Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða reglur gilda um strandveiði með stöng í sjó, á öðrum fiskum en laxi og silungi?

Kristján Freyr Helgason

Í fyrstu málsgrein 1. gr. laga um stjórn fiskveiða (38/1990) segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í 4. gr. sömu laga segir að enginn megi stunda veiðar í atvinnuskyni nema að hafa til þess almennt veiðileyfi og samkvæmt 5. gr. laganna koma einungis til greina íslenskir eigendur fiskiskipa sem hafa gilt haffærisskírteini og eru skráð hjá Siglingastofnun. Það er síðan Fiskistofu að veita þessi atvinnuleyfi samkvæmt reglugerð.

Með þessu er kveðið skýrt á um hverjir megi stunda fiskveiðar í atvinnuskyni. Hins vegar er ákvæði í 6. gr. sömu laga þar sem sérhverjum manni eru heimilar fiskveiðar, án sérstaks leyfis, í tómstundum til eigin neyslu. Þessar veiðar verður að stunda með handfærum án sjálfvirknibúnaðar og er óleyfilegt að selja aflann eða fénýta hann á annan hátt.

Strandveiðar með stöng, á fiski öðrum en laxi og silungi, hljóta því að falla undir 6. gr laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða og vera öllum heimilar, að öllum skilyrðum hennar uppfylltum. Eftir sem áður þarf strandveiðimaður þó að gæta þess í hvívetna að hafa leyfi landeiganda til veiða fyrir landi hans.

Heimildir

Mynd: HB

Höfundur

sjávarútvegsfræðingur

Útgáfudagur

26.11.2002

Spyrjandi

Bergþór Einarsson

Tilvísun

Kristján Freyr Helgason. „Hvaða reglur gilda um strandveiði með stöng í sjó, á öðrum fiskum en laxi og silungi?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2002, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2906.

Kristján Freyr Helgason. (2002, 26. nóvember). Hvaða reglur gilda um strandveiði með stöng í sjó, á öðrum fiskum en laxi og silungi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2906

Kristján Freyr Helgason. „Hvaða reglur gilda um strandveiði með stöng í sjó, á öðrum fiskum en laxi og silungi?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2002. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2906>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða reglur gilda um strandveiði með stöng í sjó, á öðrum fiskum en laxi og silungi?
Í fyrstu málsgrein 1. gr. laga um stjórn fiskveiða (38/1990) segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í 4. gr. sömu laga segir að enginn megi stunda veiðar í atvinnuskyni nema að hafa til þess almennt veiðileyfi og samkvæmt 5. gr. laganna koma einungis til greina íslenskir eigendur fiskiskipa sem hafa gilt haffærisskírteini og eru skráð hjá Siglingastofnun. Það er síðan Fiskistofu að veita þessi atvinnuleyfi samkvæmt reglugerð.

Með þessu er kveðið skýrt á um hverjir megi stunda fiskveiðar í atvinnuskyni. Hins vegar er ákvæði í 6. gr. sömu laga þar sem sérhverjum manni eru heimilar fiskveiðar, án sérstaks leyfis, í tómstundum til eigin neyslu. Þessar veiðar verður að stunda með handfærum án sjálfvirknibúnaðar og er óleyfilegt að selja aflann eða fénýta hann á annan hátt.

Strandveiðar með stöng, á fiski öðrum en laxi og silungi, hljóta því að falla undir 6. gr laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða og vera öllum heimilar, að öllum skilyrðum hennar uppfylltum. Eftir sem áður þarf strandveiðimaður þó að gæta þess í hvívetna að hafa leyfi landeiganda til veiða fyrir landi hans.

Heimildir

Mynd: HB...