Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 17:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:32 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:02 • Síðdegis: 16:56 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 17:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:32 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:02 • Síðdegis: 16:56 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í Grímnismálum, einu Eddukvæða, eru taldir upp bústaðir ása. Einn þeirra er Glitnir en um hann segir:
Glitnir er inn tíundi,

hann er gulli studdr

ok silfri þakðr it sama;

en þar Forseti

byggir flestan dag

ok svæfir allar sakir.
Glitni er einnig lýst í Snorra-Eddu: "Þar er ok sá [staður] er Glitnir heitir, ok eru veggir hans ok steðr allar og stólpar af rauðu gulli." Forseti var sonur Baldurs, sonar Óðins, og Nönnu Nepsdóttur. Í Snorra-Eddu segir um hann: "En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á braut."

Hægt er að sjá fyrir sér hve lýsti af bústað sem var þakinn gulli og silfri. Nafnorðið er leitt af sögninni glita 'ljóma, blika' og glitnir er því 'sá sem ljómar, blikar'.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.5.2006

Spyrjandi

Alda Hauksdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2006, sótt 23. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5863.

Guðrún Kvaran. (2006, 5. maí). Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5863

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2006. Vefsíða. 23. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5863>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?
Í Grímnismálum, einu Eddukvæða, eru taldir upp bústaðir ása. Einn þeirra er Glitnir en um hann segir:

Glitnir er inn tíundi,

hann er gulli studdr

ok silfri þakðr it sama;

en þar Forseti

byggir flestan dag

ok svæfir allar sakir.
Glitni er einnig lýst í Snorra-Eddu: "Þar er ok sá [staður] er Glitnir heitir, ok eru veggir hans ok steðr allar og stólpar af rauðu gulli." Forseti var sonur Baldurs, sonar Óðins, og Nönnu Nepsdóttur. Í Snorra-Eddu segir um hann: "En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á braut."

Hægt er að sjá fyrir sér hve lýsti af bústað sem var þakinn gulli og silfri. Nafnorðið er leitt af sögninni glita 'ljóma, blika' og glitnir er því 'sá sem ljómar, blikar'....