Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?

Sigurður SteinþórssonReykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum.

Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið úr Borgarhólum á Mosfellsheiði — væri hraun úr dyngjunni Mosfellsheiði — en nýlegar rannsóknir sýna að fleiri eldstöðvar hafa sennilega verið að verki. Þannig má greina jarðefnafræðilega á milli efstu hraunanna, sem mynda Valhúsahæð, Öskjuhlíð og Skólavörðuholt, og hinna hlutanna sem lægra liggja.

En hver sem aldur yngsta hluta Reykjavíkurgrágrýtisins er — frá síðasta hlýskeiði eða hlýskeiðinu þar á undan — þá myndaðist núverandi landslag svæðisins á síðustu ísöld þegar jöklar surfu Fossvogsdal og Kópavog niður í grágrýtisgrunninn (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er jökulrof?).

Þegar jöklar hörfuðu í ísaldarlok fylgdi sjórinn þeim eftir og mynduðust þá lög af sjávarseti - Fossvogslögin - við ísjaðarinn. Í setinu má sjá mikla sögu hitabreytinga og sveiflna milli ferskvatns (jökulvatns) og sjávar. Þar er líka allmikið af steingervingum.

Lesa má um Fossvogslögin í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands—jarðfræði (1. útg. 1991), svo og í eftirfarandi tímaritsgreinum:
  • Árni Hjartarson (1980): „Síðkvarteri jarðlagastaflinn í Reykjavík og nágrenni“, Náttúrufræðingurinn 50: 108-117.
  • Jón Eiríksson, Áslaug Geirsdóttir, Leifur A. Símonarson (1991): „A review of the Late-Pleistocene stratigraphy of Reykjavik, Iceland“, Quaternary International 10-12: 143-150.
Skoðið einnig svar Jóns Eiríkssonar við spurningunni Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi?

Mynd: HB

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

24.11.2002

Spyrjandi

Súsan Þórðardóttir,
Bjarni Viðar Þorsteinsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2002, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2898.

Sigurður Steinþórsson. (2002, 24. nóvember). Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2898

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2002. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2898>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?


Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum.

Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið úr Borgarhólum á Mosfellsheiði — væri hraun úr dyngjunni Mosfellsheiði — en nýlegar rannsóknir sýna að fleiri eldstöðvar hafa sennilega verið að verki. Þannig má greina jarðefnafræðilega á milli efstu hraunanna, sem mynda Valhúsahæð, Öskjuhlíð og Skólavörðuholt, og hinna hlutanna sem lægra liggja.

En hver sem aldur yngsta hluta Reykjavíkurgrágrýtisins er — frá síðasta hlýskeiði eða hlýskeiðinu þar á undan — þá myndaðist núverandi landslag svæðisins á síðustu ísöld þegar jöklar surfu Fossvogsdal og Kópavog niður í grágrýtisgrunninn (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er jökulrof?).

Þegar jöklar hörfuðu í ísaldarlok fylgdi sjórinn þeim eftir og mynduðust þá lög af sjávarseti - Fossvogslögin - við ísjaðarinn. Í setinu má sjá mikla sögu hitabreytinga og sveiflna milli ferskvatns (jökulvatns) og sjávar. Þar er líka allmikið af steingervingum.

Lesa má um Fossvogslögin í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands—jarðfræði (1. útg. 1991), svo og í eftirfarandi tímaritsgreinum:
  • Árni Hjartarson (1980): „Síðkvarteri jarðlagastaflinn í Reykjavík og nágrenni“, Náttúrufræðingurinn 50: 108-117.
  • Jón Eiríksson, Áslaug Geirsdóttir, Leifur A. Símonarson (1991): „A review of the Late-Pleistocene stratigraphy of Reykjavik, Iceland“, Quaternary International 10-12: 143-150.
Skoðið einnig svar Jóns Eiríkssonar við spurningunni Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi?

Mynd: HB...