Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Fyrirstaðan er ekki meiri en svo að þetta er þegar gert og hefur verið gert í mörg ár í talsvert stórum stíl.

Þeir sem nota rafmagnstannbursta eru að sjálfsögðu að nýta sér þá orkulind sem nýtt er til að framleiða rafmagnið. Hér á Íslandi notum við að mestu leyti orku fallvatna til þess. Þessi orka verður til við það að vatn sem fellur til jarðar á hálendinu rennur síðan til sjávar. Þetta vatn kemur úr andrúmsloftinu, bæði þar sem það þéttist í ský og regndropa og einnig annars staðar. Það kemur inn í andrúmsloftið frá sjó og stöðuvötnum þar sem það gufar upp fyrir áhrif sólarljóssins. Einnig ræður sólarorkan mestu um það, þegar grannt er skoðað, að vatnið lyftist upp í háloftin. Hún veldur sem sé bæði uppgufuninni og lyftingunni og hefur þannig gefið vatninu orkuna sem það skilar aftur þegar það fellur til jarðar og rennur til sjávar.

Orka sólarinnar verður til við kjarnasamruna. Í sólinni renna vetniskjarnar saman og mynda helín, sem hefur næstléttasta atómkjarnann. Um kjarnasamruna verður fjallað nánar í öðrum svörum á Vísindavefnum. En meginatriðið er það að orkan sem við notum hvenær sem við kveikjum á rafmagnstækjum á í raun og veru rætur að rekja til kjarnasamrunans í sólinni.

Þetta á raunar líka við um flestar helstu orkulindir jarðar, aðrar en vatnsorkuna. Kol, olía og gas í jörðu eru til komin við ljóstillífun fyrir ævalöngu og eru þannig sólinni að þakka. Vindorkan væri harla lítil ef sólarinnar nyti ekki við og svo framvegis.

Í rauninni má segja að þeir sem kjósa að bursta tennurnar með "handafli" séu líka að nota sér kjarnasamruna. Orkuna sem við notum í líkama okkar má sem sé líka rekja til sólarinnar þegar upp er staðið.

Ef spyrjandi á sérstaklega við beislaðan kjarnasamruna af manna völdum er svarið frekar einfalt: Um leið og mönnum tekst að beisla samrunann til orkuframleiðslu verður slíkur samruni notaður til tannburstunar, því að varla munu menn fara að henda rafmagnstannburstunum sínum við þetta!

Um horfurnar á beislun kjarnasamrunans hér á jörðinni er fjallað í svari Jóns Tómasar Guðmundssonar við spurningunni Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Myndir:
  • Amazon.com - mynd af rafmagnstannbursta. Sótt 22. 6. 2011
  • Esquire - mynd af manni að bursta tennurnar. Sótt 22. 6. 2011

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.3.2000

Spyrjandi

Guðlaugur Jóhannesson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2000. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=306.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 29. mars). Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=306

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2000. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=306>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar?
Fyrirstaðan er ekki meiri en svo að þetta er þegar gert og hefur verið gert í mörg ár í talsvert stórum stíl.

Þeir sem nota rafmagnstannbursta eru að sjálfsögðu að nýta sér þá orkulind sem nýtt er til að framleiða rafmagnið. Hér á Íslandi notum við að mestu leyti orku fallvatna til þess. Þessi orka verður til við það að vatn sem fellur til jarðar á hálendinu rennur síðan til sjávar. Þetta vatn kemur úr andrúmsloftinu, bæði þar sem það þéttist í ský og regndropa og einnig annars staðar. Það kemur inn í andrúmsloftið frá sjó og stöðuvötnum þar sem það gufar upp fyrir áhrif sólarljóssins. Einnig ræður sólarorkan mestu um það, þegar grannt er skoðað, að vatnið lyftist upp í háloftin. Hún veldur sem sé bæði uppgufuninni og lyftingunni og hefur þannig gefið vatninu orkuna sem það skilar aftur þegar það fellur til jarðar og rennur til sjávar.

Orka sólarinnar verður til við kjarnasamruna. Í sólinni renna vetniskjarnar saman og mynda helín, sem hefur næstléttasta atómkjarnann. Um kjarnasamruna verður fjallað nánar í öðrum svörum á Vísindavefnum. En meginatriðið er það að orkan sem við notum hvenær sem við kveikjum á rafmagnstækjum á í raun og veru rætur að rekja til kjarnasamrunans í sólinni.

Þetta á raunar líka við um flestar helstu orkulindir jarðar, aðrar en vatnsorkuna. Kol, olía og gas í jörðu eru til komin við ljóstillífun fyrir ævalöngu og eru þannig sólinni að þakka. Vindorkan væri harla lítil ef sólarinnar nyti ekki við og svo framvegis.

Í rauninni má segja að þeir sem kjósa að bursta tennurnar með "handafli" séu líka að nota sér kjarnasamruna. Orkuna sem við notum í líkama okkar má sem sé líka rekja til sólarinnar þegar upp er staðið.

Ef spyrjandi á sérstaklega við beislaðan kjarnasamruna af manna völdum er svarið frekar einfalt: Um leið og mönnum tekst að beisla samrunann til orkuframleiðslu verður slíkur samruni notaður til tannburstunar, því að varla munu menn fara að henda rafmagnstannburstunum sínum við þetta!

Um horfurnar á beislun kjarnasamrunans hér á jörðinni er fjallað í svari Jóns Tómasar Guðmundssonar við spurningunni Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Myndir:
  • Amazon.com - mynd af rafmagnstannbursta. Sótt 22. 6. 2011
  • Esquire - mynd af manni að bursta tennurnar. Sótt 22. 6. 2011
...