Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Hér er svarað eftirfarandi tveimur spurningum:

  • Eru áruljósmyndir viðurkenndar af vísindamönnum? (Hermann Helgason)
  • Hvernig veit maður hvort maður sér árur eða ekki? (Hjördís Haraldsdóttir)

Hér er spurt um yfirnáttúrlega hluti sem svo eru kallaðir og við bendum lesendum á að lesa almennt svar okkar um þá.

Við gerum ráð fyrir að með fyrri spurningunni sé átt við ljósmyndir sem eiga að sýna einhvers konar hálflýsandi, froðukennt efni eða slíkt kringum mannslíkama eða mannshöfuð. Dæmi um þetta má finna á Veraldarvefnum með því setja inn í leitarvél orð eins og "aura", "aurapics", "Aura Pictures". Árur eru svo væntanlega það sem þessar myndir eiga að sýna.

Svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega nei: Þessar myndir stangast á við kenningar og niðurstöður nútíma vísinda um heiminn í kringum okkur ef þær eru túlkaðar eins og tíðkað er af þeim sem leggja þær fram. Flestir eða allir vísindamenn munu því ekki fallast á að þær sýni einhvern veruleika. Þetta er hins vegar ekki bara sett fram si svona eins og hver annar órökstuddur grunur eða hugboð heldur styðst það við margs konar þekkingu sem vísindin hafa aflað í aldanna rás.

Við vitum vissulega að líkamsstarfsemi lífvera, þar á meðal manna, stjórnast af taugaboðum og öðrum boðskiptum sem fela í sér örlítinn rafstraum, til dæmis gegnum frumuhimnu eða eftir henni. Rafstraumi fylgir rafsegulsvið í kring þó að það kunni að vera veikt og verði raunar enn veikara ef straumarnir eru margir og í mismunandi áttir á sama svæði.

Þetta á allt saman meðal annars við um mannslíkamann. Inni í honum eru örlitlir rafstraumar sem stjórna til dæmis hreyfingum vöðva og starfsemi heilans. Menn hafa lengi velt fyrir sér hvort unnt sé að nema rafsegulsviðið frá þessum straumum með tækjum eða búnaði fyrir utan líkamann. Þetta hefur mönnum tekist á síðustu árum með því að beita nýjustu hátækni og það á sjálfsagt eftir að verða þáttur í framförum í vísindum og tækni á næstu áratugum.



Ef menn vilja kalla rafsegulsvið frá rafstraumum líkamans “áru”, þá kann það að vera útlátalaust af hálfu vísindanna. Hitt er þá á hinn bóginn dagljóst að þessi áhrif eru alltof veik til að koma fram á venjulegum ljósmyndum, og þaðan af síður munu menn geta séð þau með berum augum. Auk þess er rafsegulsviðið miklu skammdrægara en árurnar sem sýndar eru á myndum.

Ef maður telur sig sjá eitthvað sem hann vill kalla áru og vill sannfæra sig um það, liggur beinast við að snúa sér til næsta manns og spyrja hvort hann sjái þetta líka. Ef margir koma á staðinn og sjá allir sama fyrirbærið getur það bent til þess að um raunverulegan hlut sé að ræða; fyrirbærið er þá að minnsta kosti ekki bara háð hugsun eins manns, samanber svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er raunverulegt?

En við slíkar aðstæður er það föst venja í vísindum að leita ekki langt yfir skammt eftir skýringum, heldur velja þá einföldustu sem í boði er. Og hún er örugglega einhver önnur en sú að þetta sé “ára” ef það orð á að merkja eitthvað yfirnáttúrlegt sem flest okkar hafi ekki kynnst áður í lífi okkar og störfum.

En ef maður hefur séð áru og engum öðrum er til að dreifa til að deila þessari reynslu með honum, þá liggur beinast við að flokka þetta að svo stöddu með ýmsu öðru sem við “sjáum” eða teljum okkur sjá en vitum jafnframt að það telst ekki til veruleikans kringum okkur. Þar á meðal eru sjóntruflanir, skynvillur, ofsjónir, draumar, hugsýnir, minningar og svo framvegis. Við sjáum ekki að það sé brýnna eða mikilvægara við þessar aðstæður að sannfæra sjálfan sig um að maður hafi séð áru heldur en ýmislegt annað af þessum toga.

Höfundur þakkar Eyju Margréti Brynjarsdóttur skemmtilegar og gagnlegar umræður um þetta svar.

Mynd af áruhjúp: IronPalm.com

Ljósmyndir: Metatones

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

21.1.2003

Spyrjandi

Hermann Helgason, Hjördís Haraldsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2003, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3027.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 21. janúar). Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3027

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2003. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3027>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?
Hér er svarað eftirfarandi tveimur spurningum:

  • Eru áruljósmyndir viðurkenndar af vísindamönnum? (Hermann Helgason)
  • Hvernig veit maður hvort maður sér árur eða ekki? (Hjördís Haraldsdóttir)

Hér er spurt um yfirnáttúrlega hluti sem svo eru kallaðir og við bendum lesendum á að lesa almennt svar okkar um þá.

Við gerum ráð fyrir að með fyrri spurningunni sé átt við ljósmyndir sem eiga að sýna einhvers konar hálflýsandi, froðukennt efni eða slíkt kringum mannslíkama eða mannshöfuð. Dæmi um þetta má finna á Veraldarvefnum með því setja inn í leitarvél orð eins og "aura", "aurapics", "Aura Pictures". Árur eru svo væntanlega það sem þessar myndir eiga að sýna.

Svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega nei: Þessar myndir stangast á við kenningar og niðurstöður nútíma vísinda um heiminn í kringum okkur ef þær eru túlkaðar eins og tíðkað er af þeim sem leggja þær fram. Flestir eða allir vísindamenn munu því ekki fallast á að þær sýni einhvern veruleika. Þetta er hins vegar ekki bara sett fram si svona eins og hver annar órökstuddur grunur eða hugboð heldur styðst það við margs konar þekkingu sem vísindin hafa aflað í aldanna rás.

Við vitum vissulega að líkamsstarfsemi lífvera, þar á meðal manna, stjórnast af taugaboðum og öðrum boðskiptum sem fela í sér örlítinn rafstraum, til dæmis gegnum frumuhimnu eða eftir henni. Rafstraumi fylgir rafsegulsvið í kring þó að það kunni að vera veikt og verði raunar enn veikara ef straumarnir eru margir og í mismunandi áttir á sama svæði.

Þetta á allt saman meðal annars við um mannslíkamann. Inni í honum eru örlitlir rafstraumar sem stjórna til dæmis hreyfingum vöðva og starfsemi heilans. Menn hafa lengi velt fyrir sér hvort unnt sé að nema rafsegulsviðið frá þessum straumum með tækjum eða búnaði fyrir utan líkamann. Þetta hefur mönnum tekist á síðustu árum með því að beita nýjustu hátækni og það á sjálfsagt eftir að verða þáttur í framförum í vísindum og tækni á næstu áratugum.



Ef menn vilja kalla rafsegulsvið frá rafstraumum líkamans “áru”, þá kann það að vera útlátalaust af hálfu vísindanna. Hitt er þá á hinn bóginn dagljóst að þessi áhrif eru alltof veik til að koma fram á venjulegum ljósmyndum, og þaðan af síður munu menn geta séð þau með berum augum. Auk þess er rafsegulsviðið miklu skammdrægara en árurnar sem sýndar eru á myndum.

Ef maður telur sig sjá eitthvað sem hann vill kalla áru og vill sannfæra sig um það, liggur beinast við að snúa sér til næsta manns og spyrja hvort hann sjái þetta líka. Ef margir koma á staðinn og sjá allir sama fyrirbærið getur það bent til þess að um raunverulegan hlut sé að ræða; fyrirbærið er þá að minnsta kosti ekki bara háð hugsun eins manns, samanber svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er raunverulegt?

En við slíkar aðstæður er það föst venja í vísindum að leita ekki langt yfir skammt eftir skýringum, heldur velja þá einföldustu sem í boði er. Og hún er örugglega einhver önnur en sú að þetta sé “ára” ef það orð á að merkja eitthvað yfirnáttúrlegt sem flest okkar hafi ekki kynnst áður í lífi okkar og störfum.

En ef maður hefur séð áru og engum öðrum er til að dreifa til að deila þessari reynslu með honum, þá liggur beinast við að flokka þetta að svo stöddu með ýmsu öðru sem við “sjáum” eða teljum okkur sjá en vitum jafnframt að það telst ekki til veruleikans kringum okkur. Þar á meðal eru sjóntruflanir, skynvillur, ofsjónir, draumar, hugsýnir, minningar og svo framvegis. Við sjáum ekki að það sé brýnna eða mikilvægara við þessar aðstæður að sannfæra sjálfan sig um að maður hafi séð áru heldur en ýmislegt annað af þessum toga.

Höfundur þakkar Eyju Margréti Brynjarsdóttur skemmtilegar og gagnlegar umræður um þetta svar.

Mynd af áruhjúp: IronPalm.com

Ljósmyndir: Metatones...