Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sólin gul og skínandi?

SHB

Sólin skín vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Vetniskjarnar renna saman af völdum kjarnahvarfa og helíumkjarni myndast að lokum. Við það losnar gríðarleg orka og brot af henni berst til okkar sem hiti og ljós. Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Af hverju er sólin heit?. En hvers vegna skyldi hún vera gul?

Í svari við spurningunni Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið er í raun og veru hvítt, blandað öllum litum litrófsins.



Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegundirnar í lofthjúpnum valda því að þeir endurkastast á mismunandi hátt og af þessu endurkasti hlýst guli liturinn á sólinni. Þannig virðist sólin gul þegar hún er hátt á lofti en rauðleit við sólarupprás eða sólsetur. Þegar sólin er lágt á lofti, eins og á myndinni hér fyrir ofan, þarf sólarljósið að ferðast í gegnum þykkara loft og dreifist meira.

Sama á við um tunglið eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár?:

Tunglið endurvarpar til okkar sólarljósi sem á það fellur, og hefur því í meginatriðum sömu litasamsetningu. Tunglið er gulleitt hátt á lofti en rauðleitara við sjóndeildarhring þar sem lofthjúpur jarðar hefur dreift bláa litnum úr geislunum. Tunglskinið er hins vegar svo sterkt að við verðum ekki vör við blámóðuna milli okkar og ljósgjafans, enda er sól þá gjarnan sest.

Frekari fróðleik um sólina má finna á Stjörnufræðivefnum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, jörðina og sólkerfið, sem lesandinn getur fundið með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Mynd: Russian-American Long-term Census of the Arctic

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Huginn Áki Hrafnsson, f. 1995

Tilvísun

SHB. „Af hverju er sólin gul og skínandi?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4904.

SHB. (2005, 18. apríl). Af hverju er sólin gul og skínandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4904

SHB. „Af hverju er sólin gul og skínandi?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4904>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sólin gul og skínandi?
Sólin skín vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Vetniskjarnar renna saman af völdum kjarnahvarfa og helíumkjarni myndast að lokum. Við það losnar gríðarleg orka og brot af henni berst til okkar sem hiti og ljós. Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Af hverju er sólin heit?. En hvers vegna skyldi hún vera gul?

Í svari við spurningunni Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið er í raun og veru hvítt, blandað öllum litum litrófsins.



Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegundirnar í lofthjúpnum valda því að þeir endurkastast á mismunandi hátt og af þessu endurkasti hlýst guli liturinn á sólinni. Þannig virðist sólin gul þegar hún er hátt á lofti en rauðleit við sólarupprás eða sólsetur. Þegar sólin er lágt á lofti, eins og á myndinni hér fyrir ofan, þarf sólarljósið að ferðast í gegnum þykkara loft og dreifist meira.

Sama á við um tunglið eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár?:

Tunglið endurvarpar til okkar sólarljósi sem á það fellur, og hefur því í meginatriðum sömu litasamsetningu. Tunglið er gulleitt hátt á lofti en rauðleitara við sjóndeildarhring þar sem lofthjúpur jarðar hefur dreift bláa litnum úr geislunum. Tunglskinið er hins vegar svo sterkt að við verðum ekki vör við blámóðuna milli okkar og ljósgjafans, enda er sól þá gjarnan sest.

Frekari fróðleik um sólina má finna á Stjörnufræðivefnum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, jörðina og sólkerfið, sem lesandinn getur fundið með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Mynd: Russian-American Long-term Census of the Arctic ...