Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má breyta nafninu sínu algjörlega?

Jón Elvar Guðmundsson

Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heimilt að leyfa breytingu á eiginnafni og/eða millinafni, þar með talið að taka nafn eða nöfn til viðbótar því eða þeim sem einstaklingur ber eða fella niður nafn eða nöfn sem hann ber ef telja verður að ástæður mæli með því.

Sé einnig vilji til að taka upp nýtt kenninafn þá getur dómsmálaráðherra heimilað það, ef telja verður að gildar ástæður mæli með því.

Rétt er að vekja athygli á því að skilyrðin til breytinga á nafni eru ekki þau sömu varðandi eiginnafn og millinafn annars vegar og kenninafn hins vegar. Þegar núgildandi lög tóku gildi var heimild til breytinga á eiginnafni og millinafni rýmkuð, eina skilyrðið er að ástæður mæli með því. Áður þurfti til gildar ástæður.

Af greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum um mannanöfn má ráða að lítið þarf til svo heimilt sé að breyta eiginnafni og millinafni. Líklegt er að vilji viðkomandi einstaklings til að breyta nafni sínu teljist nægja til þess að breyting sé heimiluð.

Stífari skilyrði er sett um breytingu kenninafns, það er að segja að gildar ástæður þarf til. Ekki er hægt að fullyrða um allar ástæður sem teljast gildar eða útlista þær svo tæmandi sé. Hins vegar virðist mega ráða af áðurnefndu frumvarpi að kenninafn einstaklings þurfi að valda honum einhvers konar vandræðum, til dæmis ef það tengir hann við þekktan glæpamann eða er svo sjaldgæft eða klaufalegt að til vandræða horfi.

Í báðum tilvikum á það þó við að nafnabreytingar eru aðeins heimilaðar einu sinni nema sérstaklega standi á.

Breyting eiginnafns og/eða millinafns einstaklings undir 18 ára aldri er háð samþykki forsjármanna. Breyting kenninafns einstaklings undir 18 ára aldri er ekki heimilt nema í tilvikum þegar breyting er á hjúskaparstöðu foreldra, barn er tekið í fóstur eða það ættleitt, svo og ef kenna á barn við móður í stað föður (eða öfugt).

Heimild
  • Þingskjal 73, 73. mál, 120 löggjafarþing.

Höfundur

héraðsdómslögmaður (hdl.)

Útgáfudagur

30.1.2003

Spyrjandi

Stella Björt Gunnarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Elvar Guðmundsson. „Má breyta nafninu sínu algjörlega?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2003, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3083.

Jón Elvar Guðmundsson. (2003, 30. janúar). Má breyta nafninu sínu algjörlega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3083

Jón Elvar Guðmundsson. „Má breyta nafninu sínu algjörlega?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2003. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3083>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má breyta nafninu sínu algjörlega?
Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heimilt að leyfa breytingu á eiginnafni og/eða millinafni, þar með talið að taka nafn eða nöfn til viðbótar því eða þeim sem einstaklingur ber eða fella niður nafn eða nöfn sem hann ber ef telja verður að ástæður mæli með því.

Sé einnig vilji til að taka upp nýtt kenninafn þá getur dómsmálaráðherra heimilað það, ef telja verður að gildar ástæður mæli með því.

Rétt er að vekja athygli á því að skilyrðin til breytinga á nafni eru ekki þau sömu varðandi eiginnafn og millinafn annars vegar og kenninafn hins vegar. Þegar núgildandi lög tóku gildi var heimild til breytinga á eiginnafni og millinafni rýmkuð, eina skilyrðið er að ástæður mæli með því. Áður þurfti til gildar ástæður.

Af greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum um mannanöfn má ráða að lítið þarf til svo heimilt sé að breyta eiginnafni og millinafni. Líklegt er að vilji viðkomandi einstaklings til að breyta nafni sínu teljist nægja til þess að breyting sé heimiluð.

Stífari skilyrði er sett um breytingu kenninafns, það er að segja að gildar ástæður þarf til. Ekki er hægt að fullyrða um allar ástæður sem teljast gildar eða útlista þær svo tæmandi sé. Hins vegar virðist mega ráða af áðurnefndu frumvarpi að kenninafn einstaklings þurfi að valda honum einhvers konar vandræðum, til dæmis ef það tengir hann við þekktan glæpamann eða er svo sjaldgæft eða klaufalegt að til vandræða horfi.

Í báðum tilvikum á það þó við að nafnabreytingar eru aðeins heimilaðar einu sinni nema sérstaklega standi á.

Breyting eiginnafns og/eða millinafns einstaklings undir 18 ára aldri er háð samþykki forsjármanna. Breyting kenninafns einstaklings undir 18 ára aldri er ekki heimilt nema í tilvikum þegar breyting er á hjúskaparstöðu foreldra, barn er tekið í fóstur eða það ættleitt, svo og ef kenna á barn við móður í stað föður (eða öfugt).

Heimild
  • Þingskjal 73, 73. mál, 120 löggjafarþing.
...