Flöguberg í víðustu merkingu myndast þannig að deigt berg eða seigfljótandi bergkvika „aflagast“ í spennusviði. Aflögunin gerist þannig að efnið skríður til eftir ákveðnum skriðflötum sem geta verið mismunandi þétt saman – það fer eftir eðliseiginleikum efnisins, sem meðal annars eru háðir hitastigi. Þrjú dæmi úr daglega lífinu gætu verið: kubbur úr mjúkum leir, spilastokkur og bækur í bókahillu. Leirinn aflagast „plastískt“, spilastokkurinn eftir flötum sem aðskildir eru af spilaþykktinni og bækurnar – ef allri röðinni er hallað – um bókaþykktina.
Með „flögubergi“ er yfirleitt átt við myndbreytt berg sem á ensku nefnist slate og notað er til dæmis í þakflögur víða erlendis. Það er upphaflega setberg sem umkristallast hefur í spennusviði og klofnar eftir flötum sem venjulega eru þaktir glimmer-kristöllum. Slíkt berg finnst ekki hér á landi, enda er það einkennandi fyrir fellingamyndanir.
Flögótt berg af öðru tagi finnst hins vegar hér og var fyrrum notað í þök torfbæja í sumum landshlutum. Í seinni tíð hefur það verði notað á veggi, arna og fleira í húsum. Þar er einkum um að ræða líparít (réttnefndara rýólít), en bráð þess er svo seigfljótandi að það myndar flæðimynstur sem síðan klofnar í flögur. Mikið af slíkum flögum hafa til dæmis verið teknar í Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi. Annað dæmi er á Hellnum á Snæfellsnesi, þar sem ísúrt hraun (hawaiít) myndar flögur. Þá brotna sumar tegundir blágrýtis í flögur af sömu ástæðu – að í berginu er flæðimynstur sem varð til meðan hálfstorkin bráðin var á hreyfingu.
Vafalítið á það við bæði um eiginlegt flöguberg og um flögótt rýólít að skriðfletirnir, sem bergið klofnar um, eru vatnsríkari en aðrir hlutar þess. Á skriðflötunum í flöguberginu myndast glimmer, sem er mjög lint og kleyft og inniheldur vatn, en í rýólítinu safnast vatn úr bráðinni á skriðfletina þannig að hún verður minna seigfljótandi en hálfstorkið bergið milli þeirra.
Flöguberg í víðustu merkingu myndast þannig að deigt berg eða seigfljótandi bergkvika „aflagast“ í spennusviði. Aflögunin gerist þannig að efnið skríður til eftir ákveðnum skriðflötum sem geta verið mismunandi þétt saman – það fer eftir eðliseiginleikum efnisins, sem meðal annars eru háðir hitastigi. Þrjú dæmi úr daglega lífinu gætu verið: kubbur úr mjúkum leir, spilastokkur og bækur í bókahillu. Leirinn aflagast „plastískt“, spilastokkurinn eftir flötum sem aðskildir eru af spilaþykktinni og bækurnar – ef allri röðinni er hallað – um bókaþykktina.
Með „flögubergi“ er yfirleitt átt við myndbreytt berg sem á ensku nefnist slate og notað er til dæmis í þakflögur víða erlendis. Það er upphaflega setberg sem umkristallast hefur í spennusviði og klofnar eftir flötum sem venjulega eru þaktir glimmer-kristöllum. Slíkt berg finnst ekki hér á landi, enda er það einkennandi fyrir fellingamyndanir.
Flögótt berg af öðru tagi finnst hins vegar hér og var fyrrum notað í þök torfbæja í sumum landshlutum. Í seinni tíð hefur það verði notað á veggi, arna og fleira í húsum. Þar er einkum um að ræða líparít (réttnefndara rýólít), en bráð þess er svo seigfljótandi að það myndar flæðimynstur sem síðan klofnar í flögur. Mikið af slíkum flögum hafa til dæmis verið teknar í Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi. Annað dæmi er á Hellnum á Snæfellsnesi, þar sem ísúrt hraun (hawaiít) myndar flögur. Þá brotna sumar tegundir blágrýtis í flögur af sömu ástæðu – að í berginu er flæðimynstur sem varð til meðan hálfstorkin bráðin var á hreyfingu.
Vafalítið á það við bæði um eiginlegt flöguberg og um flögótt rýólít að skriðfletirnir, sem bergið klofnar um, eru vatnsríkari en aðrir hlutar þess. Á skriðflötunum í flöguberginu myndast glimmer, sem er mjög lint og kleyft og inniheldur vatn, en í rýólítinu safnast vatn úr bráðinni á skriðfletina þannig að hún verður minna seigfljótandi en hálfstorkið bergið milli þeirra.