Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Stírur (t.d. eye gunk eða sleep crust á ensku) eru í raun storknuð tár. Stírur gegna engu sérstöku hlutverki í sjálfu sér en það gera tár.

Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. Þeir eru álíka stórir og mandla og liggja göng frá þeim sem flytja tár að yfirborði efri augnloka. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna og berast síðan í átt að augnkrókum. Þar eru tvenn göng sem taka við tárunum og flytja í nefgöngin.

Tár eru vatnslausn sem inniheldur sölt, svolítið slím og sýkladrepandi efni nefnt lýsózým. Tárin hreinsa, smyrja og halda augum rökum og koma þar með í veg fyrir að þau þorni þó að þau séu í snertingu við þurrt andrúmsloftið.

Undir venjulegum kringumstæðum hreinsast tár burt með því að gufa upp eða berast í nefgöngin jafnskjótt og þau myndast. Yfir nótt berast tárin í augnkróka eins og venjulega en þar sem augun eru lokuð ná tárin ekki að gufa upp en storkna þar þess í stað og mynda stírur.

Snerti ertandi efni augað örvast tárakirtlar til að framleiða ofgnótt af tárum sem safnast fyrir og hellast um síðir yfir brúnir augnlokanna, það er að segja við grátum til að skola burt ertandi efnið. Þetta er varnarviðbragð til að verja augun.

Menn eru einu dýrin sem geta grátið með tárum til að sýna tilfinningar eins og gleði og sorg. Sem svar við áreiti seftaugaboða verður offramleiðsla á tárum sem endar með því að tár hellast yfir augnlokin og fylla jafnvel nefgöngin af vökva.

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

23.1.2003

Spyrjandi

Ragnar Ríkharðsson, Sigursteinn Rúnarsson, Elín Finnsdóttir, Ólafur Ólafsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3042.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 23. janúar). Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3042

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3042>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær?
Stírur (t.d. eye gunk eða sleep crust á ensku) eru í raun storknuð tár. Stírur gegna engu sérstöku hlutverki í sjálfu sér en það gera tár.

Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. Þeir eru álíka stórir og mandla og liggja göng frá þeim sem flytja tár að yfirborði efri augnloka. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna og berast síðan í átt að augnkrókum. Þar eru tvenn göng sem taka við tárunum og flytja í nefgöngin.

Tár eru vatnslausn sem inniheldur sölt, svolítið slím og sýkladrepandi efni nefnt lýsózým. Tárin hreinsa, smyrja og halda augum rökum og koma þar með í veg fyrir að þau þorni þó að þau séu í snertingu við þurrt andrúmsloftið.

Undir venjulegum kringumstæðum hreinsast tár burt með því að gufa upp eða berast í nefgöngin jafnskjótt og þau myndast. Yfir nótt berast tárin í augnkróka eins og venjulega en þar sem augun eru lokuð ná tárin ekki að gufa upp en storkna þar þess í stað og mynda stírur.

Snerti ertandi efni augað örvast tárakirtlar til að framleiða ofgnótt af tárum sem safnast fyrir og hellast um síðir yfir brúnir augnlokanna, það er að segja við grátum til að skola burt ertandi efnið. Þetta er varnarviðbragð til að verja augun.

Menn eru einu dýrin sem geta grátið með tárum til að sýna tilfinningar eins og gleði og sorg. Sem svar við áreiti seftaugaboða verður offramleiðsla á tárum sem endar með því að tár hellast yfir augnlokin og fylla jafnvel nefgöngin af vökva.

Heimild og mynd:

...