loka augunum og slaka á á nokkurra mínútna fresti. Hver veit nema andinn komi þá yfir mann í leiðinni!

Á hinn bóginn er mjög skaðlegt fyrir sjónina að horfa í sól, á sólmyrkva eða að fá lasergeisla inn í augað. Svokallaðir laserbendlar hafa valdið skaða á sjón erlendis og er full ástæða til að vara við að beina slíkum geisla á aðra eða leyfa börnum að leika sér með slík tæki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...