Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mark að draumum?

Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson

Hér er svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hver er raunveruleg skýring á því að ekki sé hægt að sjá framtíðina í draumum? (Tryggvi Björgvinsson)
  • Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar? (síðari hluta svarað hér en fyrri hluta er áður svarað; Gunnar Helgi Guðjónsson og fleiri)
  • Geta draumar verið viðvörun, ef fleiri en einn dreymir sama drauminn? (Anton Hrannarsson)
„Ekki er mark að draumum“ sagði Þorsteinn Egilsson á Borg í Gunnlaugs sögu ormstungu þegar hann var beðinn að segja frá draumi sem hann hafði dreymt. Þorsteinn var auðvitað að tala um hug sér enda segir hann síðan frá draumnum og hann var ráðinn sem forsögn um ævi og ástir Helgu dóttur hans sem þá var í móðurkviði.



Margir virðast halda að draumar teljist til yfirnáttúrlegra hluta, samanber svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri? Samkvæmt þekkingu og vísindum nútímans, þar á meðal rannsóknum á svefni og kenningum Freuds og annarra um undirvitund eða dulvitund, eru draumar hins vegar ekki yfirnáttúrlegir frekar en önnur starfsemi mannshugans, svo sem beinar hugsanir.

Rithöfundum allra alda hefur verið fullljóst að draumar fela í sér ýmiss konar boðskap og forsagnir, þar á meðal um óorðna hluti eða áður óþekkta. Þetta kemur meðal annars glöggt fram í Íslendingasögunum þar sem draumum er gert hátt undir höfði. Þar er á hinn bóginn ekki hampað ýmsum hlutum sem teljast til hins yfirnáttúrlega að okkar mati nú á dögum. Má þó vera að gert sé fullmikið úr forsagnargildi drauma, til dæmis í sögunni um draum Þorsteins á Borg, en líta má á það sem listræna stílfærslu svipað og í sögunni um spádóma Njáls á Bergþórshvoli sem við höfum nefnt í svari okkar við spurningunni Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?

Um forsagnargildi er margt sameiginlegt með draumum annars vegar og hins vegar spádómum yfirleitt, samanber aftur fyrrnefnt svar um spádóma og marktækni þeirra. Við vitum að vísu ekki til þess að fólk taki við beiðnum um að láta sig dreyma um eitthvað sérstakt og segi svo frá draumnum gegn gjaldi, en að öðru leyti er þarna býsna margt á sömu leið.

Þannig dreymir margt fólk marga drauma, þar á meðal ýmsa sem má með einhverjum hætti túlka sem forsögn eða hugboð um framtíðina eða hið óþekkta. Hins vegar leggur fólk í fyrstu umferð eðlilega helst á minnið þá drauma sem virðast líklegir til að standast, og í annarri umferð beinast kraftar minnisins að draumum sem teljast hafa ræst. Einnig eru draumar oft óljósir eða loðnir þannig að þá má túlka á marga vegu, og margir hneigjast þá til að túlka þá á jákvæðasta veg gagnvart veruleikanum sem síðar kemur í ljós. Allt er þetta svipað og segja má um spádóma almennt.



Úr því að sumir menn virðast öðrum fremur drjúgir við að spá um framtíðina í vöku má einnig búast við að draumum manna sé misjafnlega farið að þessu leyti; menn dreymi misskýra og -glögga drauma sem beinist í mismunandi mæli að framtíðinni, og menn séu líka misgóðir í að túlka drauma og ráða í þá spádóma sem í þeim kunna að felast.

Forsagnargildi drauma byggist á því að í þeim er meðal annars unnið úr reynslu okkar og athugunum sem eru sumar hverjar ómeðvitaðar sem kallað er; þær fara fram án þess að við vitum beinlínis af því, það er að segja á vitundarstigi sem hugurinn hefur ekki beinan aðgang að frekar en við höfum beinan aðgang að óravíddum geimsins.

Úrvinnsla reynslunnar fer sömuleiðis fram í undirvitundinni og færist oft yfir í ýmiss konar tákn. Efni drauma beinist oft að því sem hugurinn er að glíma við í vöku og draumar geta hjálpað okkur að ráða fram úr vandamálum og áhyggjuefnum. Sömuleiðist er ekkert yfirnáttúrlegt við það að úrvinnsla úr reynslu leiði til forsagna um framtíðina, rétt eins og í spádómum vökunnar hjá mönnum sem eru „forvitrir sem Njáll“.

Hitt er auðvitað eðlilegt að spásagnir úr draumum væru taldar yfirnáttúrlegar eða óskiljanlegar fyrr á öldum á sama hátt og eldgos, þrumur og eldingar eða lækningar á skæðum sjúkdómum.



En það getur líka verið mark að draumum á margan annan hátt en þann að í þeim felist spásagnir um óorðna eða óþekkta hluti. Þeir geta til dæmis sagt okkur ýmislegt um sálarástand þess sem dreymir, tilfinningar, áhyggjur og verkefni, fjölskyldu og vini. Draumar fólks eru raunar afar margvíslegir ef að er gáð, ýmist þægilegir, marklausir, rugl, hvíldardraumar, spennudraumar eða martraðir. Svo eru líka til tilvistardraumar sem varða stöðu dreymandans í lífinu almennt og koma reglubundið með sama þema og aðstæðum. Ekki er sýnileg nein ástæða til að ætla að þessir margbreytilegu draumar séu sérstaklega marklausir frekar en hugsanir okkar yfirleitt. Því skyldi ekki geta verið fróðlegt, skemmtilegt og frjótt að velta þessum draumum fyrir sér?

Í meðferðarfræðum og klíniskri vinnu er nú á dögum litið á frásagnir af draumum sem aðgang eða lykil að upplýsingum úr dulvitundinni með táknrænum vísunum. Þetta eru þá tákn eða symból, eins konar felumyndir um það sem er að gerjast í huganum varðandi eigið líf. Í draumnum er oft „leyfilegt“ að hafa eða upplifa óskir og þrár sem hin meðvitaða dómgreind eða siðgæðsimat viðurkennir ekki. Dreymandinn getur þannig deilt með öðrum innihaldi draums um efni sem hann hefur ekki (meðvitaðan) aðgang að eða getur ekki tjáð með öðrum hætti. Þetta er tengt tilfinningalífinu og efniviður draumsins getur þannig auðveldað úrvinnslu úr ýmsum togstreitum, ekki aðeins í snúnum tilfinnningamálum heldur meðal annars oft um ákvarðanatöku, stefnu eða stöðu í málum, bæði í einkalífi og starfi.

Í meðferðarsamtalinu er því hlustað sérstaklega eftir þeim boðskap sem dreymandinn skynjar sjálfur og honum hjálpað með greinandi spurningum til að leita eftir sinni eigin tilfinningu og líðan varðandi „boðskapinn“. Þetta er að sjálfsögðu huglægt og persónulegt enda notað þannig. Í gegnum þessa samsköpun mótast skilningur og túlkun sem nota má til að setja fram tilgátur um samhengi þessara vitundarstiga (hugsun og dulvitund) og þannig skapa forsendur til að draga meðvitaðar og vandaðar ályktanir sem hjálpa skjólstæðingnum fram á veginn.

Svar okkar við spurningunni má því draga saman á þann veg að víst er mark að draumum. Galdurinn er bara sá að finna og skilja með hvaða hætti á að taka mark á þeim hverju sinni.

Höfundar þakka Eyju Margréti Brynjarsdóttur umræður um efni svarsins.

Önnur svör um svipuð efni:

Myndir:

Hefnd Gullfisksins: ArtsEdNet

Draumurinn: bafa & arts dialogue

Falski spegillinn: The Museum of Modern Art

Draumurinn eftir Frida Kahlo: University of Wisconsin-River Falls

Höfundar

Sigrún Júlíusdóttir

prófessor í félagsráðgjöf við HÍ

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.1.2003

Spyrjandi

Tryggvi Björgvinsson

Tilvísun

Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er mark að draumum?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2003, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3082.

Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 29. janúar). Er mark að draumum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3082

Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er mark að draumum?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2003. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3082>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er mark að draumum?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hver er raunveruleg skýring á því að ekki sé hægt að sjá framtíðina í draumum? (Tryggvi Björgvinsson)
  • Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar? (síðari hluta svarað hér en fyrri hluta er áður svarað; Gunnar Helgi Guðjónsson og fleiri)
  • Geta draumar verið viðvörun, ef fleiri en einn dreymir sama drauminn? (Anton Hrannarsson)
„Ekki er mark að draumum“ sagði Þorsteinn Egilsson á Borg í Gunnlaugs sögu ormstungu þegar hann var beðinn að segja frá draumi sem hann hafði dreymt. Þorsteinn var auðvitað að tala um hug sér enda segir hann síðan frá draumnum og hann var ráðinn sem forsögn um ævi og ástir Helgu dóttur hans sem þá var í móðurkviði.



Margir virðast halda að draumar teljist til yfirnáttúrlegra hluta, samanber svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri? Samkvæmt þekkingu og vísindum nútímans, þar á meðal rannsóknum á svefni og kenningum Freuds og annarra um undirvitund eða dulvitund, eru draumar hins vegar ekki yfirnáttúrlegir frekar en önnur starfsemi mannshugans, svo sem beinar hugsanir.

Rithöfundum allra alda hefur verið fullljóst að draumar fela í sér ýmiss konar boðskap og forsagnir, þar á meðal um óorðna hluti eða áður óþekkta. Þetta kemur meðal annars glöggt fram í Íslendingasögunum þar sem draumum er gert hátt undir höfði. Þar er á hinn bóginn ekki hampað ýmsum hlutum sem teljast til hins yfirnáttúrlega að okkar mati nú á dögum. Má þó vera að gert sé fullmikið úr forsagnargildi drauma, til dæmis í sögunni um draum Þorsteins á Borg, en líta má á það sem listræna stílfærslu svipað og í sögunni um spádóma Njáls á Bergþórshvoli sem við höfum nefnt í svari okkar við spurningunni Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?

Um forsagnargildi er margt sameiginlegt með draumum annars vegar og hins vegar spádómum yfirleitt, samanber aftur fyrrnefnt svar um spádóma og marktækni þeirra. Við vitum að vísu ekki til þess að fólk taki við beiðnum um að láta sig dreyma um eitthvað sérstakt og segi svo frá draumnum gegn gjaldi, en að öðru leyti er þarna býsna margt á sömu leið.

Þannig dreymir margt fólk marga drauma, þar á meðal ýmsa sem má með einhverjum hætti túlka sem forsögn eða hugboð um framtíðina eða hið óþekkta. Hins vegar leggur fólk í fyrstu umferð eðlilega helst á minnið þá drauma sem virðast líklegir til að standast, og í annarri umferð beinast kraftar minnisins að draumum sem teljast hafa ræst. Einnig eru draumar oft óljósir eða loðnir þannig að þá má túlka á marga vegu, og margir hneigjast þá til að túlka þá á jákvæðasta veg gagnvart veruleikanum sem síðar kemur í ljós. Allt er þetta svipað og segja má um spádóma almennt.



Úr því að sumir menn virðast öðrum fremur drjúgir við að spá um framtíðina í vöku má einnig búast við að draumum manna sé misjafnlega farið að þessu leyti; menn dreymi misskýra og -glögga drauma sem beinist í mismunandi mæli að framtíðinni, og menn séu líka misgóðir í að túlka drauma og ráða í þá spádóma sem í þeim kunna að felast.

Forsagnargildi drauma byggist á því að í þeim er meðal annars unnið úr reynslu okkar og athugunum sem eru sumar hverjar ómeðvitaðar sem kallað er; þær fara fram án þess að við vitum beinlínis af því, það er að segja á vitundarstigi sem hugurinn hefur ekki beinan aðgang að frekar en við höfum beinan aðgang að óravíddum geimsins.

Úrvinnsla reynslunnar fer sömuleiðis fram í undirvitundinni og færist oft yfir í ýmiss konar tákn. Efni drauma beinist oft að því sem hugurinn er að glíma við í vöku og draumar geta hjálpað okkur að ráða fram úr vandamálum og áhyggjuefnum. Sömuleiðist er ekkert yfirnáttúrlegt við það að úrvinnsla úr reynslu leiði til forsagna um framtíðina, rétt eins og í spádómum vökunnar hjá mönnum sem eru „forvitrir sem Njáll“.

Hitt er auðvitað eðlilegt að spásagnir úr draumum væru taldar yfirnáttúrlegar eða óskiljanlegar fyrr á öldum á sama hátt og eldgos, þrumur og eldingar eða lækningar á skæðum sjúkdómum.



En það getur líka verið mark að draumum á margan annan hátt en þann að í þeim felist spásagnir um óorðna eða óþekkta hluti. Þeir geta til dæmis sagt okkur ýmislegt um sálarástand þess sem dreymir, tilfinningar, áhyggjur og verkefni, fjölskyldu og vini. Draumar fólks eru raunar afar margvíslegir ef að er gáð, ýmist þægilegir, marklausir, rugl, hvíldardraumar, spennudraumar eða martraðir. Svo eru líka til tilvistardraumar sem varða stöðu dreymandans í lífinu almennt og koma reglubundið með sama þema og aðstæðum. Ekki er sýnileg nein ástæða til að ætla að þessir margbreytilegu draumar séu sérstaklega marklausir frekar en hugsanir okkar yfirleitt. Því skyldi ekki geta verið fróðlegt, skemmtilegt og frjótt að velta þessum draumum fyrir sér?

Í meðferðarfræðum og klíniskri vinnu er nú á dögum litið á frásagnir af draumum sem aðgang eða lykil að upplýsingum úr dulvitundinni með táknrænum vísunum. Þetta eru þá tákn eða symból, eins konar felumyndir um það sem er að gerjast í huganum varðandi eigið líf. Í draumnum er oft „leyfilegt“ að hafa eða upplifa óskir og þrár sem hin meðvitaða dómgreind eða siðgæðsimat viðurkennir ekki. Dreymandinn getur þannig deilt með öðrum innihaldi draums um efni sem hann hefur ekki (meðvitaðan) aðgang að eða getur ekki tjáð með öðrum hætti. Þetta er tengt tilfinningalífinu og efniviður draumsins getur þannig auðveldað úrvinnslu úr ýmsum togstreitum, ekki aðeins í snúnum tilfinnningamálum heldur meðal annars oft um ákvarðanatöku, stefnu eða stöðu í málum, bæði í einkalífi og starfi.

Í meðferðarsamtalinu er því hlustað sérstaklega eftir þeim boðskap sem dreymandinn skynjar sjálfur og honum hjálpað með greinandi spurningum til að leita eftir sinni eigin tilfinningu og líðan varðandi „boðskapinn“. Þetta er að sjálfsögðu huglægt og persónulegt enda notað þannig. Í gegnum þessa samsköpun mótast skilningur og túlkun sem nota má til að setja fram tilgátur um samhengi þessara vitundarstiga (hugsun og dulvitund) og þannig skapa forsendur til að draga meðvitaðar og vandaðar ályktanir sem hjálpa skjólstæðingnum fram á veginn.

Svar okkar við spurningunni má því draga saman á þann veg að víst er mark að draumum. Galdurinn er bara sá að finna og skilja með hvaða hætti á að taka mark á þeim hverju sinni.

Höfundar þakka Eyju Margréti Brynjarsdóttur umræður um efni svarsins.

Önnur svör um svipuð efni:

Myndir:

Hefnd Gullfisksins: ArtsEdNet

Draumurinn: bafa & arts dialogue

Falski spegillinn: The Museum of Modern Art

Draumurinn eftir Frida Kahlo: University of Wisconsin-River Falls...