Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?

EDS og JGÞ

Ulrika Andersson hefur fjallað um gríska guði hér á Vísindavefnum í svari sínu Hver eru kennitákn grísku goðanna? Þar kemur fram að í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Lesendum er bent á að kynna sér svar Ulriku í heild þar sem er að finna frekari fróðleik um einstaka guði og gyðjur.

Í Gylfaginningu segir að mönnum sé skylt að trúa á tólf æsi, en það orð merkir guðir. Mun fleir goð og ásynjur eru þó nefnd í textanum.

Æðstur er Óðinn goð skáldskapar, konunga og stríðsmanna og kona hans er Frigg sem er hjúskapargyðja og veit örlög manna. Synir þeirra skötuhjúa eru þrumuguðinn Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli.

Sjávarguðinn í norrænu goðafræðinni er Njörður en sonur hans er frjósemisguðinn Freyr og dóttirin ástargyðjan Freyja. Þá eru ónefnd Sif kona Þórs sem er gyðja kornakurs, Heimdallur sem gætir Bifrastar, brúarinnar á milli Ásgarðs og Miðgarðs, Iðunn sem gætir eplanna góðu og maður hennar Bragi sem kann mest af skáldskap.

Víðar er nefndur hinn þögli ás og hann er næstur Þór að afli. Ullur er sonur Sifjar og stjúpsonur Þórs og Forseti á salinn Glitni sem er dómstaður og þaðan fara allir sáttir. Loki er einnig talinn með ásum og kona hans heitir Sigyn.

Nokkrar ásynjur í viðbót er hægt að nefna:
 • Sága býr á Sökkvabekk
 • Eir er læknir
 • Gefjunni þjóna þær sem meyjar andast
 • Fulla gæti skóklæða Friggjar
 • Freyja er sú kölluð er grætur rauðum tárum
 • Sjöfn er ástargyðja
 • Lofn er mild og góð til áheita
 • Vár hlýðir á eiða manna og einkamál
 • Vör er vitur og spurul
 • Syn gætir dyra í höllum
 • Hlín gætir manna sem Frigg vill forða frá háska
 • Snotra er vitur
 • Gná sinnir ýmsum erindum fyrir Frigg

Heimild: Gylfaginning

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.5.2004

Spyrjandi

Jóhanna Þórarinsdóttir, f. 1992
Elfur Haraldsdóttir , f. 1985

Tilvísun

EDS og JGÞ. „Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2004. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4229.

EDS og JGÞ. (2004, 5. maí). Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4229

EDS og JGÞ. „Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2004. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4229>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?
Ulrika Andersson hefur fjallað um gríska guði hér á Vísindavefnum í svari sínu Hver eru kennitákn grísku goðanna? Þar kemur fram að í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Lesendum er bent á að kynna sér svar Ulriku í heild þar sem er að finna frekari fróðleik um einstaka guði og gyðjur.

Í Gylfaginningu segir að mönnum sé skylt að trúa á tólf æsi, en það orð merkir guðir. Mun fleir goð og ásynjur eru þó nefnd í textanum.

Æðstur er Óðinn goð skáldskapar, konunga og stríðsmanna og kona hans er Frigg sem er hjúskapargyðja og veit örlög manna. Synir þeirra skötuhjúa eru þrumuguðinn Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli.

Sjávarguðinn í norrænu goðafræðinni er Njörður en sonur hans er frjósemisguðinn Freyr og dóttirin ástargyðjan Freyja. Þá eru ónefnd Sif kona Þórs sem er gyðja kornakurs, Heimdallur sem gætir Bifrastar, brúarinnar á milli Ásgarðs og Miðgarðs, Iðunn sem gætir eplanna góðu og maður hennar Bragi sem kann mest af skáldskap.

Víðar er nefndur hinn þögli ás og hann er næstur Þór að afli. Ullur er sonur Sifjar og stjúpsonur Þórs og Forseti á salinn Glitni sem er dómstaður og þaðan fara allir sáttir. Loki er einnig talinn með ásum og kona hans heitir Sigyn.

Nokkrar ásynjur í viðbót er hægt að nefna:
 • Sága býr á Sökkvabekk
 • Eir er læknir
 • Gefjunni þjóna þær sem meyjar andast
 • Fulla gæti skóklæða Friggjar
 • Freyja er sú kölluð er grætur rauðum tárum
 • Sjöfn er ástargyðja
 • Lofn er mild og góð til áheita
 • Vár hlýðir á eiða manna og einkamál
 • Vör er vitur og spurul
 • Syn gætir dyra í höllum
 • Hlín gætir manna sem Frigg vill forða frá háska
 • Snotra er vitur
 • Gná sinnir ýmsum erindum fyrir Frigg

Heimild: Gylfaginning...