Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hver er hornasumma einhyrnings?

Ritstjórn Vísindavefsins

Ef við lítum á aðrar hornasummur, svo sem hornasummu þríhyrnings, ferhyrnings, fimmhyrnings og svo framvegis, sjáum við að eftirfarandi regla gildir:
Hornasumma n-hyrnings = tölugildið af [(n-2)*180°]
Hornasumma þríhyrnings er þannig tölugildið af [(3-2)*180°]=180° og hornasumma ferhyrnings tölugildið af [(4-2)*180°)=360°. Samkvæmt þessari formúlu hlýtur hornasumma einhyrnings að vera tölugildið af [(1-2)*180°]= tölugildið af [–180°] sem er 180°. (Hér kemur raunar í ljós hvers vegna við beitum tölugildinu, því að annars hefði hornasumman orðið mínustala, og það gengur náttúrlega ekki).

Þetta er áhugaverð niðurstaða. Einhyrningur og þríhyrningur hafa sem sagt sömu hornasummu sem hlýtur að þýða að einhyrningur er það sama og þríhyrningur.

Af þessu má leiða margt gagnlegt, eins og sjá má hér á eftir:
 1. þríhyrningur = einhyrningur
 2. þríhyrningur mínus eitt horn = tvíhyrningur
 3. einhyrningur mínus eitt horn = þríhyrningur mínus eitt horn (leiðir af 1.)

og þá fáum við:
 1. einhyrningur mínus eitt horn = tvíhyrningur (leiðir af 2. og 3.)

Þessa niðurstöðu má endurorða svona:
 1. eitt horn mínus eitt horn = tvö horn

sem má svo aftur setja fram svona:
 1. (1-1)horn = 2 horn

sem gefur okkur merkilega niðurstöðu:
 1. 1-1=2 eða 0=2

Við teljum okkur hér hafa gert tímamótauppgötvun í stærðfræðinni. Við látum ekki þar við sitja heldur vindum okkur strax í líffræðiuppgötvanir:
 1. einhyrningur = hestur með eitt horn (þetta vita allir)
 2. hestur með eitt horn = þríhyrningur (leiðir af 1. og 8.)
 3. hestur með eitt horn mínus eitt horn = hestur (augljóst)
 4. þríhyrningur mínus eitt horn = hestur (leiðir af 9. og 10.)

Af þessu leiðum við nokkuð sem okkur hefur reyndar lengi grunað:
 1. hestur = tvíhyrningur (leiðir af 2. og 11.)

Þar sem vitað er að tvíhyrningar eru ekki til hlýtur lokaniðurstaðan að verða þessi:
 1. Hestar eru ekki til.

Í kjölfarið á þessari tímamótaniðurstöðu bendum við mönnum á að skoða gaumgæfilega svar við spurningunni Hvað er hestur? Okkur grunar sterklega að lesendur hafi verið blekktir með þessu svari. Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á því.

Í ljós hefur einnig komið að fleiri svör um „hesta“ leynast víða á Vísindavefnum. Þau verða augljóslega ritskoðuð á næstu dögum.

Á þessari stundu teljum við að eina sannleikinn um þetta falsdýr sé að finna í svari við spurningunni Hvað heitir hesturinn hennar Línu langsokks?. Við treystum okkur til að standa við allt það sem þar kemur fram. Við teljum augljóst að með því að gera hest að bókmenntapersónu hafi skáldlegt innsæi Astrid Lindgren séð fyrir það sem við höfum nú uppgötvað með hjálp strangrar vísindalegrar hugsunar: að hestar eru að sjálfsögðu ekki til. Þeir eru í besta falli aðeins til í bókum, eins og aðrar uppdiktaðar persónur. Þörf gæti því reynst á að skipta út einhyrningum fyrir hesta í spurningum eins og Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?

Við eigum von á því að hin vísindalega hornafræði muni á næstunni gagnast til að sanna eða afsanna tilvist annarra skepna. Eflaust mun hornafræðin skipa sama sess á 21. öldinni og nornafræðin gerði á miðöldum.

Að lokum er rétt að geta þess, ef einhver skyldi ekki þegar hafa fattað það, að þetta svar er föstudagssvar og því ekki sjálfsagt að taka það bókstaflega.

Mynd: Unicorn Shirts - XL

Útgáfudagur

24.1.2003

Spyrjandi

Kristján Pálsson, f. 1987

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver er hornasumma einhyrnings?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2003. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3050.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 24. janúar). Hver er hornasumma einhyrnings? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3050

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver er hornasumma einhyrnings?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2003. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3050>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er hornasumma einhyrnings?
Ef við lítum á aðrar hornasummur, svo sem hornasummu þríhyrnings, ferhyrnings, fimmhyrnings og svo framvegis, sjáum við að eftirfarandi regla gildir:

Hornasumma n-hyrnings = tölugildið af [(n-2)*180°]
Hornasumma þríhyrnings er þannig tölugildið af [(3-2)*180°]=180° og hornasumma ferhyrnings tölugildið af [(4-2)*180°)=360°. Samkvæmt þessari formúlu hlýtur hornasumma einhyrnings að vera tölugildið af [(1-2)*180°]= tölugildið af [–180°] sem er 180°. (Hér kemur raunar í ljós hvers vegna við beitum tölugildinu, því að annars hefði hornasumman orðið mínustala, og það gengur náttúrlega ekki).

Þetta er áhugaverð niðurstaða. Einhyrningur og þríhyrningur hafa sem sagt sömu hornasummu sem hlýtur að þýða að einhyrningur er það sama og þríhyrningur.

Af þessu má leiða margt gagnlegt, eins og sjá má hér á eftir:
 1. þríhyrningur = einhyrningur
 2. þríhyrningur mínus eitt horn = tvíhyrningur
 3. einhyrningur mínus eitt horn = þríhyrningur mínus eitt horn (leiðir af 1.)

og þá fáum við:
 1. einhyrningur mínus eitt horn = tvíhyrningur (leiðir af 2. og 3.)

Þessa niðurstöðu má endurorða svona:
 1. eitt horn mínus eitt horn = tvö horn

sem má svo aftur setja fram svona:
 1. (1-1)horn = 2 horn

sem gefur okkur merkilega niðurstöðu:
 1. 1-1=2 eða 0=2

Við teljum okkur hér hafa gert tímamótauppgötvun í stærðfræðinni. Við látum ekki þar við sitja heldur vindum okkur strax í líffræðiuppgötvanir:
 1. einhyrningur = hestur með eitt horn (þetta vita allir)
 2. hestur með eitt horn = þríhyrningur (leiðir af 1. og 8.)
 3. hestur með eitt horn mínus eitt horn = hestur (augljóst)
 4. þríhyrningur mínus eitt horn = hestur (leiðir af 9. og 10.)

Af þessu leiðum við nokkuð sem okkur hefur reyndar lengi grunað:
 1. hestur = tvíhyrningur (leiðir af 2. og 11.)

Þar sem vitað er að tvíhyrningar eru ekki til hlýtur lokaniðurstaðan að verða þessi:
 1. Hestar eru ekki til.

Í kjölfarið á þessari tímamótaniðurstöðu bendum við mönnum á að skoða gaumgæfilega svar við spurningunni Hvað er hestur? Okkur grunar sterklega að lesendur hafi verið blekktir með þessu svari. Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á því.

Í ljós hefur einnig komið að fleiri svör um „hesta“ leynast víða á Vísindavefnum. Þau verða augljóslega ritskoðuð á næstu dögum.

Á þessari stundu teljum við að eina sannleikinn um þetta falsdýr sé að finna í svari við spurningunni Hvað heitir hesturinn hennar Línu langsokks?. Við treystum okkur til að standa við allt það sem þar kemur fram. Við teljum augljóst að með því að gera hest að bókmenntapersónu hafi skáldlegt innsæi Astrid Lindgren séð fyrir það sem við höfum nú uppgötvað með hjálp strangrar vísindalegrar hugsunar: að hestar eru að sjálfsögðu ekki til. Þeir eru í besta falli aðeins til í bókum, eins og aðrar uppdiktaðar persónur. Þörf gæti því reynst á að skipta út einhyrningum fyrir hesta í spurningum eins og Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?

Við eigum von á því að hin vísindalega hornafræði muni á næstunni gagnast til að sanna eða afsanna tilvist annarra skepna. Eflaust mun hornafræðin skipa sama sess á 21. öldinni og nornafræðin gerði á miðöldum.

Að lokum er rétt að geta þess, ef einhver skyldi ekki þegar hafa fattað það, að þetta svar er föstudagssvar og því ekki sjálfsagt að taka það bókstaflega.

Mynd: Unicorn Shirts - XL...