Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Hver var fyrsti íslenski trúboðinn?

Hjalti Hugason

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Landnámabók segir að fóstbræðurnir Kollur og Örlygur hafi komið til Íslands í trúboðserindum á landnámsöld. Þeir komu frá Suðureyjum, líklega frá Kólumbusarklaustrinu á Iona, sem þá var miðstöð kristni. Eftir vetursetu í Örlygshöfn reisti Örlygur kirkju að Esjubergi, sem sumir telja fyrstu kirkju landsins. Kollur stofnaði minnsta landnám landsins í Kollsvík og hefur að öllum líkindum orðið fyrri til að reisa sér kirkju, þar sem síðan stóð hálfkirkja með greftrun í kaþólsku. Hvernig stendur á því að Þorvaldur víðförli er talinn fyrsti íslenski trúboðinn, þó hann hafi ekki komið fyrr en eftir landnámsöld; kringum árið 981? Þarf ekki að huga að breytingum kennslubóka í þessu efni? (Hef verið að taka saman efni um Kollsvík og get sent ítarefni um þetta)

Spurningin lætur ekki mikið yfir sér. Ef henni er svarað alveg bókstaflega voru fyrstu íslensku trúboðarnir þau Steinunn Jóhannesdóttir Hayes (1870–1960) læknir og Ólafur Ólafsson (1895–1976) kristniboði. Þau störfuðu bæði, en þó hvort í sínu lagi, í Kína.

Ef spurningunni er svarað alveg bókstaflega voru fyrstu íslensku trúboðarnir þau Steinunn Jóhannesdóttir Hayes (1870–1960) læknir og Ólafur Ólafsson (1895–1976) kristniboði. Mynd af Steinunni úr umfjöllun um ævi hennar í tímaritinu Akranes frá árinu 1950.

Um þetta mun hins vegar ekki vera spurt, heldur um fyrstu íslensku trúboðana frá því um árið 1000. Þess vegna felast ýmsar gildrur í spurningunni; Hvað er átt við með „trúboði“? Er það sá sem segir öðrum frá trú sinni eða hvað? Þá má líka spyrja: Hvað er að vera „íslenskur trúboði“? Er það maður sem fæddur er á Íslandi og/eða er að einhverju leyti af íslenkum ættum eða aðeins sá sem starfar um lengri eða skemmri tíma á Íslandi?

Í kirkjusögunni er orðið trúboði haft um þann sem sendur er af ákveðnum aðila — á kristnitökutímanum hér á landi oftast af erlendum konungi, en hugsanlega einnig erkibiskupi eða biskupi — til að boða öðrum — oftast konungi eða höfðingja — kristna trú. Ef trúboðið bar árangur, það er ef viðtakandinn snerist til kristinnar trúar, fylgdi honum oftast hópur fólks. Heimilisfólk og/eða ætt höfðingjans, en þegnar eða þjóð konungsins.

Trú(arbragða)skipti norrænna manna voru því oftar hópræn en einstaklingsbundin. Þar fyrir þurfa þau alls ekki að hafa verið pólitísks-eðlis, ef hugsað er um pólitík í nútímamerkingu. Ef einhver sérstök pólitík var til á kristnitökutímanum var hlutverk hennar fyrst og fremst að tryggja frið, gott árferði og frjósemi. Út á þetta gengu líka trúarbrögðin á þessum tíma.

Ef gengið er út frá þessum forsendum má segja að íslenskar miðaldaheimildir segi frá tveimur nafngreindum Íslendingum og svo hópi erlendra trúboðsbiskupa sem boðuðu trú hér. Íslendingarnir voru Þorvaldur víðförli Konráðsson frá Giljá í Húnaþingi, sem á einkum að hafa starfað á Norðurlandi, og Stefnir Þorgilsson, sem sagður var af ætt Bjarnar bunu, en hann á að hafa verið ættfaðir flestra kristinna landnámsmanna. Stefnir er sagður hafa starfað á Vesturlandi. Þriðji trúboðinn, Þangbrandur, var svo þýskur og að minnsta kosti prestvígður.

Nokkur vafi leikur á heimildargildi frásagnanna af þessum þremur trúboðum. Sumar eru mjög helgisagnakenndar, en í þeim kann að leynast einhver sögulegur kjarni. Þá koma sömu stöðluðu trúboðssagnastefin fyrir í sögunum á víxl, sem vekja grunsemdir um að þær kunni að vera tilbúningur að meira eða minna leyti.

Trúboðsbiskuparnir sem við sögu koma hér voru að minnsta kosti sjö, þar á meðal Friðrekur sem var í för með Þorvaldi víðförla. Þeir voru allir erlendir menn, þýskir eða frá Bretlandseyjum. Á kristnitökutímanum var fullgilt trúboð í raun ómögulegt án þess að biskupsvígður maður væri með í för, en án biskupa var ekki mögulegt að halda uppi eðlilegu kristnihaldi til langframa.

Trúboðsbiskuparnir sem við sögu koma hér voru að minnsta kosti sjö, þar á meðal Friðrekur sem var í för með Þorvaldi víðförla. Minnisvarði tileinkaður þeim Friðreki (einnig skrifað Friðrik) biskup og Þorvaldi víðförla fyrir trúboðsstörf sín undir Vatnsdalsfjalli á Norðurlandi sem hófust árið 981 og stóðu yfir í 15 ár.

Trúarbragðaskiptum hér, það er ferlinu sem leiddi til þess að landsmenn sneru baki við heiðni og urðu kristnir, má skipta í fjögur skeið sem sköruðust að nokkru leyti. Þess vegna er ekki um afmörkuð tímabil að ræða. Fyrst var skeið tilviljanakenndra kristinna áhrifa. Því næst tók trúboðsskeiðið við. Þá kom sjálf kristnitakan. Síðasta skeiðið var svo uppbygging kirkjustofnunar í landinu.

Á fyrsta skeiðinu voru hér á ferð kristnir menn sem sumir hafa ugglaust sest hér að til langframa. Þetta voru írskir menn og skoskir, vafalaust einhverjir engilsaxneskir og þýskir, en líka norrænir menn sem sumir hverjir teljast til landnámsmanna. Þessir menn hafa áreiðanlega borið vitni um trú sína í orði eða verki og þá einkum með kristnu helgihaldi og tilbeiðslu. Þeir voru hins vegar ekki sendir hingað í sérstökum trúboðserindum og falla því utan tæknilegrar skilgreiningar á trúboðum. Enginn þeirra hefur heldur verið íslenskur í síðari tíma merkingu.

Trúboðsskeiðið í eiginlegri merkingu hófst þegar fyrsti formlegi sendiboði erlends höfðingja kom hingað til lands. Kannski var það Þangbrandur, en hann var ekki íslenskur. Trúboðsskeiðinu lauk svo ekki við kristnitökuna. Það stóð þvert á móti fram yfir 1050. Kristnitakan 999/1000, hvernig sem henni svo var háttað, breytti því einu að hún jók öryggi trúboða og löghelgaði starf þeirra hér.

Ísleifur Gissurarson, fyrsti íslenski biskupinn sem vígðist hér á landi um 1056, var raunar trúboðsbiskup. Að minnsta kosti til að byrja með. Í tíð hans en þó ennfremur Gissurar (d. 1118) sonar hans, sem tók við biskupsdómi eftir hans daga um 1080, hófst svo uppbygging kirkju í landinu.

Svarið við spurningunni veltur svo á ýmsu. Treystir lesandinn heimildagildi sagnanna um Þorvald og/eða Stefni? Hvað þarf einstaklingur að hafa dvalið lengi í landinu til að geta talist íslenskur trúboði? — í framhaldinu mætti svo auðvitað spyrja hvað einstaklingur þurfi að dvelja lengi hér nú til dags til að teljast íslenskur, en það er önnur saga.

Um frekari upplýsingar sjá: Hjalti Hugason, Frumkristni og upphaf kirkju, Kristni á Íslandi I, Reykjavík: Alþingi, 2000.

Myndir:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.12.2017

Spyrjandi

Valdimar Össurarson

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hver var fyrsti íslenski trúboðinn?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2017. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74842.

Hjalti Hugason. (2017, 19. desember). Hver var fyrsti íslenski trúboðinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74842

Hjalti Hugason. „Hver var fyrsti íslenski trúboðinn?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2017. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74842>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsti íslenski trúboðinn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Landnámabók segir að fóstbræðurnir Kollur og Örlygur hafi komið til Íslands í trúboðserindum á landnámsöld. Þeir komu frá Suðureyjum, líklega frá Kólumbusarklaustrinu á Iona, sem þá var miðstöð kristni. Eftir vetursetu í Örlygshöfn reisti Örlygur kirkju að Esjubergi, sem sumir telja fyrstu kirkju landsins. Kollur stofnaði minnsta landnám landsins í Kollsvík og hefur að öllum líkindum orðið fyrri til að reisa sér kirkju, þar sem síðan stóð hálfkirkja með greftrun í kaþólsku. Hvernig stendur á því að Þorvaldur víðförli er talinn fyrsti íslenski trúboðinn, þó hann hafi ekki komið fyrr en eftir landnámsöld; kringum árið 981? Þarf ekki að huga að breytingum kennslubóka í þessu efni? (Hef verið að taka saman efni um Kollsvík og get sent ítarefni um þetta)

Spurningin lætur ekki mikið yfir sér. Ef henni er svarað alveg bókstaflega voru fyrstu íslensku trúboðarnir þau Steinunn Jóhannesdóttir Hayes (1870–1960) læknir og Ólafur Ólafsson (1895–1976) kristniboði. Þau störfuðu bæði, en þó hvort í sínu lagi, í Kína.

Ef spurningunni er svarað alveg bókstaflega voru fyrstu íslensku trúboðarnir þau Steinunn Jóhannesdóttir Hayes (1870–1960) læknir og Ólafur Ólafsson (1895–1976) kristniboði. Mynd af Steinunni úr umfjöllun um ævi hennar í tímaritinu Akranes frá árinu 1950.

Um þetta mun hins vegar ekki vera spurt, heldur um fyrstu íslensku trúboðana frá því um árið 1000. Þess vegna felast ýmsar gildrur í spurningunni; Hvað er átt við með „trúboði“? Er það sá sem segir öðrum frá trú sinni eða hvað? Þá má líka spyrja: Hvað er að vera „íslenskur trúboði“? Er það maður sem fæddur er á Íslandi og/eða er að einhverju leyti af íslenkum ættum eða aðeins sá sem starfar um lengri eða skemmri tíma á Íslandi?

Í kirkjusögunni er orðið trúboði haft um þann sem sendur er af ákveðnum aðila — á kristnitökutímanum hér á landi oftast af erlendum konungi, en hugsanlega einnig erkibiskupi eða biskupi — til að boða öðrum — oftast konungi eða höfðingja — kristna trú. Ef trúboðið bar árangur, það er ef viðtakandinn snerist til kristinnar trúar, fylgdi honum oftast hópur fólks. Heimilisfólk og/eða ætt höfðingjans, en þegnar eða þjóð konungsins.

Trú(arbragða)skipti norrænna manna voru því oftar hópræn en einstaklingsbundin. Þar fyrir þurfa þau alls ekki að hafa verið pólitísks-eðlis, ef hugsað er um pólitík í nútímamerkingu. Ef einhver sérstök pólitík var til á kristnitökutímanum var hlutverk hennar fyrst og fremst að tryggja frið, gott árferði og frjósemi. Út á þetta gengu líka trúarbrögðin á þessum tíma.

Ef gengið er út frá þessum forsendum má segja að íslenskar miðaldaheimildir segi frá tveimur nafngreindum Íslendingum og svo hópi erlendra trúboðsbiskupa sem boðuðu trú hér. Íslendingarnir voru Þorvaldur víðförli Konráðsson frá Giljá í Húnaþingi, sem á einkum að hafa starfað á Norðurlandi, og Stefnir Þorgilsson, sem sagður var af ætt Bjarnar bunu, en hann á að hafa verið ættfaðir flestra kristinna landnámsmanna. Stefnir er sagður hafa starfað á Vesturlandi. Þriðji trúboðinn, Þangbrandur, var svo þýskur og að minnsta kosti prestvígður.

Nokkur vafi leikur á heimildargildi frásagnanna af þessum þremur trúboðum. Sumar eru mjög helgisagnakenndar, en í þeim kann að leynast einhver sögulegur kjarni. Þá koma sömu stöðluðu trúboðssagnastefin fyrir í sögunum á víxl, sem vekja grunsemdir um að þær kunni að vera tilbúningur að meira eða minna leyti.

Trúboðsbiskuparnir sem við sögu koma hér voru að minnsta kosti sjö, þar á meðal Friðrekur sem var í för með Þorvaldi víðförla. Þeir voru allir erlendir menn, þýskir eða frá Bretlandseyjum. Á kristnitökutímanum var fullgilt trúboð í raun ómögulegt án þess að biskupsvígður maður væri með í för, en án biskupa var ekki mögulegt að halda uppi eðlilegu kristnihaldi til langframa.

Trúboðsbiskuparnir sem við sögu koma hér voru að minnsta kosti sjö, þar á meðal Friðrekur sem var í för með Þorvaldi víðförla. Minnisvarði tileinkaður þeim Friðreki (einnig skrifað Friðrik) biskup og Þorvaldi víðförla fyrir trúboðsstörf sín undir Vatnsdalsfjalli á Norðurlandi sem hófust árið 981 og stóðu yfir í 15 ár.

Trúarbragðaskiptum hér, það er ferlinu sem leiddi til þess að landsmenn sneru baki við heiðni og urðu kristnir, má skipta í fjögur skeið sem sköruðust að nokkru leyti. Þess vegna er ekki um afmörkuð tímabil að ræða. Fyrst var skeið tilviljanakenndra kristinna áhrifa. Því næst tók trúboðsskeiðið við. Þá kom sjálf kristnitakan. Síðasta skeiðið var svo uppbygging kirkjustofnunar í landinu.

Á fyrsta skeiðinu voru hér á ferð kristnir menn sem sumir hafa ugglaust sest hér að til langframa. Þetta voru írskir menn og skoskir, vafalaust einhverjir engilsaxneskir og þýskir, en líka norrænir menn sem sumir hverjir teljast til landnámsmanna. Þessir menn hafa áreiðanlega borið vitni um trú sína í orði eða verki og þá einkum með kristnu helgihaldi og tilbeiðslu. Þeir voru hins vegar ekki sendir hingað í sérstökum trúboðserindum og falla því utan tæknilegrar skilgreiningar á trúboðum. Enginn þeirra hefur heldur verið íslenskur í síðari tíma merkingu.

Trúboðsskeiðið í eiginlegri merkingu hófst þegar fyrsti formlegi sendiboði erlends höfðingja kom hingað til lands. Kannski var það Þangbrandur, en hann var ekki íslenskur. Trúboðsskeiðinu lauk svo ekki við kristnitökuna. Það stóð þvert á móti fram yfir 1050. Kristnitakan 999/1000, hvernig sem henni svo var háttað, breytti því einu að hún jók öryggi trúboða og löghelgaði starf þeirra hér.

Ísleifur Gissurarson, fyrsti íslenski biskupinn sem vígðist hér á landi um 1056, var raunar trúboðsbiskup. Að minnsta kosti til að byrja með. Í tíð hans en þó ennfremur Gissurar (d. 1118) sonar hans, sem tók við biskupsdómi eftir hans daga um 1080, hófst svo uppbygging kirkju í landinu.

Svarið við spurningunni veltur svo á ýmsu. Treystir lesandinn heimildagildi sagnanna um Þorvald og/eða Stefni? Hvað þarf einstaklingur að hafa dvalið lengi í landinu til að geta talist íslenskur trúboði? — í framhaldinu mætti svo auðvitað spyrja hvað einstaklingur þurfi að dvelja lengi hér nú til dags til að teljast íslenskur, en það er önnur saga.

Um frekari upplýsingar sjá: Hjalti Hugason, Frumkristni og upphaf kirkju, Kristni á Íslandi I, Reykjavík: Alþingi, 2000.

Myndir:

...