Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er munurinn á kirkju og kapellu?

Hjalti Hugason

Orðið kirkja á uppruna sinn í grísku (kyriaké) og merkir „það sem helgað er Drottni“. Þegar um byggingu er að ræða má þýða hugtakið með guðshús. Kapella er aftur á móti myndað af latnesku orði (cappella) sem dregið er af cappa sem merkir kápa. Fyrsta byggingin sem nefnd var kapella var hús sem geymdi kápu eða möttul heilags Marteins af Tours (d. 397) en hluta flíkurinnar gaf hann fátækum og varð hún einn af helgum dómum hans. Almennt merkir kapella þó lítið guðshús sem getur verið sjálfstæð bygging eða hluti annarrar byggingar til dæmis kirkju. Kapella í kirkju er vel aðgreind frá kirkjurýminu að öðru leyti, það er lokað herbergi, hins vegar er orðið stúka notað um afhýsi sem er opið á að minnsta kosti einn veg inn í kirkjuna sjálfa.


Mynd úr kapellu í Assísí á Ítalíu sem sýnir heilagan Martein af Tours gefa hluta af kápu sinni til fátæks manns.

Misjafnt er hvernig kapellur eru notaðar. Stundum eru þær aðeins hafðar til bænagjörðar og einfaldari athafna en í kirkjum getur hvers konar kristin trúariðkun og helgihald farið fram. Stundum er hins vegar lítill munur á notkun kapellna og kirkna. Oft þjóna kapellur þó sérstökum hópum meðan kirkjur standa öllum opnar. Er þar til dæmis átt við kapellur í sjúkrahúsum, skólum, fangelsum og á fleiri stöðum. Kapellur eru því oft og tíðum mitt á milli einkahúsnæðis og opinberra bygginga meðan kirkjur eru oftast nær opinberar. Þó eru til kirkjur sem þjóna að minnsta kosti að mestu lokuðum hópum eins og margar klausturkirkjur. Mörkin milli kapellna og kirkja eru því almennt séð óljós.

Hér á landi voru einkum í kaþólskum sið guðshús af ýmsu tagi og var heitið bænhús oft haft yfir byggingar sem nú á dögum væru frekar kallaðar kapellur. Það orð hefur þó einnig verið notað hér eins og örnefnið Kapelluhraun bendir til. Þar hefur kapella sennilega verið reist til að ferðamenn gætu gert þar bæn sína. Slíkar byggingar hafa öðrum þræði þjónað sem sálu– eða sæluhús.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.3.2009

Spyrjandi

Elísa Björt Guðjónsdóttir

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hver er munurinn á kirkju og kapellu?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2009. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23800.

Hjalti Hugason. (2009, 18. mars). Hver er munurinn á kirkju og kapellu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23800

Hjalti Hugason. „Hver er munurinn á kirkju og kapellu?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2009. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23800>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á kirkju og kapellu?
Orðið kirkja á uppruna sinn í grísku (kyriaké) og merkir „það sem helgað er Drottni“. Þegar um byggingu er að ræða má þýða hugtakið með guðshús. Kapella er aftur á móti myndað af latnesku orði (cappella) sem dregið er af cappa sem merkir kápa. Fyrsta byggingin sem nefnd var kapella var hús sem geymdi kápu eða möttul heilags Marteins af Tours (d. 397) en hluta flíkurinnar gaf hann fátækum og varð hún einn af helgum dómum hans. Almennt merkir kapella þó lítið guðshús sem getur verið sjálfstæð bygging eða hluti annarrar byggingar til dæmis kirkju. Kapella í kirkju er vel aðgreind frá kirkjurýminu að öðru leyti, það er lokað herbergi, hins vegar er orðið stúka notað um afhýsi sem er opið á að minnsta kosti einn veg inn í kirkjuna sjálfa.


Mynd úr kapellu í Assísí á Ítalíu sem sýnir heilagan Martein af Tours gefa hluta af kápu sinni til fátæks manns.

Misjafnt er hvernig kapellur eru notaðar. Stundum eru þær aðeins hafðar til bænagjörðar og einfaldari athafna en í kirkjum getur hvers konar kristin trúariðkun og helgihald farið fram. Stundum er hins vegar lítill munur á notkun kapellna og kirkna. Oft þjóna kapellur þó sérstökum hópum meðan kirkjur standa öllum opnar. Er þar til dæmis átt við kapellur í sjúkrahúsum, skólum, fangelsum og á fleiri stöðum. Kapellur eru því oft og tíðum mitt á milli einkahúsnæðis og opinberra bygginga meðan kirkjur eru oftast nær opinberar. Þó eru til kirkjur sem þjóna að minnsta kosti að mestu lokuðum hópum eins og margar klausturkirkjur. Mörkin milli kapellna og kirkja eru því almennt séð óljós.

Hér á landi voru einkum í kaþólskum sið guðshús af ýmsu tagi og var heitið bænhús oft haft yfir byggingar sem nú á dögum væru frekar kallaðar kapellur. Það orð hefur þó einnig verið notað hér eins og örnefnið Kapelluhraun bendir til. Þar hefur kapella sennilega verið reist til að ferðamenn gætu gert þar bæn sína. Slíkar byggingar hafa öðrum þræði þjónað sem sálu– eða sæluhús.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: