Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvers vegna er álftin friðuð?

Jón Már Halldórsson

Í áliti nefndar sem fjallaði um friðun álftarinnar á Alþingi árið 1913 (sama ár og haförninn var friðaður) segir:
Þá er svanurinn, og um alfriðun hans má búast við að verði skiftar skoðanir, en nefndin er í engum vafa um að rjett sje að friða hann. Svanurinn er hin mesta prýði í íslensku fuglalífi, nytjar hans munu mestar í fjaðratöku og þær nytjar vaxa við friðunina, nytjar á drápi fuglsins sjálfs eru svo litlar, að þeirra vegna verður friðunin að teljast fyllilega rjettmæt. Þess ber og að geta, að sje svanurinn friðaður, mun hann verða spakari og algengari, verða víðar til yndis og prýði.

Samkvæmt þessu áliti nefndarinnar eru rökin fyrir friðun álftarinnar aðallega þau að álftin þykir fagur og tignarlegur fugl. Hún virðist ekki hafi verið í útrýmingarhættu á þessum árum, að minnsta kosti hefur undirritaður engar heimildir um slíkt, enda var það ekki ástæðan fyrir friðun fuglsins.Álftin þykir tignarlegur og fallegur fugl og virðist það helsta ástæða fyrir friðun hennar en ekki lítil stofnstærð.

Frekari fróðleikur um álftir á Vísindavefnum:

Heimild: Alþingistíðindi 1913, Alþingi. Reykjavík.

Mynd: Álft á Wikipedia. Sótt 30. 4. 2008.


Höfundur þakkar þeim Kristni Hauki Skarphéðinssyni og Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir veitta aðstoð.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.5.2008

Spyrjandi

Böðvar Friðriksson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna er álftin friðuð?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2008. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31550.

Jón Már Halldórsson. (2008, 6. maí). Hvers vegna er álftin friðuð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31550

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna er álftin friðuð?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2008. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31550>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er álftin friðuð?
Í áliti nefndar sem fjallaði um friðun álftarinnar á Alþingi árið 1913 (sama ár og haförninn var friðaður) segir:

Þá er svanurinn, og um alfriðun hans má búast við að verði skiftar skoðanir, en nefndin er í engum vafa um að rjett sje að friða hann. Svanurinn er hin mesta prýði í íslensku fuglalífi, nytjar hans munu mestar í fjaðratöku og þær nytjar vaxa við friðunina, nytjar á drápi fuglsins sjálfs eru svo litlar, að þeirra vegna verður friðunin að teljast fyllilega rjettmæt. Þess ber og að geta, að sje svanurinn friðaður, mun hann verða spakari og algengari, verða víðar til yndis og prýði.

Samkvæmt þessu áliti nefndarinnar eru rökin fyrir friðun álftarinnar aðallega þau að álftin þykir fagur og tignarlegur fugl. Hún virðist ekki hafi verið í útrýmingarhættu á þessum árum, að minnsta kosti hefur undirritaður engar heimildir um slíkt, enda var það ekki ástæðan fyrir friðun fuglsins.Álftin þykir tignarlegur og fallegur fugl og virðist það helsta ástæða fyrir friðun hennar en ekki lítil stofnstærð.

Frekari fróðleikur um álftir á Vísindavefnum:

Heimild: Alþingistíðindi 1913, Alþingi. Reykjavík.

Mynd: Álft á Wikipedia. Sótt 30. 4. 2008.


Höfundur þakkar þeim Kristni Hauki Skarphéðinssyni og Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir veitta aðstoð....