Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?

IRR

Spurningin í heild sinni hljóðað svona:
Amma mín vill endilega sofa með höfuðið í austur eða vestur, en ekki í norður eða suður. Er eitthvað til í því eða er þetta hjátrú?

Þessi venja tengist væntanlega hefðum og siðum innan kirkjunnar. Samkvæmt kristinni trú er sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar (austur, vestur, suður og norður) mjög mikilvægar.

Austur er mikilvægasta höfuðáttin í kristinni trú. Jesús Kristur kenndi sig við ljós heimsins og ljós lífsins (Jóhannesarguðspjall 8. kap. 12. vers, sjá og 1. kap.) og þessar líkingar tengjast sólinni sem kemur upp í austri. Sólarupprásin minnir einnig á upprisu Jesú en hann reis upp frá dauðum á þriðja degi með páskasól.

Sumir kjósa að liggja í rúmi þannig að líkaminn snúi í austur/vestur. Það á sér meðal annars rætur í fornum venjum innan kristinnar trúar.

Höfuðáttin austur birtist glöggt í kirkjum og kirkjugörðum. Kirkjur snúa flestar þannig að gengið er inn um dyr á vesturvegg og altarið er á upphækkun við austurgafl. Grafir í kirkjugörðum snúa einnig í austur/vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri.

Þetta mikilvægi austurs og sólarupprásarinnar endurspeglast í gömlum íslenskum sið. Þegar risið var úr rekkju að morgni dags gengu menn út undir bert loft, sneru sér til austurs og signdu sig. Þetta kallaðist að sækja daginn.

Í þessu ljósi er hægt að útskýra af hverju sumir kjósa að sofa þannig að líkaminn snúi í austur/vestur. Það á sér meðal annars rætur í fornum venjum innan kristinnar trúar.

Við gerð þessa svars var stuðst við svör við spurningunum Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur? ogHvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?.

Mynd:

Símoni Jóni Jóhannssyni þjóðfræðingi er þökkuð aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

18.2.2014

Spyrjandi

Snorri Traustason

Tilvísun

IRR. „Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2014, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15175.

IRR. (2014, 18. febrúar). Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15175

IRR. „Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2014. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15175>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?
Spurningin í heild sinni hljóðað svona:

Amma mín vill endilega sofa með höfuðið í austur eða vestur, en ekki í norður eða suður. Er eitthvað til í því eða er þetta hjátrú?

Þessi venja tengist væntanlega hefðum og siðum innan kirkjunnar. Samkvæmt kristinni trú er sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar (austur, vestur, suður og norður) mjög mikilvægar.

Austur er mikilvægasta höfuðáttin í kristinni trú. Jesús Kristur kenndi sig við ljós heimsins og ljós lífsins (Jóhannesarguðspjall 8. kap. 12. vers, sjá og 1. kap.) og þessar líkingar tengjast sólinni sem kemur upp í austri. Sólarupprásin minnir einnig á upprisu Jesú en hann reis upp frá dauðum á þriðja degi með páskasól.

Sumir kjósa að liggja í rúmi þannig að líkaminn snúi í austur/vestur. Það á sér meðal annars rætur í fornum venjum innan kristinnar trúar.

Höfuðáttin austur birtist glöggt í kirkjum og kirkjugörðum. Kirkjur snúa flestar þannig að gengið er inn um dyr á vesturvegg og altarið er á upphækkun við austurgafl. Grafir í kirkjugörðum snúa einnig í austur/vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri.

Þetta mikilvægi austurs og sólarupprásarinnar endurspeglast í gömlum íslenskum sið. Þegar risið var úr rekkju að morgni dags gengu menn út undir bert loft, sneru sér til austurs og signdu sig. Þetta kallaðist að sækja daginn.

Í þessu ljósi er hægt að útskýra af hverju sumir kjósa að sofa þannig að líkaminn snúi í austur/vestur. Það á sér meðal annars rætur í fornum venjum innan kristinnar trúar.

Við gerð þessa svars var stuðst við svör við spurningunum Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur? ogHvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?.

Mynd:

Símoni Jóni Jóhannssyni þjóðfræðingi er þökkuð aðstoð við gerð þessa svars.

...