Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hverju byggist munklífi?

Hjalti Hugason

Upprunalega spurningin var:
Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama?

Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna má hugsjón þessa imitatio Christi (breytni eftir Kristi) þótt það sé jafnframt heiti á þekktu trúarriti frá 15. öld. Í slíkri bókstaflegri eftirfylgd við Krist fólst fátækt í anda postulanna sem yfirgefið höfðu allar jarðneskar eigur og fylgt Kristi. Þá gengu mörg þeirra sem hugsjóninni fylgdu langt í meinlátum og ýmiss konar sjálfspíslum. Tilgangurinn var ögun líkama og sálar.

Á 4. öld breyttist staða kristninnar í rómverska heimsveldinu. Í byrjun aldarinnar var kristnum mönnum veitt trúfrelsi og í lok hennar varð kristni að ríkistrú. Mörgum þótti þessi stefnubreyting valda stórfelldri veraldarvæðingu kirkjunnar og hættulegum tengslum hennar við ríkisvaldið. Á þessum tíma ruddi einsetulíf sér mjög til rúms. Fjöldi fólks sneri baki við samfélaginu og bjó um sig á afviknum stöðum ýmist eitt og sér eða í litlum hópum. Þau sem ekki gengu svo langt streymdu í nokkurs konar pílagrímsferðir á vit einsetufólksins og leituðu andlegrar leiðsagnar hjá því frekar en prestum kirkjunnar. Lá við að kristnin klofnaði í tvær greinar: stofnunar- eða embættiskirkjuna og einsetumannakirkjuna.

Til að bregðast við þessu var tekið að stofna klaustur sem lúta skyldu föstum reglum, innri stjórn og ytra eftirliti þess biskups sem næstur var. Lögð var áhersla á að klausturlíf væri æðra einsetulífi þar sem það fæli í sér allar kröfur einsetulífs en krefðist auk þess að tekið væri tillit til annarra. Framan af voru klausturreglur margar og ólíkar hver annarri. Á 5. öld stofnaði Benedikt af Núrsía (um 480 – um 545) klaustur á Cassino-fjalli á Suður-Ítalíu sem varð fyrirmynd annarra klaustra og benediktsreglan varð eftir það ríkjandi í ýmsum myndum.

Klaustrið á Cassino-fjalli á Suður-Ítalíu. Benedikt af Núrsía stofnaði það á 5. öld en það var endurbyggt eftir seinni heimsstyrjöldina.

Klerkar við dómkirkjur bjuggu víða saman í samfélögum sem líktust klaustrum en fylgdu almennt reglu sem kennd var við Ágústínus kirkjuföður (354–430). Síðar á miðöldum reyndust hinar hefðbundnu klausturreglur eiga erfitt með að fylgja eftir breytingum í samfélaginu er borgir tóku að vaxa í vestanverðri Evrópu og margháttaðar þjóðfélagshreyfingar tóku að gera vart við sig. Þá komu fram nýjar reglur meðal annars regla fransiskana (kennd við stofnandann, Frans frá Assisí (um 1180 – 1226) og dóminíkana (kennd við Dominicus af Osma/Caleruega (1170–1221)). Þær voru um margt róttækari en hefðbundnu reglurnar og þau sem þeim fylgdu bjuggu í regluhúsum í borgum en ekki hefðbundnum klaustrum til sveita.

Tökuorðið klaustur á rætur að rekja til claustrum í latínu sem merkir „hið lokaða“ (rými). Undirstrikar það að klaustur er lokað samfélag eða stofnun sem fyrrum var oft að finna á afskekktum stað í útjaðri byggðar. Þá mynda byggingar klaustursins lokaða umgjörð sem opnaðist inn í garð í miðju klaustursins og þjónar sem útivistar- og íhugunarsvæði klausturfólksins, það er þess sem lifa samkvæmt reglu klaustursins. Auk þess geta ýmsir aðrir búið við klaustur, meðal annars vinnufólk og skjólstæðingar af ýmsu tagi sem eiga aðeins aðgengi að hluta bygginganna.

Karlmenn sem lifa samkvæmt klausturreglu kallast munkar (dregið af monachus í latínu og monakhos í grísku en hvort tveggja er dregið af töluorðinu einn) konur nefnast hins vegar nunnur (latína nonna sem getur þýtt mamma, amma, fóstra og svo framvegis). Almenna reglan var að klaustur voru annað tveggja munka- eða nunnuklaustur. Þó voru til klaustur fyrir bæði kynin sem störfuðu þó í tveimur alveg aðskildum „deildum“.

Klausturfólk gengur undir þrjú meginheiti er það að reynslutíma loknum er vígt inn í regluna. Það heitir því að lifa í fátækt, skírlífi og hlýðni við yfirboðara og Guð. Í hinu síðastnefnda felst líka það sem kallað er stabilitas loci á latínu (staðbinding) sem er ævilöng binding við klaustrið sem enginn má yfirgefa nema vegna starfa sinna og þá að boði yfirmanns. Yfirskrift alls klausturlífs eru orðin ora et labora (latína) sem þýða má með „að biðja og iðja“, það er að ástunda reglubundið helgihald í klaustrinu sem fram fer í messum og tíðagjörð (bænum á föstum bænatímum) á um þriggja stunda fresti hvern sólarhring árið um kring þó með nokkuð lengra hléi yfir hánóttina og vinnu af ýmsu tagi. Störfin eiga að göfga manninn, beina huganum inn á þarflegar brautir, koma í veg fyrir leti og aðra lesti og gagnast klaustrinu eða samfélaginu utan veggja þess.

Karlmenn sem lifa samkvæmt klausturreglu kallast munkar en konur nefnast hins vegar nunnur. Almenna reglan var að klaustur voru annað tveggja munka- eða nunnuklaustur. Þó voru til klaustur fyrir bæði kynin sem störfuðu þó í tveimur alveg aðskildum „deildum“. Málverk eftir Armand Gautier (1825–1894).

Störfin í hverju klaustri voru fyrrum af ýmsum toga og nokkuð mismunandi eftir klaustrum og reglum. Þá hefur verið einhver munur á störfum í klaustrum eftir því fyrir hvort kynið þau voru. Sum verkin voru unnin af klausturfólkinu sjálfu en önnur af hjúum þess. Í klaustrum var ástunduð guðsþjónustugjörð og fyrirbænarþjónusta. Þar fór líka fram menntastarf bæði inn á við — fyrir væntanlegt klausturfólk — og út á við — fyrir ungmenni sem ekki ætluðu að ganga í klaustrið, til dæmis verðandi presta.

Við klaustur var stundaður landbúnaður meðal annars til framfærslu klausturfólksins en jafnframt fyrir almennan markað. Þar fóru jafnvel fram tilraunir og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Líknarþjónusta við fátæka og sjúka var mikilvægt hlutverk klaustra og í tengslum við hana lækningar, ræktun lækningajurta og fleira er að lækningum laut. Þar voru líka rekin gistihús og greiðasala fyrir ferðamenn sem margir voru pílagrímar eða fólk í öðrum trúarlegum erindum. Þá er ónefnt bókmenntastarf sem fólst bæði í samningu nýrra rita og afritun eða fjölföldun eldri bóka. Loks má nefna listiðnað af ýmsu tagi sem oft hefur sprottið upp af handritagerð eða framleiðslu messuklæða og kirkjugripa.

Á siðbótartímanum á 16. öld voru klaustrin eitt af því sem mótmælendur gagnrýndu þar sem klausturlíf þótti þá af mörgum göfugra og Guði þóknanlegra en borgaralegt líf og kenndu ýmsir að með því áynni fólks sér réttlætingu frammi fyrir Guði. Siðbótarmenn litu aftur á móti svo á að þar stæðu allir jafnir og trúin skipti meira máli en verkin eða lífsformið. Þar sem siðaskipti gengu ekki yfir hafa klaustur og klausturreglur aftur á móti haldist og gegna enn margháttuðum hlutverkum þótt víða sé nú erfitt að halda klaustrum í rekstri vegna dræmrar nýliðunar. Þá má nefna að nokkur dæmi eru um að klaustur hafi verið stofnuð í lútherskum kirkjum í seinni tíð. Er þar um að ræða tilraunir til að auðga andlegt líf (spiritualitet) í kirkjunum.

Vert er að benda á rit Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings sem mikilvæga lesningu um klaustur á Íslandi. Verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi klausturrannsóknum hennar en þekking á íslenskum klaustrum er enn mjög takmörkuð.

Frekari fróðleikur:
  • Steinunn Kristjánsdóttir, 2012: Sagan af klaustrinu á Skriðu, Reykjavík: Sögufélag

Myndir:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.9.2015

Spyrjandi

Alfreð Jónsson

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Á hverju byggist munklífi?“ Vísindavefurinn, 7. september 2015, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66908.

Hjalti Hugason. (2015, 7. september). Á hverju byggist munklífi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66908

Hjalti Hugason. „Á hverju byggist munklífi?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2015. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66908>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hverju byggist munklífi?
Upprunalega spurningin var:

Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama?

Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna má hugsjón þessa imitatio Christi (breytni eftir Kristi) þótt það sé jafnframt heiti á þekktu trúarriti frá 15. öld. Í slíkri bókstaflegri eftirfylgd við Krist fólst fátækt í anda postulanna sem yfirgefið höfðu allar jarðneskar eigur og fylgt Kristi. Þá gengu mörg þeirra sem hugsjóninni fylgdu langt í meinlátum og ýmiss konar sjálfspíslum. Tilgangurinn var ögun líkama og sálar.

Á 4. öld breyttist staða kristninnar í rómverska heimsveldinu. Í byrjun aldarinnar var kristnum mönnum veitt trúfrelsi og í lok hennar varð kristni að ríkistrú. Mörgum þótti þessi stefnubreyting valda stórfelldri veraldarvæðingu kirkjunnar og hættulegum tengslum hennar við ríkisvaldið. Á þessum tíma ruddi einsetulíf sér mjög til rúms. Fjöldi fólks sneri baki við samfélaginu og bjó um sig á afviknum stöðum ýmist eitt og sér eða í litlum hópum. Þau sem ekki gengu svo langt streymdu í nokkurs konar pílagrímsferðir á vit einsetufólksins og leituðu andlegrar leiðsagnar hjá því frekar en prestum kirkjunnar. Lá við að kristnin klofnaði í tvær greinar: stofnunar- eða embættiskirkjuna og einsetumannakirkjuna.

Til að bregðast við þessu var tekið að stofna klaustur sem lúta skyldu föstum reglum, innri stjórn og ytra eftirliti þess biskups sem næstur var. Lögð var áhersla á að klausturlíf væri æðra einsetulífi þar sem það fæli í sér allar kröfur einsetulífs en krefðist auk þess að tekið væri tillit til annarra. Framan af voru klausturreglur margar og ólíkar hver annarri. Á 5. öld stofnaði Benedikt af Núrsía (um 480 – um 545) klaustur á Cassino-fjalli á Suður-Ítalíu sem varð fyrirmynd annarra klaustra og benediktsreglan varð eftir það ríkjandi í ýmsum myndum.

Klaustrið á Cassino-fjalli á Suður-Ítalíu. Benedikt af Núrsía stofnaði það á 5. öld en það var endurbyggt eftir seinni heimsstyrjöldina.

Klerkar við dómkirkjur bjuggu víða saman í samfélögum sem líktust klaustrum en fylgdu almennt reglu sem kennd var við Ágústínus kirkjuföður (354–430). Síðar á miðöldum reyndust hinar hefðbundnu klausturreglur eiga erfitt með að fylgja eftir breytingum í samfélaginu er borgir tóku að vaxa í vestanverðri Evrópu og margháttaðar þjóðfélagshreyfingar tóku að gera vart við sig. Þá komu fram nýjar reglur meðal annars regla fransiskana (kennd við stofnandann, Frans frá Assisí (um 1180 – 1226) og dóminíkana (kennd við Dominicus af Osma/Caleruega (1170–1221)). Þær voru um margt róttækari en hefðbundnu reglurnar og þau sem þeim fylgdu bjuggu í regluhúsum í borgum en ekki hefðbundnum klaustrum til sveita.

Tökuorðið klaustur á rætur að rekja til claustrum í latínu sem merkir „hið lokaða“ (rými). Undirstrikar það að klaustur er lokað samfélag eða stofnun sem fyrrum var oft að finna á afskekktum stað í útjaðri byggðar. Þá mynda byggingar klaustursins lokaða umgjörð sem opnaðist inn í garð í miðju klaustursins og þjónar sem útivistar- og íhugunarsvæði klausturfólksins, það er þess sem lifa samkvæmt reglu klaustursins. Auk þess geta ýmsir aðrir búið við klaustur, meðal annars vinnufólk og skjólstæðingar af ýmsu tagi sem eiga aðeins aðgengi að hluta bygginganna.

Karlmenn sem lifa samkvæmt klausturreglu kallast munkar (dregið af monachus í latínu og monakhos í grísku en hvort tveggja er dregið af töluorðinu einn) konur nefnast hins vegar nunnur (latína nonna sem getur þýtt mamma, amma, fóstra og svo framvegis). Almenna reglan var að klaustur voru annað tveggja munka- eða nunnuklaustur. Þó voru til klaustur fyrir bæði kynin sem störfuðu þó í tveimur alveg aðskildum „deildum“.

Klausturfólk gengur undir þrjú meginheiti er það að reynslutíma loknum er vígt inn í regluna. Það heitir því að lifa í fátækt, skírlífi og hlýðni við yfirboðara og Guð. Í hinu síðastnefnda felst líka það sem kallað er stabilitas loci á latínu (staðbinding) sem er ævilöng binding við klaustrið sem enginn má yfirgefa nema vegna starfa sinna og þá að boði yfirmanns. Yfirskrift alls klausturlífs eru orðin ora et labora (latína) sem þýða má með „að biðja og iðja“, það er að ástunda reglubundið helgihald í klaustrinu sem fram fer í messum og tíðagjörð (bænum á föstum bænatímum) á um þriggja stunda fresti hvern sólarhring árið um kring þó með nokkuð lengra hléi yfir hánóttina og vinnu af ýmsu tagi. Störfin eiga að göfga manninn, beina huganum inn á þarflegar brautir, koma í veg fyrir leti og aðra lesti og gagnast klaustrinu eða samfélaginu utan veggja þess.

Karlmenn sem lifa samkvæmt klausturreglu kallast munkar en konur nefnast hins vegar nunnur. Almenna reglan var að klaustur voru annað tveggja munka- eða nunnuklaustur. Þó voru til klaustur fyrir bæði kynin sem störfuðu þó í tveimur alveg aðskildum „deildum“. Málverk eftir Armand Gautier (1825–1894).

Störfin í hverju klaustri voru fyrrum af ýmsum toga og nokkuð mismunandi eftir klaustrum og reglum. Þá hefur verið einhver munur á störfum í klaustrum eftir því fyrir hvort kynið þau voru. Sum verkin voru unnin af klausturfólkinu sjálfu en önnur af hjúum þess. Í klaustrum var ástunduð guðsþjónustugjörð og fyrirbænarþjónusta. Þar fór líka fram menntastarf bæði inn á við — fyrir væntanlegt klausturfólk — og út á við — fyrir ungmenni sem ekki ætluðu að ganga í klaustrið, til dæmis verðandi presta.

Við klaustur var stundaður landbúnaður meðal annars til framfærslu klausturfólksins en jafnframt fyrir almennan markað. Þar fóru jafnvel fram tilraunir og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Líknarþjónusta við fátæka og sjúka var mikilvægt hlutverk klaustra og í tengslum við hana lækningar, ræktun lækningajurta og fleira er að lækningum laut. Þar voru líka rekin gistihús og greiðasala fyrir ferðamenn sem margir voru pílagrímar eða fólk í öðrum trúarlegum erindum. Þá er ónefnt bókmenntastarf sem fólst bæði í samningu nýrra rita og afritun eða fjölföldun eldri bóka. Loks má nefna listiðnað af ýmsu tagi sem oft hefur sprottið upp af handritagerð eða framleiðslu messuklæða og kirkjugripa.

Á siðbótartímanum á 16. öld voru klaustrin eitt af því sem mótmælendur gagnrýndu þar sem klausturlíf þótti þá af mörgum göfugra og Guði þóknanlegra en borgaralegt líf og kenndu ýmsir að með því áynni fólks sér réttlætingu frammi fyrir Guði. Siðbótarmenn litu aftur á móti svo á að þar stæðu allir jafnir og trúin skipti meira máli en verkin eða lífsformið. Þar sem siðaskipti gengu ekki yfir hafa klaustur og klausturreglur aftur á móti haldist og gegna enn margháttuðum hlutverkum þótt víða sé nú erfitt að halda klaustrum í rekstri vegna dræmrar nýliðunar. Þá má nefna að nokkur dæmi eru um að klaustur hafi verið stofnuð í lútherskum kirkjum í seinni tíð. Er þar um að ræða tilraunir til að auðga andlegt líf (spiritualitet) í kirkjunum.

Vert er að benda á rit Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings sem mikilvæga lesningu um klaustur á Íslandi. Verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi klausturrannsóknum hennar en þekking á íslenskum klaustrum er enn mjög takmörkuð.

Frekari fróðleikur:
  • Steinunn Kristjánsdóttir, 2012: Sagan af klaustrinu á Skriðu, Reykjavík: Sögufélag

Myndir:

...