Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður var.

***

Á liðnum öldum hafa orðið töluverðar breytingar á Evrópukortinu. Ríki hafa bæði sameinast og sundrast, ný lönd hafa orðið til en önnur misst sjálfstæði sitt. Einnig hefur stærð einstakra ríkja tekið miklum breytingum með tilfæringum á landamærum. Breytingar hafa yfirleitt átt sér stað í kjölfar ófriðar en það er þó ekki algilt. Hér á eftir verður stiklað á stóru varðandi helstu breytingar sem átt hafa sér stað síðustu tvær aldirnar en til þess að gera þeim tæmandi skil þarf mun ítarlegri umfjöllun.

Snemma á 19. öld var ríkjaskipan í Evrópu talsvert frábrugðin því sem við þekkjum í dag. Austurríki-Ungverjaland náði yfir góðan hluta Mið-Evrópu, nær allur Balkanskagi tilheyrði Tyrkjaveldi, Ítalía hafði til skamms tíma skipst í nokkur ríki, Prússland náði yfir mestan hluta þess sem í dag er Pólland auk hluta Þýskalands og Eystrasaltsríkjanna og þýsku ríkin voru rúmlega 300 talsins. Finnland var ekki til sem sjálfstætt ríki heldur heyrði undir Rússland, Noregur var hluti sænska ríkisins, Írland heyrði allt undir Bretland og Ísland var hluti Danaveldis. Flest í þessari lýsingu hafði staðið óbreytt í eina og hálfa öld eða svo, eða frá því að þrjátíu ára stríðinu lauk með friðarsamningunum í Westfalen árið 1648, samanber svar Skúla Sælands á Vísindavefnum við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?Evrópa eftir Vínarfundinn 1815.

Í kjölfar ósigurs Frakka í Napóleonsstyrjöldunum hittust helstu ráðamenn Evrópu á Vínarfundinum svokallaða 1814-1815 til þess að endurskipuleggja álfuna og reyna að koma á ríkjaskipan sem gæti skapað stöðugleika. Þar var meðal annars ákveðið að fækka þýsku ríkjunum niður í 39 með sameiningu ríkja. Ítalíu, sem í raun hafði verið sameinuð í eitt ríki undir Napóleoni, var skipt upp í nokkur ríki á nýjan leik en Holland og Belgía voru sameinuð í Niðurlönd. Auk þess var landamærum annarra ríkja, svo sem Prússlands, Rússlands og Frakklands, breytt nokkuð.

Þrátt fyrir að Vínarfundinum hafi verið ætlað að koma á stöðugleika í Evrópu hélt ríkjaskipan þó áfram að breytast alla 19. öldina. Belgar sögðu skilið við Hollendinga og stofnuðu aftur sjálfstætt ríki, Ítalía var sameinuð í eitt ríki og sama er að segja um þýsku ríkin en þýska keisaradæmið var stofnað árið 1871. Tök Tyrkja á Balkanskaga minnkuðu og lönd eins og Grikkland, Búlgaría, Rúmenía og Serbía, sem um aldir höfðu verið undir yfirráðum Tyrkja, hlutu sjálfstæði.

Breytingar á ríkjaskipan Evrópu voru engu minni á 20. öldinni en þeirri 19. enda var Evrópukort millistríðsáranna (1918-1939) töluvert frábrugðið því sem hafði verið aðeins nokkrum áratugum áður. Ef stiklað er á stóru þá höfðu Írland, Noregur, Finnland og Pólland öðlast sjálfstæði á fyrstu áratugum 20. aldar og sama er að segja um Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Keisaradæminu Austurríki-Ungverjaland hafði verið skipt upp, en Júgóslavía og Tékkóslóvakía höfðu litið dagsins ljós. Nýtt ríki, Sovétríkin, var nú líka að finna á kortinu og var það í upphafi svipað að umfangi og Rússneska keisaradæmið áður .

Eftir seinni heimsstyrjöldina urðu enn breytingar í Evrópu. Eystrasaltsríkin voru innlimuð í Sovétríkin, Þýskalandi var skipt í Austur- og Vestur-Þýskaland og Ísland hafði sagt skilið við Danmörku.

Síðasta hrina breytinga á 20. öldinni átti sér stað í lok níunda áratugarins og á þeim tíunda, eftir að járntjaldið féll. Þá fjölgaði ríkjum Evrópu nokkuð þó svo að þýsku ríkin tvö sameinuðust í eitt. Við fall Sovétríkjanna fengu Eystrasaltsríkin þrjú aftur sjálfstæði, en auk þeirra bættust Rússland, Hvíta-Rússland, Úkraína og Moldóva í hóp sjálfstæðra ríkja í Evrópu. Tékkóslóvakía skiptist upp í Tékkland og Slóvakíu. Júgóslavía skiptist upp á 15 árum í Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Slóveníu, Makedóníu, Serbíu og Svartfjallaland, en staða Kósovó er óljós þegar þetta er skrifað árið 2011.

Enn er því við að bæta að nokkur lönd við suðausturhorn álfunnar hafa viljað telja sig til Evrópu, til dæmis í tengslum við söngkeppnina Evróvisjón eða við Evrópusambandið. Má þar nefna Tyrkland, Kýpur, Aserbaídsjan, Georgíu og Armeníu.

Eins og umfjöllunin hér sýnir eru ríki og landamæri því langt frá því að vera eilíf og varanleg.

Heimildir og kort:

  • Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson (ritstj.) (1992). Íslenskur söguatlas - frá 18. öld til fullveldis. Reykjavík, Iðunn.
  • Heimir G. Hansson (1995). Vínarfundurinn 1814-1815. Lesbók Morgunblaðsins, 18. nóvember 1995.
  • Europe á Wikipedia.
  • Euratlas.
  • The map as history.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.11.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2011, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60558.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2011, 15. nóvember). Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60558

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2011. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60558>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?
Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður var.

***

Á liðnum öldum hafa orðið töluverðar breytingar á Evrópukortinu. Ríki hafa bæði sameinast og sundrast, ný lönd hafa orðið til en önnur misst sjálfstæði sitt. Einnig hefur stærð einstakra ríkja tekið miklum breytingum með tilfæringum á landamærum. Breytingar hafa yfirleitt átt sér stað í kjölfar ófriðar en það er þó ekki algilt. Hér á eftir verður stiklað á stóru varðandi helstu breytingar sem átt hafa sér stað síðustu tvær aldirnar en til þess að gera þeim tæmandi skil þarf mun ítarlegri umfjöllun.

Snemma á 19. öld var ríkjaskipan í Evrópu talsvert frábrugðin því sem við þekkjum í dag. Austurríki-Ungverjaland náði yfir góðan hluta Mið-Evrópu, nær allur Balkanskagi tilheyrði Tyrkjaveldi, Ítalía hafði til skamms tíma skipst í nokkur ríki, Prússland náði yfir mestan hluta þess sem í dag er Pólland auk hluta Þýskalands og Eystrasaltsríkjanna og þýsku ríkin voru rúmlega 300 talsins. Finnland var ekki til sem sjálfstætt ríki heldur heyrði undir Rússland, Noregur var hluti sænska ríkisins, Írland heyrði allt undir Bretland og Ísland var hluti Danaveldis. Flest í þessari lýsingu hafði staðið óbreytt í eina og hálfa öld eða svo, eða frá því að þrjátíu ára stríðinu lauk með friðarsamningunum í Westfalen árið 1648, samanber svar Skúla Sælands á Vísindavefnum við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?Evrópa eftir Vínarfundinn 1815.

Í kjölfar ósigurs Frakka í Napóleonsstyrjöldunum hittust helstu ráðamenn Evrópu á Vínarfundinum svokallaða 1814-1815 til þess að endurskipuleggja álfuna og reyna að koma á ríkjaskipan sem gæti skapað stöðugleika. Þar var meðal annars ákveðið að fækka þýsku ríkjunum niður í 39 með sameiningu ríkja. Ítalíu, sem í raun hafði verið sameinuð í eitt ríki undir Napóleoni, var skipt upp í nokkur ríki á nýjan leik en Holland og Belgía voru sameinuð í Niðurlönd. Auk þess var landamærum annarra ríkja, svo sem Prússlands, Rússlands og Frakklands, breytt nokkuð.

Þrátt fyrir að Vínarfundinum hafi verið ætlað að koma á stöðugleika í Evrópu hélt ríkjaskipan þó áfram að breytast alla 19. öldina. Belgar sögðu skilið við Hollendinga og stofnuðu aftur sjálfstætt ríki, Ítalía var sameinuð í eitt ríki og sama er að segja um þýsku ríkin en þýska keisaradæmið var stofnað árið 1871. Tök Tyrkja á Balkanskaga minnkuðu og lönd eins og Grikkland, Búlgaría, Rúmenía og Serbía, sem um aldir höfðu verið undir yfirráðum Tyrkja, hlutu sjálfstæði.

Breytingar á ríkjaskipan Evrópu voru engu minni á 20. öldinni en þeirri 19. enda var Evrópukort millistríðsáranna (1918-1939) töluvert frábrugðið því sem hafði verið aðeins nokkrum áratugum áður. Ef stiklað er á stóru þá höfðu Írland, Noregur, Finnland og Pólland öðlast sjálfstæði á fyrstu áratugum 20. aldar og sama er að segja um Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Keisaradæminu Austurríki-Ungverjaland hafði verið skipt upp, en Júgóslavía og Tékkóslóvakía höfðu litið dagsins ljós. Nýtt ríki, Sovétríkin, var nú líka að finna á kortinu og var það í upphafi svipað að umfangi og Rússneska keisaradæmið áður .

Eftir seinni heimsstyrjöldina urðu enn breytingar í Evrópu. Eystrasaltsríkin voru innlimuð í Sovétríkin, Þýskalandi var skipt í Austur- og Vestur-Þýskaland og Ísland hafði sagt skilið við Danmörku.

Síðasta hrina breytinga á 20. öldinni átti sér stað í lok níunda áratugarins og á þeim tíunda, eftir að járntjaldið féll. Þá fjölgaði ríkjum Evrópu nokkuð þó svo að þýsku ríkin tvö sameinuðust í eitt. Við fall Sovétríkjanna fengu Eystrasaltsríkin þrjú aftur sjálfstæði, en auk þeirra bættust Rússland, Hvíta-Rússland, Úkraína og Moldóva í hóp sjálfstæðra ríkja í Evrópu. Tékkóslóvakía skiptist upp í Tékkland og Slóvakíu. Júgóslavía skiptist upp á 15 árum í Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Slóveníu, Makedóníu, Serbíu og Svartfjallaland, en staða Kósovó er óljós þegar þetta er skrifað árið 2011.

Enn er því við að bæta að nokkur lönd við suðausturhorn álfunnar hafa viljað telja sig til Evrópu, til dæmis í tengslum við söngkeppnina Evróvisjón eða við Evrópusambandið. Má þar nefna Tyrkland, Kýpur, Aserbaídsjan, Georgíu og Armeníu.

Eins og umfjöllunin hér sýnir eru ríki og landamæri því langt frá því að vera eilíf og varanleg.

Heimildir og kort:

  • Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson (ritstj.) (1992). Íslenskur söguatlas - frá 18. öld til fullveldis. Reykjavík, Iðunn.
  • Heimir G. Hansson (1995). Vínarfundurinn 1814-1815. Lesbók Morgunblaðsins, 18. nóvember 1995.
  • Europe á Wikipedia.
  • Euratlas.
  • The map as history.

...