Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvað hétu börn Snorra Sturlusonar?

Birta María Gísladóttir

Snorri Sturluson fæddist árið 1179. Hann var sonur Guðnýjar Böðvarsdóttur og Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum, ættföður Sturlunga. Snorri var bæði goðorðs- og lögsögumaður þótt þekktastur sé hann líklega fyrir ritstörf sín. Snorri er meðal annars höfundur Snorra-Eddu og Heimskringlu, og sumir telja að hann hafi einnig skrifað Egils sögu. Snorri dó 23. september árið 1241 er Gissur Þorvaldsson og menn hans réðust inn á heimili hans í Reykholti og vógu hann.

Snorri átti fjórar dætur sem náðu fullorðinsaldri: Hallberu, Ingibjörgu, Vilborgu og Þórdísi. Hann átt einnig þrjá syni: Jón, Órækju og Þorstein. Með fyrstu konu sinni, Herdísi Bersadóttur, átti hann Hallberu og Jón "murt", en hann var svo kallaður vegna smæðar sinnar. Snorri giftist annarri konu sinni, Hallveigu Ormsdóttur, árið 1224, en átti engin börn með henni sem lifðu fram á fullorðinsár. Með frillu sinni, Guðrúnu Hreinsdóttur, átti Snorri aftur á móti Ingibjörgu sem síðar varð kona Gissurar Þorvaldssonar. Með Þuríði Hallsdóttur átti Snorri synina Órækju og Þorstein og dótturina Vilborgu. Enn ein barnsmóðir Snorra var svo Oddný, en föðurnafns hennar er ekki getið, og með henni átti hann Þórdísi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

3.8.2005

Spyrjandi

Bryndis Hilmarsdóttir

Tilvísun

Birta María Gísladóttir. „Hvað hétu börn Snorra Sturlusonar?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2005. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5174.

Birta María Gísladóttir. (2005, 3. ágúst). Hvað hétu börn Snorra Sturlusonar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5174

Birta María Gísladóttir. „Hvað hétu börn Snorra Sturlusonar?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2005. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5174>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hétu börn Snorra Sturlusonar?
Snorri Sturluson fæddist árið 1179. Hann var sonur Guðnýjar Böðvarsdóttur og Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum, ættföður Sturlunga. Snorri var bæði goðorðs- og lögsögumaður þótt þekktastur sé hann líklega fyrir ritstörf sín. Snorri er meðal annars höfundur Snorra-Eddu og Heimskringlu, og sumir telja að hann hafi einnig skrifað Egils sögu. Snorri dó 23. september árið 1241 er Gissur Þorvaldsson og menn hans réðust inn á heimili hans í Reykholti og vógu hann.

Snorri átti fjórar dætur sem náðu fullorðinsaldri: Hallberu, Ingibjörgu, Vilborgu og Þórdísi. Hann átt einnig þrjá syni: Jón, Órækju og Þorstein. Með fyrstu konu sinni, Herdísi Bersadóttur, átti hann Hallberu og Jón "murt", en hann var svo kallaður vegna smæðar sinnar. Snorri giftist annarri konu sinni, Hallveigu Ormsdóttur, árið 1224, en átti engin börn með henni sem lifðu fram á fullorðinsár. Með frillu sinni, Guðrúnu Hreinsdóttur, átti Snorri aftur á móti Ingibjörgu sem síðar varð kona Gissurar Þorvaldssonar. Með Þuríði Hallsdóttur átti Snorri synina Órækju og Þorstein og dótturina Vilborgu. Enn ein barnsmóðir Snorra var svo Oddný, en föðurnafns hennar er ekki getið, og með henni átti hann Þórdísi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....