Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?

Sigurður Steinþórsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Réttara er að Ísland er á mótum Evrasíu- og Ameríkuflekanna og telst því jarðfræðilega til beggja álfa fremur en hvorugrar — austurhlutinn til Evrópu, vesturhlutinn til Ameríku. Í öllu öðru náttúrufari er Ísland tengdara og líkara Evrópu en Ameríku.

***

Að því er varðar náttúrufar að öðru leyti á Ísland fleira sameiginlegt með Evrópu en Ameríku. Jurtaríkið líkist Evrópu meira, ef til vill að hluta vegna áhrifa frá landnáminu.

Eina villta spendýrið sem var hér við landnám er refurinn sem finnst á stóru svæði allt í kringum Norðurheimskautið. En til dæmis er athyglisvert að ísbjörninn þrífst ekki hér eins og í Grænlandi og Norður-Kanada.

Fuglalíf hér er miklu skyldara Evrópu en Ameríku. Meðal fuglategunda sem koma frá Vesturálfu má þó nefna til dæmis himbrima og straumönd.

Þessi munur á dýra- og jurtaríki stafar af því meðal annars að veðurfarið hér er „evrópskt“ ef svo má segja. Loftslag á svipuðum breiddargráðum á austurströnd Ameríku er allt annað en hér og á vestanverðu meginlandi Evrópu fyrir austan okkur. Vetur eru miklu harðari fyrir vestan, sumrin hlýrri en ársmeðalhiti þó lægri. Það er auðvitað Golfstraumurinn og ríkjandi suðvestanvindar sem valda þessum mun. Norrænir Vínlandsfarar tóku glöggt eftir honum fyrir 1000 árum.

Þannig er það engan veginn að ástæðulausu sem línan milli Evrópu og Ameríku er venjulega dregin milli Íslands og Grænlands, enda svipar Grænlandi á hinn bóginn miklu meira til landanna þar fyrir vestan. En meðan Grænland er í konungssambandi við Danmörku tilheyrir það Evrópu í pólitískum skilningi, svipað og Síbería tilheyrir Rússlandi og þar með Evrópu í þeim skilningi.

Sjálfsagt spillir það ekki fyrir að þær þjóðir sem við erum skyldust eru á meginlandi Evrópu. En ef til vill er sá skyldleiki þó ekki meiri en skyldleikinn hefur verið á sínum tíma milli íbúa á tilteknum svæðum í Ameríku annars vegar og ákveðnum svæðum austan hafs hins vegar. Sem dæmi um það má taka íbúa Nýja-Englands og Bretlands eða Quebec-búa og Frakka á sautjándu og átjándu öld.

Höfundar

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.2.2003

Spyrjandi

Atli Aðalsteinsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3124.

Sigurður Steinþórsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 10. febrúar). Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3124

Sigurður Steinþórsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3124>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?
Réttara er að Ísland er á mótum Evrasíu- og Ameríkuflekanna og telst því jarðfræðilega til beggja álfa fremur en hvorugrar — austurhlutinn til Evrópu, vesturhlutinn til Ameríku. Í öllu öðru náttúrufari er Ísland tengdara og líkara Evrópu en Ameríku.

***

Að því er varðar náttúrufar að öðru leyti á Ísland fleira sameiginlegt með Evrópu en Ameríku. Jurtaríkið líkist Evrópu meira, ef til vill að hluta vegna áhrifa frá landnáminu.

Eina villta spendýrið sem var hér við landnám er refurinn sem finnst á stóru svæði allt í kringum Norðurheimskautið. En til dæmis er athyglisvert að ísbjörninn þrífst ekki hér eins og í Grænlandi og Norður-Kanada.

Fuglalíf hér er miklu skyldara Evrópu en Ameríku. Meðal fuglategunda sem koma frá Vesturálfu má þó nefna til dæmis himbrima og straumönd.

Þessi munur á dýra- og jurtaríki stafar af því meðal annars að veðurfarið hér er „evrópskt“ ef svo má segja. Loftslag á svipuðum breiddargráðum á austurströnd Ameríku er allt annað en hér og á vestanverðu meginlandi Evrópu fyrir austan okkur. Vetur eru miklu harðari fyrir vestan, sumrin hlýrri en ársmeðalhiti þó lægri. Það er auðvitað Golfstraumurinn og ríkjandi suðvestanvindar sem valda þessum mun. Norrænir Vínlandsfarar tóku glöggt eftir honum fyrir 1000 árum.

Þannig er það engan veginn að ástæðulausu sem línan milli Evrópu og Ameríku er venjulega dregin milli Íslands og Grænlands, enda svipar Grænlandi á hinn bóginn miklu meira til landanna þar fyrir vestan. En meðan Grænland er í konungssambandi við Danmörku tilheyrir það Evrópu í pólitískum skilningi, svipað og Síbería tilheyrir Rússlandi og þar með Evrópu í þeim skilningi.

Sjálfsagt spillir það ekki fyrir að þær þjóðir sem við erum skyldust eru á meginlandi Evrópu. En ef til vill er sá skyldleiki þó ekki meiri en skyldleikinn hefur verið á sínum tíma milli íbúa á tilteknum svæðum í Ameríku annars vegar og ákveðnum svæðum austan hafs hins vegar. Sem dæmi um það má taka íbúa Nýja-Englands og Bretlands eða Quebec-búa og Frakka á sautjándu og átjándu öld....