Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?

Hjalti Hugason

Frá fornu fari var við það miðað að íbúar trúboðssvæða fengju ekki skírn fyrr en eftir nokkra fræðslu sem var veitt á svokölluðu trúnemanámskeiði (katekumenati). Gat það tekið frá einu upp í þrjú ár. Þar lærði fólk frumatriði kristinnar trúar en jafnframt átti að laga líf þess að kristnu siðferði og gildismati. Lágmarksþekking fólst raunar í því að skírnþegi gæti svarað hinni þríþættu skírnarspurningu: Trúir þú á Guð? Trúir þú á Jesúm Krist? Trúir þú á heilagan anda? Þess vegna lærði fólk Postullegu trúarjátninguna í lok námskeiðsins en í henni fólust hin réttu svör við spurningunum.

Mikill vafi leikur á því hvernig þessum venjum var framfylgt hér norður frá. Almennt er talið að á Norðurlöndum hafi undirbúningur undir skírn verið lítilfjörlegur og ef til vill aðeins falist í því að menn hefðu heyrt örfáar trúboðspredikanir og sóst eftir eða að minnsta kosti samþykkt að skírast. Við þessar aðstæður hefur skírnarfræðslan einkum farið fram eftir skírnina líkt og gerist raunar nú á dögum þar sem barnaskírn er ríkjandi. Lengi hefur þessi uppfræðsla líka verið í molum. Nokkurn tíma tók að koma upp kirkjum, enn lengri tími leið uns prestastéttin náði nokkurri festu, þá tók það langan tíma að mynda sóknir og ómögulegt er að segja til um hvenær fólk tók almennt að sækja kirkju, en þetta voru auðvitað forsendur þess að einhver fræðsla gæti farið fram. Í kristinrétti hinum forna sem var settur á tímabilinu 1122-1133 eru til dæmis engin fyrirmæli um kirkjusókn.

Í kristinrétti hinum forna er hins vegar að finna fyrstu námskrána sem sett var fram fyrir almenning á Íslandi. Þar segir:
Karlmanni hverjum fulltíða, er vit hefir til þess, er skylt að kunna orð þau að skíra barn, og þau atferli er þar fylgja. En ef hann kann eigi fyrir óræktar sakir, og varðar fjörbaugsgarð, og á biskup að ráða fyrir sök þeirri. Hverjum manni er skylt, bæði karlmanni og konu er hyggindi hefir til, að kunna Pater noster og Credo. En ef hann vill eigi kunna og hafi hann vit til, það varðar fjörbaugsgarð. Biskup skal ráða hver þá sök skal sækja. (Grágás 1992: 5)
Hér er þess með öðrum orðum krafist að allir heilbrigðir einstaklingar kunni Faðirvorið (Pater noster) og trúarjátninguna (Credo). Karlar áttu líka að kunna að skíra börn skemmri skírn sem mikilvægt var að geta gripið til þegar ekki náðist til prests. Raunar var líka reiknað með að konur kynnu að skíra. Þær áttu að geta kennt karlmönnum og jafnvel leiðbeint lítt uppfræddum drengjum meðan á skírninni stóð. Þær máttu hins vegar alls ekki skíra sjálfar ef mögulega var hægt að ná í karlmann til verksins!

Þessar fræðslukröfur voru teknar alvarlega vegna þess að það varðaði þriggja ára útlegð úr landi (fjörbaugsgarð) að þverskallast. Hér skal þess getið að kristinréttur er ekki kirkjuleg heldur veraldleg löggjöf. Til þess að vera fullgildur þegn í íslenska samfélaginu um 1130 þurfti sem sé að afla sér þessarar þekkingar.

Lítið er vitað hvernig tókst að framfylgja þessum fræðslukröfum. Prestum var snemma boðið að fara oft í þessi atriði með fólki og sennilega hefur það fljótt komið í hlut heimilanna, einkum mæðra, amma og fóstra, að annast uppfræðsluna. Skírnarorðin hafa verið lærð á íslensku. Sennilega hefur verið miðað við að fólk kynni Faðirvorið og trúarjátninguna á latínu en vissi líka eitthvað dálítið um hvað þessir textar snerust. Þegar frá leið komst því á vísir að fræðslukerfi í landinu þar sem heimilin sáu um framkvæmd en kirkjan leit eftir að fræðslukröfum væri fullnægt. Inntak fræðslunnar var einvörðungu trúarlegt og stóð svo allt fram á 18. öld að minnsta kosti. Þá hóf lestrarkennsla innreið sína fyrir alvöru en þá einkum sem hjálpargrein við trúfræðsluna.

Hér á undan hefur aðeins verið rætt um almenningsfræðsluna. En í kjölfar kristnitökunnar hófst einnig æðri menntun í landinu. Helsta markmið hennar var að mennta klerka til þjónustu við kirkjuna og var latína uppistaðan í menntun þeirra. Á grunni þeirrar menntastarfsemi hófst síðan umfangsmikil bókmenning á móðurmáli og skipti þar líklega miklu að kirkjumenning og höfðingjamenning þróaðist mjög í sama farvegi á fyrstu öldum kristni í landinu. Athyglisvert er að á rúmlega 100 árum nær svo öflugt menntastarf að þróast í landinu að rit á borð við Íslendingabók Ara fróða voru færð í letur. Skýringin á þessari öru þróun er ugglaust sú að það voru einungis örfáir ungir karlmenn sem tóku þátt í henni. Margir þeirra voru af höfðingjaættum og aðrir skjólstæðingar höfðingja. Menning þeirra gefur hins vegar enga mynd af menntunarstöðu samfélagsins í heild.

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.3.2000

Síðast uppfært

31.3.2023

Spyrjandi

Sigrún Svafa Ólafsdóttir

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2000, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=274.

Hjalti Hugason. (2000, 22. mars). Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=274

Hjalti Hugason. „Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2000. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=274>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?
Frá fornu fari var við það miðað að íbúar trúboðssvæða fengju ekki skírn fyrr en eftir nokkra fræðslu sem var veitt á svokölluðu trúnemanámskeiði (katekumenati). Gat það tekið frá einu upp í þrjú ár. Þar lærði fólk frumatriði kristinnar trúar en jafnframt átti að laga líf þess að kristnu siðferði og gildismati. Lágmarksþekking fólst raunar í því að skírnþegi gæti svarað hinni þríþættu skírnarspurningu: Trúir þú á Guð? Trúir þú á Jesúm Krist? Trúir þú á heilagan anda? Þess vegna lærði fólk Postullegu trúarjátninguna í lok námskeiðsins en í henni fólust hin réttu svör við spurningunum.

Mikill vafi leikur á því hvernig þessum venjum var framfylgt hér norður frá. Almennt er talið að á Norðurlöndum hafi undirbúningur undir skírn verið lítilfjörlegur og ef til vill aðeins falist í því að menn hefðu heyrt örfáar trúboðspredikanir og sóst eftir eða að minnsta kosti samþykkt að skírast. Við þessar aðstæður hefur skírnarfræðslan einkum farið fram eftir skírnina líkt og gerist raunar nú á dögum þar sem barnaskírn er ríkjandi. Lengi hefur þessi uppfræðsla líka verið í molum. Nokkurn tíma tók að koma upp kirkjum, enn lengri tími leið uns prestastéttin náði nokkurri festu, þá tók það langan tíma að mynda sóknir og ómögulegt er að segja til um hvenær fólk tók almennt að sækja kirkju, en þetta voru auðvitað forsendur þess að einhver fræðsla gæti farið fram. Í kristinrétti hinum forna sem var settur á tímabilinu 1122-1133 eru til dæmis engin fyrirmæli um kirkjusókn.

Í kristinrétti hinum forna er hins vegar að finna fyrstu námskrána sem sett var fram fyrir almenning á Íslandi. Þar segir:
Karlmanni hverjum fulltíða, er vit hefir til þess, er skylt að kunna orð þau að skíra barn, og þau atferli er þar fylgja. En ef hann kann eigi fyrir óræktar sakir, og varðar fjörbaugsgarð, og á biskup að ráða fyrir sök þeirri. Hverjum manni er skylt, bæði karlmanni og konu er hyggindi hefir til, að kunna Pater noster og Credo. En ef hann vill eigi kunna og hafi hann vit til, það varðar fjörbaugsgarð. Biskup skal ráða hver þá sök skal sækja. (Grágás 1992: 5)
Hér er þess með öðrum orðum krafist að allir heilbrigðir einstaklingar kunni Faðirvorið (Pater noster) og trúarjátninguna (Credo). Karlar áttu líka að kunna að skíra börn skemmri skírn sem mikilvægt var að geta gripið til þegar ekki náðist til prests. Raunar var líka reiknað með að konur kynnu að skíra. Þær áttu að geta kennt karlmönnum og jafnvel leiðbeint lítt uppfræddum drengjum meðan á skírninni stóð. Þær máttu hins vegar alls ekki skíra sjálfar ef mögulega var hægt að ná í karlmann til verksins!

Þessar fræðslukröfur voru teknar alvarlega vegna þess að það varðaði þriggja ára útlegð úr landi (fjörbaugsgarð) að þverskallast. Hér skal þess getið að kristinréttur er ekki kirkjuleg heldur veraldleg löggjöf. Til þess að vera fullgildur þegn í íslenska samfélaginu um 1130 þurfti sem sé að afla sér þessarar þekkingar.

Lítið er vitað hvernig tókst að framfylgja þessum fræðslukröfum. Prestum var snemma boðið að fara oft í þessi atriði með fólki og sennilega hefur það fljótt komið í hlut heimilanna, einkum mæðra, amma og fóstra, að annast uppfræðsluna. Skírnarorðin hafa verið lærð á íslensku. Sennilega hefur verið miðað við að fólk kynni Faðirvorið og trúarjátninguna á latínu en vissi líka eitthvað dálítið um hvað þessir textar snerust. Þegar frá leið komst því á vísir að fræðslukerfi í landinu þar sem heimilin sáu um framkvæmd en kirkjan leit eftir að fræðslukröfum væri fullnægt. Inntak fræðslunnar var einvörðungu trúarlegt og stóð svo allt fram á 18. öld að minnsta kosti. Þá hóf lestrarkennsla innreið sína fyrir alvöru en þá einkum sem hjálpargrein við trúfræðsluna.

Hér á undan hefur aðeins verið rætt um almenningsfræðsluna. En í kjölfar kristnitökunnar hófst einnig æðri menntun í landinu. Helsta markmið hennar var að mennta klerka til þjónustu við kirkjuna og var latína uppistaðan í menntun þeirra. Á grunni þeirrar menntastarfsemi hófst síðan umfangsmikil bókmenning á móðurmáli og skipti þar líklega miklu að kirkjumenning og höfðingjamenning þróaðist mjög í sama farvegi á fyrstu öldum kristni í landinu. Athyglisvert er að á rúmlega 100 árum nær svo öflugt menntastarf að þróast í landinu að rit á borð við Íslendingabók Ara fróða voru færð í letur. Skýringin á þessari öru þróun er ugglaust sú að það voru einungis örfáir ungir karlmenn sem tóku þátt í henni. Margir þeirra voru af höfðingjaættum og aðrir skjólstæðingar höfðingja. Menning þeirra gefur hins vegar enga mynd af menntunarstöðu samfélagsins í heild....