Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er landið Katar?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands.

Katar er lítið ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa

Katar er að mestu leyti eyðimörk og gróður er helst að finna í norðurhluta landsins. Yfir sumartímann (júní – september) verður mjög heitt yfir hádaginn og getur hitinn farið upp í allt að 50ºC þegar sólin er hæst á lofti. Á vorin (apríl til maí) og á haustmánuðum (október og nóvember) er meðalhiti á sólahring um 17ºC en yfir veturinn er nokkuð svalara. Úrkoma er mjög lítil eða innan við 75 mm á ári og fellur að mestu yfir vetrartímann. Til samanburðar má áætla að meðalúrkoma á Íslandi árin 1961 – 1990 hafi verið 951 millimetri á ári (sjá svar Ulriku Andersson við spurningu um ársúrkomu á Íslandi).

Al Thani fjölskyldan hefur verið við völd í Katar síðan 1868 þó svo að landið hafi ekki verið sjálfstætt allan þann tíma. Á tímablinu 1871-1913 var Katar hluti af Tyrkjaveldi, að minnsta kosti að nafninu til. Árið 1916 varð landið breskt verndarsvæði en frá 1971 hafa Katarar hins vegar verið sjálfstæðir í öllum sínum málum. Æðsti maður Katar ber titilinn emír og gengur embættið í erfðir. Í dag er Tamim bin Hamad Al Thani emír landsins en hann tók við af föður sínum 2013.

Samkvæmt opinberum tölum frá Katar voru íbúar landsins rétt rúmlega 3 milljónir í október 2022. Inn í þessari tölu eru öll þau sem dvöldu í landinu á þessum tíma óháð þjóðerni og uppruna. Karlar eru í miklum meirihluta eða hátt í þrír fjórðu íbúanna. Skýringin á ójöfnum hlutföllum karla og kvenna liggur í langmestu leyti í því að í gegnum tíðina hefur verið mikil þörf fyrir innflutt vinnuafl í Katar og gera má ráð fyrir að það vinnuafl hafi fyrst og fremst verið karlmenn.

Doha, höfuðborg Katar.

Hinir upphaflegu íbúar Katar voru hirðingjar sem komu frá miðhluta Arabíuskaga. Í dag eru afkomendur þeirra hins vegar aðeins afar lítill hluti Katara, líklega á bilinu 10-12%. Mikill meirihluti íbúanna eru sem sagt innflytjendur eða afkomendur innflytjenda, aðallega frá öðrum Arabíulöndum, Indlandi, Pakistan, Filippseyjum og Nepal svo dæmi séu nefn. Arabíska er opinbert tungumál í Katar en enska er víða notuð. Langflestir íbúanna eru múslímar.

Í dag búa yfir 90% Katara í þéttbýli. Höfuðborg landsins og jafnframt stærsta borgin er Doha á austurströnd Katarskaga. Frá því að olíuvinnsla hófst í Katar rétt fyrir miðja síðustu öld hefur olíuútflutningur verið ein helsta tekjulind landsins. Talið er að olíulindir Katara verði uppurnar fyrir miðja 21. öldina og því hefur verið lögð áhersla á að draga úr mikilvægi olíu fyrir efnahagslífið. Einn liður í því er aukin áhersla á vinnslu jarðgass en áætlað er að Katarar ráði yfir allt að 5% af jarðgasi í heiminum.

Heimildir og myndir:


Svarið var uppfært í nóvember 2022.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.2.2003

Síðast uppfært

23.11.2022

Spyrjandi

Jarþrúður Jónasdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er landið Katar?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2003, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3101.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 5. febrúar). Hvar er landið Katar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3101

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er landið Katar?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2003. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3101>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er landið Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands.

Katar er lítið ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa

Katar er að mestu leyti eyðimörk og gróður er helst að finna í norðurhluta landsins. Yfir sumartímann (júní – september) verður mjög heitt yfir hádaginn og getur hitinn farið upp í allt að 50ºC þegar sólin er hæst á lofti. Á vorin (apríl til maí) og á haustmánuðum (október og nóvember) er meðalhiti á sólahring um 17ºC en yfir veturinn er nokkuð svalara. Úrkoma er mjög lítil eða innan við 75 mm á ári og fellur að mestu yfir vetrartímann. Til samanburðar má áætla að meðalúrkoma á Íslandi árin 1961 – 1990 hafi verið 951 millimetri á ári (sjá svar Ulriku Andersson við spurningu um ársúrkomu á Íslandi).

Al Thani fjölskyldan hefur verið við völd í Katar síðan 1868 þó svo að landið hafi ekki verið sjálfstætt allan þann tíma. Á tímablinu 1871-1913 var Katar hluti af Tyrkjaveldi, að minnsta kosti að nafninu til. Árið 1916 varð landið breskt verndarsvæði en frá 1971 hafa Katarar hins vegar verið sjálfstæðir í öllum sínum málum. Æðsti maður Katar ber titilinn emír og gengur embættið í erfðir. Í dag er Tamim bin Hamad Al Thani emír landsins en hann tók við af föður sínum 2013.

Samkvæmt opinberum tölum frá Katar voru íbúar landsins rétt rúmlega 3 milljónir í október 2022. Inn í þessari tölu eru öll þau sem dvöldu í landinu á þessum tíma óháð þjóðerni og uppruna. Karlar eru í miklum meirihluta eða hátt í þrír fjórðu íbúanna. Skýringin á ójöfnum hlutföllum karla og kvenna liggur í langmestu leyti í því að í gegnum tíðina hefur verið mikil þörf fyrir innflutt vinnuafl í Katar og gera má ráð fyrir að það vinnuafl hafi fyrst og fremst verið karlmenn.

Doha, höfuðborg Katar.

Hinir upphaflegu íbúar Katar voru hirðingjar sem komu frá miðhluta Arabíuskaga. Í dag eru afkomendur þeirra hins vegar aðeins afar lítill hluti Katara, líklega á bilinu 10-12%. Mikill meirihluti íbúanna eru sem sagt innflytjendur eða afkomendur innflytjenda, aðallega frá öðrum Arabíulöndum, Indlandi, Pakistan, Filippseyjum og Nepal svo dæmi séu nefn. Arabíska er opinbert tungumál í Katar en enska er víða notuð. Langflestir íbúanna eru múslímar.

Í dag búa yfir 90% Katara í þéttbýli. Höfuðborg landsins og jafnframt stærsta borgin er Doha á austurströnd Katarskaga. Frá því að olíuvinnsla hófst í Katar rétt fyrir miðja síðustu öld hefur olíuútflutningur verið ein helsta tekjulind landsins. Talið er að olíulindir Katara verði uppurnar fyrir miðja 21. öldina og því hefur verið lögð áhersla á að draga úr mikilvægi olíu fyrir efnahagslífið. Einn liður í því er aukin áhersla á vinnslu jarðgass en áætlað er að Katarar ráði yfir allt að 5% af jarðgasi í heiminum.

Heimildir og myndir:


Svarið var uppfært í nóvember 2022....