En það er hins vegar ekki nauðsynlegt að skilja orðið „náttúrulegt“ þessum skilningi. Það er einnig mögulegt að skilja orðið þannig að það sé náttúrulegt að kettir veiði mýs ef og aðeins ef villtir kettir veiði mýs úti í náttúrunni án mannlegra afskipta, hvort sem þeim er það í blóð borið eða læra það af mæðrum sínum þegar þeir eru kettlingar. Með öðrum orðum er það eðlilegt sem er eins og það er frá náttúrunnar hendi án mannlegra afskipta. Í sama skilningi mætti líka segja að það væri óeðlilegt að ljón og tígrisdýr eigi saman afkvæmi af því að slíkt gerist ekki í náttúrunni án mannlegra afskipta – en þó hefur mönnum tekist að rækta tígrisljón og ljóntígra (eða tígona og lígera). Orðin „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ eru vitaskuld ekki einungis notuð um hegðun. Það væri einnig hægt að segja „Það er óeðlilegt að fæðast með klofinn hrygg“. Hér er orðið ef til vill einnig notað í náttúrulegum skilningi með einhvers konar heilbrigðisívafi. Það er að segja, hugmyndin sem liggur að baki slíkri fullyrðingu gæti verið sú að mannskepnan sé einfaldlega þannig úr garði gerð af náttúrunnar hendi að börn fæðist ekki með klofinn hrygg og að það hefði eitthvað farið úrskeiðis ef það gerðist enda eru börn sem fæðast með klofinn hrygg ekki heilbrigð. Hugmyndin er í grófum dráttum sú sama og reifuð var hér að ofan: Það er eðlilegt sem er eins og það er frá náttúrunnar hendi þegar ekkert hefur farið úrskeiðis. Það telst hafa farið úrskeiðis þegar einstaklingur er ekki heilbrigður. Ef einhver segði á hinn bóginn „Það er eðlilegt að fæðast með tíu fingur“ er ekki hægt að skilja orðið sama skilningi enda er einstaklingur sem fæðist með fleiri eða færri fingur en tíu ekki óheilbrigður. Enn fremur er það ekki vegna mannlegra afskipta að einhver fæðist með til dæmis ellefu fingur. Hér verður að skilja orðin tölfræðilegum skilningi. Það er að segja Það er eðlilegt að fæðast með tíu fingur einfaldlega af því að langflestir fæðast með tíu fingur. Hugsanlega er hinn náttúrulegi skilningur orðanna á endanum ekkert annað en tölfræðilegur skilningur. Það er að segja, við segjum að eitthvað sé náttúrulegt eða að það sé svona eða hinsegin af náttúrunnar hendi einfaldlega af því að þannig er það langoftast. Víkjum nú að efni spurningarinnar. Í vissum skilningi gera hugtökin eðlilegt og óeðlilegt ráð hvort fyrir öðru en það er ekki þar með sagt að bæði hugtökin þurfi að eiga við um eitthvað sem er til. Sjálf hugmyndin um að eitthvað sé eðlilegt – hvort sem það er í náttúrulegum eða tölfræðilegum skilningi þess orðs – væri ekki skiljanleg ef við hefðum enga hugmynd um hvernig eitthvað þyrfti að vera til þess að teljast óeðlilegt. Við skiljum til dæmis hvað átt er við þegar sagt er að það sé eðlilegt að kettir veiði mýs af því að við vitum að um leið hvernig köttur þyrfti að vera til þess að teljast óeðlilegur samkvæmt því. Með öðrum orðum vitum við í hverju frávikið myndi felast. En það er ekki þar með sagt að það verði að vera eitthvað til í raun sem er óeðlilegt til þess að eitthvað annað geti verið eðlilegt. Ef það er til dæmis eðlilegt að kettir veiði mýs, þá er ekki þar með sagt að það verði að vera til að minnsta kosti einn köttur sem hefur ekki tilhneigingu til þess að veiða mýs til þess að allir hinir teljist eðlilegir. Eða ef það er eðlilegt að fæðast með tvö augu, þá er ekki þar með sagt að það verði að minnsta kosti einhver einn að hafa fæðst með annaðhvort eitt auga eða þrjú eða fleiri augu til þess að allir hinir séu eðlilegir. Með öðrum orðum má segja að til þess að skilja hvað er fólgið í því að vera stak í mengi eðlilegra hluta verðum við einnig að skilja hvað myndi felast í því að vera stak í mengi óeðlilegra hluta; en mengi óeðlilegra hluta gæti samt sem áður verið tómt mengi. Myndir:
Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?
En það er hins vegar ekki nauðsynlegt að skilja orðið „náttúrulegt“ þessum skilningi. Það er einnig mögulegt að skilja orðið þannig að það sé náttúrulegt að kettir veiði mýs ef og aðeins ef villtir kettir veiði mýs úti í náttúrunni án mannlegra afskipta, hvort sem þeim er það í blóð borið eða læra það af mæðrum sínum þegar þeir eru kettlingar. Með öðrum orðum er það eðlilegt sem er eins og það er frá náttúrunnar hendi án mannlegra afskipta. Í sama skilningi mætti líka segja að það væri óeðlilegt að ljón og tígrisdýr eigi saman afkvæmi af því að slíkt gerist ekki í náttúrunni án mannlegra afskipta – en þó hefur mönnum tekist að rækta tígrisljón og ljóntígra (eða tígona og lígera). Orðin „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ eru vitaskuld ekki einungis notuð um hegðun. Það væri einnig hægt að segja „Það er óeðlilegt að fæðast með klofinn hrygg“. Hér er orðið ef til vill einnig notað í náttúrulegum skilningi með einhvers konar heilbrigðisívafi. Það er að segja, hugmyndin sem liggur að baki slíkri fullyrðingu gæti verið sú að mannskepnan sé einfaldlega þannig úr garði gerð af náttúrunnar hendi að börn fæðist ekki með klofinn hrygg og að það hefði eitthvað farið úrskeiðis ef það gerðist enda eru börn sem fæðast með klofinn hrygg ekki heilbrigð. Hugmyndin er í grófum dráttum sú sama og reifuð var hér að ofan: Það er eðlilegt sem er eins og það er frá náttúrunnar hendi þegar ekkert hefur farið úrskeiðis. Það telst hafa farið úrskeiðis þegar einstaklingur er ekki heilbrigður. Ef einhver segði á hinn bóginn „Það er eðlilegt að fæðast með tíu fingur“ er ekki hægt að skilja orðið sama skilningi enda er einstaklingur sem fæðist með fleiri eða færri fingur en tíu ekki óheilbrigður. Enn fremur er það ekki vegna mannlegra afskipta að einhver fæðist með til dæmis ellefu fingur. Hér verður að skilja orðin tölfræðilegum skilningi. Það er að segja Það er eðlilegt að fæðast með tíu fingur einfaldlega af því að langflestir fæðast með tíu fingur. Hugsanlega er hinn náttúrulegi skilningur orðanna á endanum ekkert annað en tölfræðilegur skilningur. Það er að segja, við segjum að eitthvað sé náttúrulegt eða að það sé svona eða hinsegin af náttúrunnar hendi einfaldlega af því að þannig er það langoftast. Víkjum nú að efni spurningarinnar. Í vissum skilningi gera hugtökin eðlilegt og óeðlilegt ráð hvort fyrir öðru en það er ekki þar með sagt að bæði hugtökin þurfi að eiga við um eitthvað sem er til. Sjálf hugmyndin um að eitthvað sé eðlilegt – hvort sem það er í náttúrulegum eða tölfræðilegum skilningi þess orðs – væri ekki skiljanleg ef við hefðum enga hugmynd um hvernig eitthvað þyrfti að vera til þess að teljast óeðlilegt. Við skiljum til dæmis hvað átt er við þegar sagt er að það sé eðlilegt að kettir veiði mýs af því að við vitum að um leið hvernig köttur þyrfti að vera til þess að teljast óeðlilegur samkvæmt því. Með öðrum orðum vitum við í hverju frávikið myndi felast. En það er ekki þar með sagt að það verði að vera eitthvað til í raun sem er óeðlilegt til þess að eitthvað annað geti verið eðlilegt. Ef það er til dæmis eðlilegt að kettir veiði mýs, þá er ekki þar með sagt að það verði að vera til að minnsta kosti einn köttur sem hefur ekki tilhneigingu til þess að veiða mýs til þess að allir hinir teljist eðlilegir. Eða ef það er eðlilegt að fæðast með tvö augu, þá er ekki þar með sagt að það verði að minnsta kosti einhver einn að hafa fæðst með annaðhvort eitt auga eða þrjú eða fleiri augu til þess að allir hinir séu eðlilegir. Með öðrum orðum má segja að til þess að skilja hvað er fólgið í því að vera stak í mengi eðlilegra hluta verðum við einnig að skilja hvað myndi felast í því að vera stak í mengi óeðlilegra hluta; en mengi óeðlilegra hluta gæti samt sem áður verið tómt mengi. Myndir:
Útgáfudagur
14.7.2008
Spyrjandi
Hlynur Davíð Hlynsson, f. 1991
Tilvísun
Geir Þ. Þórarinsson. „Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2008, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30883.
Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 14. júlí). Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30883
Geir Þ. Þórarinsson. „Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2008. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30883>.