Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaFélagsvísindiLögfræðiEf maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?
Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl. 20 á kvöldin og unglingar á aldrinum 13-16 ára eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl. 22 á kvöldin.
Yfir sumartímann, frá 1. maí til 1. september, er útivistartíminn lengdur um tvær klukkustundir. Í 94. gr. er fjallað um þær skyldur sem foreldrar og forráðamenn hafa að gegna í þessum málefnum og eru fólk skyldað til að framfylgja þessum lögum.
Telja má að tímamörkin séu ákveðið viðmið, auðvitað eru börn ekki skylduð til að vera úti allan þennan tíma og ef foreldri telur að hagmunum barns síns sé betur varið ef það kemur inn fyrr á kvöldin þá á barnið eða unglingurinn að hlíta því, þó svo að lögin tali um að barnið megi vera lengur úti.
Hvað varðar önnur mörk á þessum útvistartíma þá er ekki skilgreint, hvorki í lögum né reglugerðum með beinum hætti hvenær óhætt eða leyfilegt sé að hleypa börnunum út aftur. Hins vegar má finna þess konar tímamörk í ákvæðum um almennan svefnfrið og næturró. Í lögum um fjöleignarhús, nr. 26 frá 1994 segir í 74. gr. að bannað sé að raska svefnfriði og markast sá tími svefnfriðar frá miðnætti til klukkan 7 næsta morgun. Þessi lög gilda bara um fjöleignarhús en telja má út frá þessu sjónarmiði og út frá því að útivistartími unglinga nær aldrei fram yfir miðnætti að miða megi við að klukkan 7 sé leyfilegt að hleypa ungmennunum út.
Magnús Viðar Skúlason. „Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2003, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3092.
Magnús Viðar Skúlason. (2003, 3. febrúar). Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3092
Magnús Viðar Skúlason. „Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2003. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3092>.