Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands?

Kiljan Vincent Paoli og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er gert ráð fyrir að þegar spurt er um helstu borgir sé átt við fjölmennustu borgir Frakklands.

Höfuðborgin París er fjölmennasta borg Frakklands. Í borginni sjálfri búa tæplega 2,2 milljónir manna. Á Stór-Parísarsvæðinu, það er í París og nágrannasveitarfélögum, búa hins vegar næstum 12 milljónir og er það eitt af fjölmennustu stórborgarsvæðum í Evrópu.

París er ein af þekktustu borgum heims. Hún er miðstöð viðskipta og menningar en þaðan hefur einnig gætt mikilla áhrifa á listir, menntun, vísindi, stjórnmál og tísku svo fátt eitt sé nefnt. Margar alþjóðlegar stofnanir hafa aðsetur í París, svo sem Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO, Efnahags- og framfarastofnunin OECD og Alþjóða viðskiptaráðið ICC. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi og er talið að meira en 30 milljónir erlendra ferðamanna komi þangað ár hvert.

Önnur fjölmennasta borg Frakklands er Marseille. Í borginni búa um það bil 826.700 manns en á Stór-Marseillesvæðinu öllu eru hins vegar um 1,6 milljónir íbúa og er það þriðja fjölmennasta stórborgarsvæði í Frakklandi. Marseille er í suð-austurhluta Frakklands við Miðjarðarhafið og er helsta hafnarborg landsins. Borgin er líka vel þekkt fyrir fótboltalið sitt sem varð Evrópumeistari árið 1993.



Marseille hefur verið mikilvægasta hafnarborg Frakka um aldir.

Lyon í austurhluta Frakklands er þriðja fjölmennasta borg landsins með um 467.400 íbúa. Borgin og nærliggjandi sveitarfélög mynda hins vegar annað fjölmennasta borgarsvæði í Frakklandi með rúmlega 1,7 milljónir íbúa. Lyon er þekkt fyrir silki og textíl og stundum kölluð höfuðborg silkisins. Meðal íþróttaáhugafólks er borgin þekkt fyrir fótbolta.

Toulouse í suð-vesturhluta Frakklands er í fjórða sæti yfir fjölmennustu borgir landsins en íbúar þar eru um 437.100. Ef nágrannabyggðir eru teknar með eru íbúar Toulouse-svæðisins rúmlega 1,1 milljón. Borgin er ein af miðstöðvun geim- og loftferðaiðnaðar (e. aerospace industry) í Evrópu og þar er líka einn af elstu háskólum álfunnar stofnaður árið 1229. Fyrir íþróttaáhugafólk má líka nefna að Toulouse er þekkt fyrir að hafa eitt besta rugbylið í Evrópu.

Fimmta fjölmennasta borg Frakklands er svo Nice sem stendur við Miðjarðarhafið nálægt landamærunum við Ítalíu. Það búa um 346.900 en um 1,2 milljónir á Stór-Nicesvæðinu öllu. Nice er hluti frönsku rivíerunnar og einna þekktust sem slík. Hún er mjög vinsæll ferðamannastaður og þekkt fyrir að vera sótt af ríka og fræga fólkinu.

Rétt er að taka fram að heimildum ber ekki alltaf nákvæmlega saman um fjölda íbúa í þessum borgum. Þær tölur sem hér eru um fjölda í borgunum sjálfum eru áætlun fyrir árið 2005 frá frönsku Hagstofunni (INSEE). Tölur um fjölda íbúa á stórborgarsvæðum eru hins vegar frá Wikipedia. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að í heimildum er stundum átt við það sem á ensku kallast 'urban area' og stundum 'metropolitan area'. Að öllu jöfnu nær það síðarnefnda yfir stærra og fjölmennara svæði og er það notað í þessu svari.

Heimildir:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007 og að hluta eftir starfsmann Vísindavefsins.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.4.2008

Spyrjandi

Hjördís Jónsdóttir, 1993

Tilvísun

Kiljan Vincent Paoli og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7361.

Kiljan Vincent Paoli og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 21. apríl). Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7361

Kiljan Vincent Paoli og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7361>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands?
Hér er gert ráð fyrir að þegar spurt er um helstu borgir sé átt við fjölmennustu borgir Frakklands.

Höfuðborgin París er fjölmennasta borg Frakklands. Í borginni sjálfri búa tæplega 2,2 milljónir manna. Á Stór-Parísarsvæðinu, það er í París og nágrannasveitarfélögum, búa hins vegar næstum 12 milljónir og er það eitt af fjölmennustu stórborgarsvæðum í Evrópu.

París er ein af þekktustu borgum heims. Hún er miðstöð viðskipta og menningar en þaðan hefur einnig gætt mikilla áhrifa á listir, menntun, vísindi, stjórnmál og tísku svo fátt eitt sé nefnt. Margar alþjóðlegar stofnanir hafa aðsetur í París, svo sem Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO, Efnahags- og framfarastofnunin OECD og Alþjóða viðskiptaráðið ICC. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi og er talið að meira en 30 milljónir erlendra ferðamanna komi þangað ár hvert.

Önnur fjölmennasta borg Frakklands er Marseille. Í borginni búa um það bil 826.700 manns en á Stór-Marseillesvæðinu öllu eru hins vegar um 1,6 milljónir íbúa og er það þriðja fjölmennasta stórborgarsvæði í Frakklandi. Marseille er í suð-austurhluta Frakklands við Miðjarðarhafið og er helsta hafnarborg landsins. Borgin er líka vel þekkt fyrir fótboltalið sitt sem varð Evrópumeistari árið 1993.



Marseille hefur verið mikilvægasta hafnarborg Frakka um aldir.

Lyon í austurhluta Frakklands er þriðja fjölmennasta borg landsins með um 467.400 íbúa. Borgin og nærliggjandi sveitarfélög mynda hins vegar annað fjölmennasta borgarsvæði í Frakklandi með rúmlega 1,7 milljónir íbúa. Lyon er þekkt fyrir silki og textíl og stundum kölluð höfuðborg silkisins. Meðal íþróttaáhugafólks er borgin þekkt fyrir fótbolta.

Toulouse í suð-vesturhluta Frakklands er í fjórða sæti yfir fjölmennustu borgir landsins en íbúar þar eru um 437.100. Ef nágrannabyggðir eru teknar með eru íbúar Toulouse-svæðisins rúmlega 1,1 milljón. Borgin er ein af miðstöðvun geim- og loftferðaiðnaðar (e. aerospace industry) í Evrópu og þar er líka einn af elstu háskólum álfunnar stofnaður árið 1229. Fyrir íþróttaáhugafólk má líka nefna að Toulouse er þekkt fyrir að hafa eitt besta rugbylið í Evrópu.

Fimmta fjölmennasta borg Frakklands er svo Nice sem stendur við Miðjarðarhafið nálægt landamærunum við Ítalíu. Það búa um 346.900 en um 1,2 milljónir á Stór-Nicesvæðinu öllu. Nice er hluti frönsku rivíerunnar og einna þekktust sem slík. Hún er mjög vinsæll ferðamannastaður og þekkt fyrir að vera sótt af ríka og fræga fólkinu.

Rétt er að taka fram að heimildum ber ekki alltaf nákvæmlega saman um fjölda íbúa í þessum borgum. Þær tölur sem hér eru um fjölda í borgunum sjálfum eru áætlun fyrir árið 2005 frá frönsku Hagstofunni (INSEE). Tölur um fjölda íbúa á stórborgarsvæðum eru hins vegar frá Wikipedia. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að í heimildum er stundum átt við það sem á ensku kallast 'urban area' og stundum 'metropolitan area'. Að öllu jöfnu nær það síðarnefnda yfir stærra og fjölmennara svæði og er það notað í þessu svari.

Heimildir:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007 og að hluta eftir starfsmann Vísindavefsins....