Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?

Guðrún Kvaran

Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali.

Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og skiptist frá því á 19. öld í tvo hluta, Norður-Holland með höfuðborginni Haarlem og Suður-Holland með höfuðborginni Haag.

Aðrar þjóðir en þýskumælandi þjóðir, þar á meðal Íslendingar, kalla landið allt Holland og íbúana Hollendinga og sama gera landsmenn sjálfir til dæmis í ferðamálageiranum og í auglýsingum á vörum og þjónustu sem ná á út fyrir landsteinana. Þessi venja er gömul og helgast af því að vesturhluti landsins, það er Holland, varð á 16. öld þýðingarmesti hluti ,,hinna sjö sameinuðu Niðurlanda“ (die sieben vereinigten Niederlande). Það eru helst þeir sem ekki búa í Norður- og Suður-Hollandi sem amast við því að bera kallaðir Hollendingar.

Nafnið Niederlande varð þannig til að austurríska Habsborgarættin átti lönd bæði að efri hluta Rínar (Oberrhein) og við árósana (Niederrhein) og kallaði þau ,,die oberen Rheinlande“ (Efri Rínarlönd) og „die niederen Rheinlande“ (neðri Rínarlönd). Þeir misstu síðan yfirráð yfir efri Rínarlöndum og smám saman féll árheitið brott í heitinu „die niederen Rheinlande“ og eftir stóð Niederlande.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Kortgrunnurinn fenginn af PlanetWare. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.


Upprunalega spurningin hljóðar svona:
  • Hvernig stendur á því að við, Íslendingar, tölum um Holland? Þeir sjálfir tala um Niðurlönd og tvö fylki innan landsins heita Holland (N-H og S-H)

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hver er munurinn á Hollandi og Niðurlöndum? Er einhver munur?
  • Holland. Hvaðan eða hvernig er nafnið tilkomið? Hollendingar eða Niðurlendingar nefna landið Niðurlönd og nota The Netherlands t.d. á nafnspjöldum.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.1.2009

Spyrjandi

Kristján Heiðar Jóhannsson, Ásta Sigríður Jónsdóttir, Gísli Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2009. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=9577.

Guðrún Kvaran. (2009, 5. janúar). Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9577

Guðrún Kvaran. „Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2009. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9577>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?
Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali.

Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og skiptist frá því á 19. öld í tvo hluta, Norður-Holland með höfuðborginni Haarlem og Suður-Holland með höfuðborginni Haag.

Aðrar þjóðir en þýskumælandi þjóðir, þar á meðal Íslendingar, kalla landið allt Holland og íbúana Hollendinga og sama gera landsmenn sjálfir til dæmis í ferðamálageiranum og í auglýsingum á vörum og þjónustu sem ná á út fyrir landsteinana. Þessi venja er gömul og helgast af því að vesturhluti landsins, það er Holland, varð á 16. öld þýðingarmesti hluti ,,hinna sjö sameinuðu Niðurlanda“ (die sieben vereinigten Niederlande). Það eru helst þeir sem ekki búa í Norður- og Suður-Hollandi sem amast við því að bera kallaðir Hollendingar.

Nafnið Niederlande varð þannig til að austurríska Habsborgarættin átti lönd bæði að efri hluta Rínar (Oberrhein) og við árósana (Niederrhein) og kallaði þau ,,die oberen Rheinlande“ (Efri Rínarlönd) og „die niederen Rheinlande“ (neðri Rínarlönd). Þeir misstu síðan yfirráð yfir efri Rínarlöndum og smám saman féll árheitið brott í heitinu „die niederen Rheinlande“ og eftir stóð Niederlande.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Kortgrunnurinn fenginn af PlanetWare. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.


Upprunalega spurningin hljóðar svona:
  • Hvernig stendur á því að við, Íslendingar, tölum um Holland? Þeir sjálfir tala um Niðurlönd og tvö fylki innan landsins heita Holland (N-H og S-H)

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hver er munurinn á Hollandi og Niðurlöndum? Er einhver munur?
  • Holland. Hvaðan eða hvernig er nafnið tilkomið? Hollendingar eða Niðurlendingar nefna landið Niðurlönd og nota The Netherlands t.d. á nafnspjöldum.
...