Ef við skoðum afmörkuð svæði í Evrópu þá bjuggu tæplega 305 milljónir manna í Austur–Evrópu árið 2000, eða 41,8% íbúa álfunnar. Um fjórðungur Evrópubúa var búsettur í löndum Vestur-Evrópu (183,5 milljónir), fimmtungur í Suður-Evrópu (145,8 milljónir) og tæplega 13% í Norður-Evrópu (94 milljónir). Rússland er fjölmennasta ríki Evrópu með tæplega 146 milljónir íbúa árið 2000, eða svipað marga íbúa og er að finna í allri Suður-Evrópu. Reyndar ber að geta þess að Rússland telst bæði til Evrópu og Asíu en mikill meirihluti íbúa býr í Evrópuhluta landsins. Þjóðverjar eru næstfjölmennasta þjóð Evrópu (82 milljónir) og þar á eftir koma Frakkar og Bretar en hvor þjóð um sig telur um það bil 59 milljónir. Ítalía er svo fimmta fjölmennasta land Evrópu með tæplega 58 milljónir íbúa. Fimm Evrópulönd höfðu færri en 100.000 íbúa árið 2000. Það eru Andorra (66.000), Liechtenstein (33.000), Mónakó (33.000), San Marínó (27.000) og Páfagarður (890). Þess má geta að Ísland er í sjötta neðsta sæti á þessum lista með 288.000 íbúa árið 2002. Heimildir:
Hvað búa margir í Evrópu?
Ef við skoðum afmörkuð svæði í Evrópu þá bjuggu tæplega 305 milljónir manna í Austur–Evrópu árið 2000, eða 41,8% íbúa álfunnar. Um fjórðungur Evrópubúa var búsettur í löndum Vestur-Evrópu (183,5 milljónir), fimmtungur í Suður-Evrópu (145,8 milljónir) og tæplega 13% í Norður-Evrópu (94 milljónir). Rússland er fjölmennasta ríki Evrópu með tæplega 146 milljónir íbúa árið 2000, eða svipað marga íbúa og er að finna í allri Suður-Evrópu. Reyndar ber að geta þess að Rússland telst bæði til Evrópu og Asíu en mikill meirihluti íbúa býr í Evrópuhluta landsins. Þjóðverjar eru næstfjölmennasta þjóð Evrópu (82 milljónir) og þar á eftir koma Frakkar og Bretar en hvor þjóð um sig telur um það bil 59 milljónir. Ítalía er svo fimmta fjölmennasta land Evrópu með tæplega 58 milljónir íbúa. Fimm Evrópulönd höfðu færri en 100.000 íbúa árið 2000. Það eru Andorra (66.000), Liechtenstein (33.000), Mónakó (33.000), San Marínó (27.000) og Páfagarður (890). Þess má geta að Ísland er í sjötta neðsta sæti á þessum lista með 288.000 íbúa árið 2002. Heimildir:
Útgáfudagur
6.8.2003
Spyrjandi
Gauti Rafn Ólafsson, f. 1987
Tilvísun
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir í Evrópu?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2003, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3637.
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 6. ágúst). Hvað búa margir í Evrópu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3637
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir í Evrópu?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2003. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3637>.