Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er klónun manna lögleg á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Eru til lög um klónun manna á Íslandi? Er klónun manna lögleg á Íslandi?
Eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er klónun? merkir klónun eða einræktun fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Með hugtakinu er átt við það þegar lífform, sem er nákvæm eftirmynd af öðru lífformi, er búið til.

Einræktun manna hefur enn ekki átt sér stað, þrátt fyrir ýmsar sögusagnir um annað. Einræktun fósturvísa og þar af leiðandi manna hefur verið bönnuð hér á landi með lögum nr. 55 frá árinu 1996, sem fjalla um tæknifrjóvganir. Í 12. grein þeirra laga er talið upp í fjórum liðum það sem óheimilt er að gera við fósturvísa:
  1. að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir
  2. að rækta fósturvísa lengur en í 14 daga utan líkamans eða eftir að frumrákin kemur fram
  3. að koma mannlegum fósturvísum fyrir í dýrum og
  4. að framkvæma einræktun
Brot gegn þessum lögum eru síðan tiltekin í 14. gr. og varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum.

Þjóðir heims lögðu til á 56. allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna fram ályktun um að gerður verði alþjóðasamningur um bann við einræktun manna. Enn sem komið er hefur þessi alþjóðasamningur ekki litið dagsins ljós.

Útgáfudagur

5.2.2003

Spyrjandi

Sigríður Gísladóttir

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Er klónun manna lögleg á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2003. Sótt 25. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3103.

Magnús Viðar Skúlason. (2003, 5. febrúar). Er klónun manna lögleg á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3103

Magnús Viðar Skúlason. „Er klónun manna lögleg á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2003. Vefsíða. 25. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3103>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hilmar Malmquist

1957

Hilmar J. Malmquist er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Auk starfa að náttúruvernd og umhverfismálum og miðlun náttúrufræða með kennslu, sýningahaldi og útgáfu, hefur Hilmar einkum sinnt rannsóknum í vatnavistfræði.