Sólin Sólin Rís 07:19 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:46 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:28 • Síðdegis: 19:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:20 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík

Hvað merkir holið í Hollandi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu.Horft til himins úr holtlendi.

Eldri merking orðsins holt á íslensku er skógur en nú er það notað yfir lága hæð, oft grýtta og lítt gróna. Ásgeir Blöndal setur fram þá skýringu í orðsifjabók sinni að merkingartilfærsla orðsins sé tilkomin vegna eyðingar skóga. Þegar skóglendið sem menn kölluðu áður holt hvarf, var eftir grýtt og lítt gróin hæð sem kallaðist engu að síður sama orðinu.

Eldri merking orðsins er enn greinanleg í föstum orðasamböndum, eins og að sjá í gegnum holt og hæðir. Þar er eðlilegra að orðið holt eigi við um skóg og menn sjái í gegnum skóg og hæðir í stað þess að sjá í gegnum eina hæð og svo aftur fleiri hæðir. Sama máli gegnir um oft er í holti heyrandi nær sem er notað um þann sem heyrir eitthvað á laun. Sá sem hlerar er líklega betur staddur í skóglendi því hann ætti afar erfitt með að dyljast á gróðurvana hæð.

Í fornensku þýddi 'holt' kjarr eða skógur og það sama gilti um fornsaxnesku. Þýska orðið 'Holz' merkir viður.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Aminet

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.12.2004

Spyrjandi

Gunnar Sigfússon, f. 1990

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað merkir holið í Hollandi?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2004. Sótt 23. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4653.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 9. desember). Hvað merkir holið í Hollandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4653

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað merkir holið í Hollandi?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2004. Vefsíða. 23. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4653>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir holið í Hollandi?
Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu.Horft til himins úr holtlendi.

Eldri merking orðsins holt á íslensku er skógur en nú er það notað yfir lága hæð, oft grýtta og lítt gróna. Ásgeir Blöndal setur fram þá skýringu í orðsifjabók sinni að merkingartilfærsla orðsins sé tilkomin vegna eyðingar skóga. Þegar skóglendið sem menn kölluðu áður holt hvarf, var eftir grýtt og lítt gróin hæð sem kallaðist engu að síður sama orðinu.

Eldri merking orðsins er enn greinanleg í föstum orðasamböndum, eins og að sjá í gegnum holt og hæðir. Þar er eðlilegra að orðið holt eigi við um skóg og menn sjái í gegnum skóg og hæðir í stað þess að sjá í gegnum eina hæð og svo aftur fleiri hæðir. Sama máli gegnir um oft er í holti heyrandi nær sem er notað um þann sem heyrir eitthvað á laun. Sá sem hlerar er líklega betur staddur í skóglendi því hann ætti afar erfitt með að dyljast á gróðurvana hæð.

Í fornensku þýddi 'holt' kjarr eða skógur og það sama gilti um fornsaxnesku. Þýska orðið 'Holz' merkir viður.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Aminet...