Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?

Jón Már Halldórsson

Nef hunda er venjulega rakt. Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni, en nefið er sjálfsagt það skynfæri sem hundar styðjast helst við.

Hundaeigendur kannast vel við að hundar sleiki á sér trýnið. Vökvinn sem frumurnar á trýninu seyta út fangar lyktarsameindir úr umhverfinu og þegar hundurinn sleikir nefið er hann að meta upplýsingarnar sem kunna að leynast í sameindunum. Auk þess halda hundar trýninu hreinu með því að sleikja það.

Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni.

En trýni hunda getur verið rakt af ýmsum öðrum ástæðum. Það má segja að hundar svitni í gegnum trýnið og loppurnar. Trýnið leikur eitt af lykilhlutverkum í kælingu dýrsins á heitum degi.

Margir hafa heyrt að heitt og þurrt trýni þýði að hundurinn sé veikur - en það er ekki svo einfalt. Raka- og hitastig trýnisins getur sveiflast vegna veður- og umhverfisskilyrða og trýnið getur verið misrakt yfir daginn. Hundar geta einnig haft rakt trýni þótt þeir séu veikir.

Mynd:

Aðrir spyrjendur voru: Snorri Viðarsson, Rakel Anna, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Dagbjört Gísladóttir og Stefán Geir Snorrason.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.3.2019

Spyrjandi

Matthías Birgisson, Daníel Ágúst Ágústsson, Sigrún Hrefna Sveinsdóttir og fleiri

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2019. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30013.

Jón Már Halldórsson. (2019, 19. mars). Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30013

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2019. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30013>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?
Nef hunda er venjulega rakt. Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni, en nefið er sjálfsagt það skynfæri sem hundar styðjast helst við.

Hundaeigendur kannast vel við að hundar sleiki á sér trýnið. Vökvinn sem frumurnar á trýninu seyta út fangar lyktarsameindir úr umhverfinu og þegar hundurinn sleikir nefið er hann að meta upplýsingarnar sem kunna að leynast í sameindunum. Auk þess halda hundar trýninu hreinu með því að sleikja það.

Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni.

En trýni hunda getur verið rakt af ýmsum öðrum ástæðum. Það má segja að hundar svitni í gegnum trýnið og loppurnar. Trýnið leikur eitt af lykilhlutverkum í kælingu dýrsins á heitum degi.

Margir hafa heyrt að heitt og þurrt trýni þýði að hundurinn sé veikur - en það er ekki svo einfalt. Raka- og hitastig trýnisins getur sveiflast vegna veður- og umhverfisskilyrða og trýnið getur verið misrakt yfir daginn. Hundar geta einnig haft rakt trýni þótt þeir séu veikir.

Mynd:

Aðrir spyrjendur voru: Snorri Viðarsson, Rakel Anna, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Dagbjört Gísladóttir og Stefán Geir Snorrason.

...