Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á landinu er helst að finna flöguberg?

Sigurður Steinþórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvar á landinu er helst að finna flöguberg? Hvernig myndast það og hvaða steintegund myndar það?
Flöguberg í víðustu merkingu myndast þannig að deigt berg eða seigfljótandi bergkvika „aflagast“ í spennusviði. Aflögunin gerist þannig að efnið skríður til eftir ákveðnum skriðflötum sem geta verið mismunandi þétt saman – það fer eftir eðliseiginleikum efnisins, sem meðal annars eru háðir hitastigi. Þrjú dæmi úr daglega lífinu gætu verið: kubbur úr mjúkum leir, spilastokkur og bækur í bókahillu. Leirinn aflagast „plastískt“, spilastokkurinn eftir flötum sem aðskildir eru af spilaþykktinni og bækurnar – ef allri röðinni er hallað – um bókaþykktina.

Með „flögubergi“ er yfirleitt átt við myndbreytt berg sem á ensku nefnist slate og notað er til dæmis í þakflögur víða erlendis. Það er upphaflega setberg sem umkristallast hefur í spennusviði og klofnar eftir flötum sem venjulega eru þaktir glimmer-kristöllum. Slíkt berg finnst ekki hér á landi, enda er það einkennandi fyrir fellingamyndanir.

Flögótt berg af öðru tagi finnst hins vegar hér og var fyrrum notað í þök torfbæja í sumum landshlutum. Í seinni tíð hefur það verði notað á veggi, arna og fleira í húsum. Þar er einkum um að ræða líparít (réttnefndara rýólít), en bráð þess er svo seigfljótandi að það myndar flæðimynstur sem síðan klofnar í flögur. Mikið af slíkum flögum hafa til dæmis verið teknar í Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi. Annað dæmi er á Hellnum á Snæfellsnesi, þar sem ísúrt hraun (hawaiít) myndar flögur. Þá brotna sumar tegundir blágrýtis í flögur af sömu ástæðu – að í berginu er flæðimynstur sem varð til meðan hálfstorkin bráðin var á hreyfingu.

Vafalítið á það við bæði um eiginlegt flöguberg og um flögótt rýólít að skriðfletirnir, sem bergið klofnar um, eru vatnsríkari en aðrir hlutar þess. Á skriðflötunum í flöguberginu myndast glimmer, sem er mjög lint og kleyft og inniheldur vatn, en í rýólítinu safnast vatn úr bráðinni á skriðfletina þannig að hún verður minna seigfljótandi en hálfstorkið bergið milli þeirra.

Mynd: Athro.com

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

10.1.2003

Spyrjandi

Hrafnkell Daníelsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvar á landinu er helst að finna flöguberg?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2994.

Sigurður Steinþórsson. (2003, 10. janúar). Hvar á landinu er helst að finna flöguberg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2994

Sigurður Steinþórsson. „Hvar á landinu er helst að finna flöguberg?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2994>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á landinu er helst að finna flöguberg?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvar á landinu er helst að finna flöguberg? Hvernig myndast það og hvaða steintegund myndar það?
Flöguberg í víðustu merkingu myndast þannig að deigt berg eða seigfljótandi bergkvika „aflagast“ í spennusviði. Aflögunin gerist þannig að efnið skríður til eftir ákveðnum skriðflötum sem geta verið mismunandi þétt saman – það fer eftir eðliseiginleikum efnisins, sem meðal annars eru háðir hitastigi. Þrjú dæmi úr daglega lífinu gætu verið: kubbur úr mjúkum leir, spilastokkur og bækur í bókahillu. Leirinn aflagast „plastískt“, spilastokkurinn eftir flötum sem aðskildir eru af spilaþykktinni og bækurnar – ef allri röðinni er hallað – um bókaþykktina.

Með „flögubergi“ er yfirleitt átt við myndbreytt berg sem á ensku nefnist slate og notað er til dæmis í þakflögur víða erlendis. Það er upphaflega setberg sem umkristallast hefur í spennusviði og klofnar eftir flötum sem venjulega eru þaktir glimmer-kristöllum. Slíkt berg finnst ekki hér á landi, enda er það einkennandi fyrir fellingamyndanir.

Flögótt berg af öðru tagi finnst hins vegar hér og var fyrrum notað í þök torfbæja í sumum landshlutum. Í seinni tíð hefur það verði notað á veggi, arna og fleira í húsum. Þar er einkum um að ræða líparít (réttnefndara rýólít), en bráð þess er svo seigfljótandi að það myndar flæðimynstur sem síðan klofnar í flögur. Mikið af slíkum flögum hafa til dæmis verið teknar í Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi. Annað dæmi er á Hellnum á Snæfellsnesi, þar sem ísúrt hraun (hawaiít) myndar flögur. Þá brotna sumar tegundir blágrýtis í flögur af sömu ástæðu – að í berginu er flæðimynstur sem varð til meðan hálfstorkin bráðin var á hreyfingu.

Vafalítið á það við bæði um eiginlegt flöguberg og um flögótt rýólít að skriðfletirnir, sem bergið klofnar um, eru vatnsríkari en aðrir hlutar þess. Á skriðflötunum í flöguberginu myndast glimmer, sem er mjög lint og kleyft og inniheldur vatn, en í rýólítinu safnast vatn úr bráðinni á skriðfletina þannig að hún verður minna seigfljótandi en hálfstorkið bergið milli þeirra.

Mynd: Athro.com...