Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvað er sjónblekking?

Heiða María Sigurðardóttir

Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari við spurningunni Hvað er ofskynjun og hvernig er hún framkölluð með efnum á borð við LSD?

Skynjunarsálfræðingar hafa lengi haft áhuga á sjónvillum, ekki bara af því að þær sýna að skynjun fólks er ekki óbrigðul, heldur líka vegna þess að þær geta gefið mikilvægar upplýsingar um eðlilega sjón. Sjónvillur eru nefnilega yfirleitt afleiðing sömu skynferla og gera manni kleift að skynja umhverfið eins og það er í raun. Þær eru því ekki merki um að sjónkerfið hafi brugðist; þvert á móti eru þær oft skynsamleg túlkun á óræðum áreitum. Meira má lesa um lögmál skynjunar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?

Dæmi um þessa túlkun er sjónvillan hér að neðan. Tveir reitir eru sérstaklega merktir með bókstöfunum A og B. Augljóst virðist vera að reitur A er dekkri en B. Eða hvað? Ef fletirnir eru settir saman hlið við hlið sést svo ekki verður um villst að þeir eru jafndökkir! Til að sannreyna þetta má prenta myndina út, klippa reitina tvo út og bera þá saman.


Þó ótrúlegt sé eru fletir A og B nákvæmlega eins á litinn. Smellið á myndina til að bera þá saman.

Ástæðan fyrir þessum skrýtnu skynhrifum er líklega sú að heilinn þróaðist ekki til að skynja tvívíðar myndir á tölvuskjá heldur raunverulega þrívíða hluti. Þegar sjónkerfið fær upplýsingar um myndina "giskar" það á rökréttustu skýringuna: Að B falli í skuggann af sívalingnum en A ekki. Með öðrum orðum lítur sjónkerfið á A sem dökkan óskyggðan reit en á B sem ljósan reit í skugga.

Svipaða skýringu má gefa á myndunum hér fyrir neðan, þótt reyndar megi deila um hvort þær séu raunverulegar sjónvillur (það er að maður sjái beinlínis rangt). Á fyrstu myndinni má sjá konu, en á hvaða aldri er hún? Sumir sjá unga konu, aðrir gamla, en aldrei báðar í einu. Þessi túlkun sjónkerfisins er fullkomlega rökrétt þar sem hlutir geta ekki verið eitthvað tvennt í einu; annað hvort eru konur gamlar eða ungar en aldrei hvort tveggja. Áhugavert er að hægt er að hafa áhrif á hvora konuna fólk sér. Ef fyrst eru sýndar nokkrar myndir af gömlum konum sjá menn frekar gömlu konuna og öfugt. Stundum sér maður því bara það sem maður býst við að sjá.


Hvort sjáið þið gamla eða unga konu? Hnappa eða holur? Andlit eða vasa?

Skoðum næst myndina efst til hægri. Til vinstri á myndinni sér maður sex upphleypta hnappa. Til hægri eru svo sex sporöskjulaga holur. En holurnar eru í raun nákvæmlega eins og hnapparnir; þeim hefur einungis verið snúið 180° þannig að maður sjái þá á hvolfi. Þetta virðist stafa af túlkun sjónkerfisins á ljósi og skugga; það gerir ráð fyrir að ljós komi að ofan, þaðan sem sólin skín. Ljósa röndin ofan á hringjunum til vinstri er því túlkuð sem merki um að ljósið hafi fallið á einhverja fyrirstöðu: Upphleyptan hnapp. Dökka röndin ofan á hringjunum til hægri er aftur á móti tekin til marks um þarna sé hola sem ljósið fellur ekki á.

Myndin neðst til hægri eftir danska sálfræðinginn Edgar Rubin (1886-1951) er líklega frægust þeirra allra. Þar má annað hvort sjá hvítan vasa á svörtum bakgrunni eða svört andlit á hvítum bakgrunni. Eins og með konurnar tvær er aldrei hægt að sjá hvort tveggja í einu. Á þessu er líka svipuð skýring; hlutir geta ekki bæði tilheyrt forgrunni og bakgrunni. Því verður sjónkerfið hreinlega að velja annan af tveimur mögulegum kostum, vasann eða andlitin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir

 • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
 • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
 • Sívalingurinn á rúðustrikaða borðinu er af Optical illusion. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
 • Hnappar og holur eru af Soothing beans. Blifaloo.com.
 • Gamla og unga konan eru af Lecture 2. Perception. Psych 255. Erik Blaser.
 • Vasi Rubins er af Museum of Negative Representation.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

5.12.2005

Spyrjandi

Íris Einarsdóttir

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er sjónblekking?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2005. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5458.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 5. desember). Hvað er sjónblekking? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5458

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er sjónblekking?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2005. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5458>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er sjónblekking?
Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari við spurningunni Hvað er ofskynjun og hvernig er hún framkölluð með efnum á borð við LSD?

Skynjunarsálfræðingar hafa lengi haft áhuga á sjónvillum, ekki bara af því að þær sýna að skynjun fólks er ekki óbrigðul, heldur líka vegna þess að þær geta gefið mikilvægar upplýsingar um eðlilega sjón. Sjónvillur eru nefnilega yfirleitt afleiðing sömu skynferla og gera manni kleift að skynja umhverfið eins og það er í raun. Þær eru því ekki merki um að sjónkerfið hafi brugðist; þvert á móti eru þær oft skynsamleg túlkun á óræðum áreitum. Meira má lesa um lögmál skynjunar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?

Dæmi um þessa túlkun er sjónvillan hér að neðan. Tveir reitir eru sérstaklega merktir með bókstöfunum A og B. Augljóst virðist vera að reitur A er dekkri en B. Eða hvað? Ef fletirnir eru settir saman hlið við hlið sést svo ekki verður um villst að þeir eru jafndökkir! Til að sannreyna þetta má prenta myndina út, klippa reitina tvo út og bera þá saman.


Þó ótrúlegt sé eru fletir A og B nákvæmlega eins á litinn. Smellið á myndina til að bera þá saman.

Ástæðan fyrir þessum skrýtnu skynhrifum er líklega sú að heilinn þróaðist ekki til að skynja tvívíðar myndir á tölvuskjá heldur raunverulega þrívíða hluti. Þegar sjónkerfið fær upplýsingar um myndina "giskar" það á rökréttustu skýringuna: Að B falli í skuggann af sívalingnum en A ekki. Með öðrum orðum lítur sjónkerfið á A sem dökkan óskyggðan reit en á B sem ljósan reit í skugga.

Svipaða skýringu má gefa á myndunum hér fyrir neðan, þótt reyndar megi deila um hvort þær séu raunverulegar sjónvillur (það er að maður sjái beinlínis rangt). Á fyrstu myndinni má sjá konu, en á hvaða aldri er hún? Sumir sjá unga konu, aðrir gamla, en aldrei báðar í einu. Þessi túlkun sjónkerfisins er fullkomlega rökrétt þar sem hlutir geta ekki verið eitthvað tvennt í einu; annað hvort eru konur gamlar eða ungar en aldrei hvort tveggja. Áhugavert er að hægt er að hafa áhrif á hvora konuna fólk sér. Ef fyrst eru sýndar nokkrar myndir af gömlum konum sjá menn frekar gömlu konuna og öfugt. Stundum sér maður því bara það sem maður býst við að sjá.


Hvort sjáið þið gamla eða unga konu? Hnappa eða holur? Andlit eða vasa?

Skoðum næst myndina efst til hægri. Til vinstri á myndinni sér maður sex upphleypta hnappa. Til hægri eru svo sex sporöskjulaga holur. En holurnar eru í raun nákvæmlega eins og hnapparnir; þeim hefur einungis verið snúið 180° þannig að maður sjái þá á hvolfi. Þetta virðist stafa af túlkun sjónkerfisins á ljósi og skugga; það gerir ráð fyrir að ljós komi að ofan, þaðan sem sólin skín. Ljósa röndin ofan á hringjunum til vinstri er því túlkuð sem merki um að ljósið hafi fallið á einhverja fyrirstöðu: Upphleyptan hnapp. Dökka röndin ofan á hringjunum til hægri er aftur á móti tekin til marks um þarna sé hola sem ljósið fellur ekki á.

Myndin neðst til hægri eftir danska sálfræðinginn Edgar Rubin (1886-1951) er líklega frægust þeirra allra. Þar má annað hvort sjá hvítan vasa á svörtum bakgrunni eða svört andlit á hvítum bakgrunni. Eins og með konurnar tvær er aldrei hægt að sjá hvort tveggja í einu. Á þessu er líka svipuð skýring; hlutir geta ekki bæði tilheyrt forgrunni og bakgrunni. Því verður sjónkerfið hreinlega að velja annan af tveimur mögulegum kostum, vasann eða andlitin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir

 • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
 • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
 • Sívalingurinn á rúðustrikaða borðinu er af Optical illusion. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
 • Hnappar og holur eru af Soothing beans. Blifaloo.com.
 • Gamla og unga konan eru af Lecture 2. Perception. Psych 255. Erik Blaser.
 • Vasi Rubins er af Museum of Negative Representation.
...