Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum?

Árni Helgason

Þessi hugtök eru ekki mjög nákvæmlega afmörkuð en á þeim er þó ákveðinn munur. Þegar herlögum er beitt tekur herlið viðkomandi þjóðar að miklu eða öllu leyti yfir starfsemi hefðbundinna stjórnvalda og fær mikil völd í hendur. Herlögum er yfirleitt beitt í tengslum við átök, hvort sem er innanlands eða við aðrar þjóðir. Neyðarlög vísa aftur á móti til ákveðinnar löggjafar sem kemur til þegar ófyrirséðir atburðir verða, til dæmis náttúruhamfarir eða óvænt áföll í efnahagslífi. Slík lög veita gjarnan ákveðnar heimildir, til dæmis auknar fjárheimildir til að takast á við þann vanda sem fyrir höndum er eða að tilteknar stofnanir fái auknar valdheimildir vegna ástands sem upp hefur komið.

 

Hugtakið neyðarlög hefur í umræðu undanfarinna mánaða hér á Íslandi fengið nýja merkingu og vísar þá til laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. sem voru sett 6. október 2008. Lögin voru frá upphafi kölluð neyðarlögin og hafa gengið undir því nafni síðan. Þau veittu stjórnvöldum meðal annars heimild til að taka yfir rekstur fjármálafyrirtækja sem lent höfðu í greiðsluerfiðleikum, ásamt því sem fjármálaráðherra fékk tilteknar heimildir til þess að leggja sparisjóði til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu eigin fé hans. Að þessu leyti eru lögin dæmigerð neyðarlög og bera þannig nafn með rentu, það er þeim var ætlað að auðvelda stofnunum ríkisins og stjórnvöldum að bregðast við því neyðarástandi sem skapaðist þegar stórir bankar riðuðu til falls, meðal annars til að tryggja að greiðslumiðlun á landinu færi ekki úr skorðum.


Neyðarlögin svonefndu voru sett 6. október 2008 og þann sama dag ávarpaði Geir Haarde þjóðina.

Lagasetning í neyðaraðstæðum ber oft að með stuttum fyrirvara. Þannig var til að mynda háttað um neyðarlögin frá því í október en mælt var fyrir frumvarpi til laganna síðdegis 6. október og þau samþykkt á þingi um kvöldið. Til þess að slík flýtimeðferð standist þingsköp og málsmeðferðarreglur Alþingis verður að veita svonefnd afbrigði fyrir málinu. Aukinn meirihluta þarf þá til þess að veita afbrigði fyrir meðferð málsins á þingi.

Herlög

 

Herlög og beiting þeirra færa herliði viðkomandi þjóðar mikil völd og gera að verkum að herinn tekur að miklu eða öllu leyti yfir starfsemi hefðbundinna stofnana. Herlögum getur verið beitt til að mynda vegna uppreisnar ákveðinna hópa í samfélaginu eða þá vegna átaka við aðrar þjóðir. Nýlegt dæmi um beitingu herlaga á stríðstímum var til dæmis þegar Ísraelsmenn settu herlög í gildi fyrir norðurhluta landsins árið 2006 þegar til átaka kom við Hezbollah-hreyfinguna frá Líbanon. Sem dæmi um beitingu herlaga vegna átaka innanlands má nefna að í Póllandi árið 1981 var til að mynda ákveðið að beita herlögum til að berja niður uppreisn Samstöðuhreyfingarinnar þar í landi. Sömu aðferðum var beitt í Kína átta árum síðar þegar stúdentar og fleiri stóðu fyrir fjölmennum mótmælum í landinu.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

5.10.2009

Spyrjandi

Hjördís Erna Sigurðardóttir

Tilvísun

Árni Helgason. „Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum?“ Vísindavefurinn, 5. október 2009. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30409.

Árni Helgason. (2009, 5. október). Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30409

Árni Helgason. „Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2009. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30409>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum?
Þessi hugtök eru ekki mjög nákvæmlega afmörkuð en á þeim er þó ákveðinn munur. Þegar herlögum er beitt tekur herlið viðkomandi þjóðar að miklu eða öllu leyti yfir starfsemi hefðbundinna stjórnvalda og fær mikil völd í hendur. Herlögum er yfirleitt beitt í tengslum við átök, hvort sem er innanlands eða við aðrar þjóðir. Neyðarlög vísa aftur á móti til ákveðinnar löggjafar sem kemur til þegar ófyrirséðir atburðir verða, til dæmis náttúruhamfarir eða óvænt áföll í efnahagslífi. Slík lög veita gjarnan ákveðnar heimildir, til dæmis auknar fjárheimildir til að takast á við þann vanda sem fyrir höndum er eða að tilteknar stofnanir fái auknar valdheimildir vegna ástands sem upp hefur komið.

 

Hugtakið neyðarlög hefur í umræðu undanfarinna mánaða hér á Íslandi fengið nýja merkingu og vísar þá til laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. sem voru sett 6. október 2008. Lögin voru frá upphafi kölluð neyðarlögin og hafa gengið undir því nafni síðan. Þau veittu stjórnvöldum meðal annars heimild til að taka yfir rekstur fjármálafyrirtækja sem lent höfðu í greiðsluerfiðleikum, ásamt því sem fjármálaráðherra fékk tilteknar heimildir til þess að leggja sparisjóði til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu eigin fé hans. Að þessu leyti eru lögin dæmigerð neyðarlög og bera þannig nafn með rentu, það er þeim var ætlað að auðvelda stofnunum ríkisins og stjórnvöldum að bregðast við því neyðarástandi sem skapaðist þegar stórir bankar riðuðu til falls, meðal annars til að tryggja að greiðslumiðlun á landinu færi ekki úr skorðum.


Neyðarlögin svonefndu voru sett 6. október 2008 og þann sama dag ávarpaði Geir Haarde þjóðina.

Lagasetning í neyðaraðstæðum ber oft að með stuttum fyrirvara. Þannig var til að mynda háttað um neyðarlögin frá því í október en mælt var fyrir frumvarpi til laganna síðdegis 6. október og þau samþykkt á þingi um kvöldið. Til þess að slík flýtimeðferð standist þingsköp og málsmeðferðarreglur Alþingis verður að veita svonefnd afbrigði fyrir málinu. Aukinn meirihluta þarf þá til þess að veita afbrigði fyrir meðferð málsins á þingi.

Herlög

 

Herlög og beiting þeirra færa herliði viðkomandi þjóðar mikil völd og gera að verkum að herinn tekur að miklu eða öllu leyti yfir starfsemi hefðbundinna stofnana. Herlögum getur verið beitt til að mynda vegna uppreisnar ákveðinna hópa í samfélaginu eða þá vegna átaka við aðrar þjóðir. Nýlegt dæmi um beitingu herlaga á stríðstímum var til dæmis þegar Ísraelsmenn settu herlög í gildi fyrir norðurhluta landsins árið 2006 þegar til átaka kom við Hezbollah-hreyfinguna frá Líbanon. Sem dæmi um beitingu herlaga vegna átaka innanlands má nefna að í Póllandi árið 1981 var til að mynda ákveðið að beita herlögum til að berja niður uppreisn Samstöðuhreyfingarinnar þar í landi. Sömu aðferðum var beitt í Kína átta árum síðar þegar stúdentar og fleiri stóðu fyrir fjölmennum mótmælum í landinu.

Heimildir:

Mynd:...