Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna halla hundar undir flatt?

Jón Már Halldórsson

Sennilegasta skýringin á því að hundar halla oft undir flatt þegar fólk talar við þá er að þeir séu að reyna að heyra betur. Eyrun eru staðsett á hliðum höfuðsins og bylgjurnar berast ekki beint í þau. Með því að halla undir flatt þá breyta þeir afstöðu eyrnanna gagnvart hljóðinu og geta numið það betur.

Yngri hundar gera þetta frekar en þeir sem eldri eru. Skýringin að mati hundasérfræðinga er sú að þeir eru yfirleitt forvitnari og vilja ekki missa af neinu á meðan að veraldarvanir eldri hundar eru farnir að þekkja betur inn á okkur mannfólkið og okkar atferli.



Hundar halla höfðinu til að heyra betur.

Ef hundur gera þetta í tíma og ótíma án þess að nokkur yrði á hann þá er mögulegt að hann sé með eyrnasýkingu eða sníkjudýr. Einnig kann að vera að hann hafi skaddaða hljóðhimnu eða eitthvað sem truflar hann í eyrunum svo sem grasfræ. Ástæðan getur einnig verið alvarlegri, til dæmis hafa einkenni krabbameins sem og sjúkdómum í miðtaugakerfinu (heilanum) greinst í hundunum sem halla mikið undir flatt.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna halla hundar undir flatt? (Horfa á mann og halla hausnum eins og þeir séu hissa/spyrjandi)

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.8.2010

Spyrjandi

Björn Geir Leifsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna halla hundar undir flatt?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2010, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55670.

Jón Már Halldórsson. (2010, 11. ágúst). Hvers vegna halla hundar undir flatt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55670

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna halla hundar undir flatt?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2010. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55670>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna halla hundar undir flatt?
Sennilegasta skýringin á því að hundar halla oft undir flatt þegar fólk talar við þá er að þeir séu að reyna að heyra betur. Eyrun eru staðsett á hliðum höfuðsins og bylgjurnar berast ekki beint í þau. Með því að halla undir flatt þá breyta þeir afstöðu eyrnanna gagnvart hljóðinu og geta numið það betur.

Yngri hundar gera þetta frekar en þeir sem eldri eru. Skýringin að mati hundasérfræðinga er sú að þeir eru yfirleitt forvitnari og vilja ekki missa af neinu á meðan að veraldarvanir eldri hundar eru farnir að þekkja betur inn á okkur mannfólkið og okkar atferli.



Hundar halla höfðinu til að heyra betur.

Ef hundur gera þetta í tíma og ótíma án þess að nokkur yrði á hann þá er mögulegt að hann sé með eyrnasýkingu eða sníkjudýr. Einnig kann að vera að hann hafi skaddaða hljóðhimnu eða eitthvað sem truflar hann í eyrunum svo sem grasfræ. Ástæðan getur einnig verið alvarlegri, til dæmis hafa einkenni krabbameins sem og sjúkdómum í miðtaugakerfinu (heilanum) greinst í hundunum sem halla mikið undir flatt.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna halla hundar undir flatt? (Horfa á mann og halla hausnum eins og þeir séu hissa/spyrjandi)
...