Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru?

Jón Már Halldórsson

Upphaflega spurningin hljómar svona:

Hvað er talið að mörg ljón séu eftir í Afríku sem búa í villtri náttúru? Er þeim að fjölga eða fækka? Hvað um tígrisdýr?

Líffræðingar telja að í Afríku séu á bilinu 30–100 þúsund villt ljón (Panthera leo). Útbreiðsla þeirra er aðallega bundin við austur- og suðurhluta álfunnar. Aðeins rúmlega 300 dýr eru eftir af asíuljóninu (Panthera leo persica) og einskorðast sá stofn við Gir-verndarsvæðið á Austur-Indlandi.
Sums staðar í Afríku, til dæmis í vestanverðri álfunni (svo sem í Kamerún), hefur ljónum fækkað upp á síðkastið. Þar lifa mörg ljón utan þjóðgarða og verndarsvæða og eru þau oft skotin, eða eitrað fyrir þeim, þar sem þau eiga það til að ráðast á búpening. Strangt til getið eru ljónin friðuð en erfitt er að viðhalda eftirliti á afskekktum svæðum víða í Afríku. Á verndarsvæðum eru stofnarnir stöðugir nú um stundir.

Á heildina séð er ekki gott að segja hvernig heildarstofnstærð ljóna mun þróast en á undanförnum 30 árum hefur villtum ljónum fækkað nokkuð vegna búsvæðaröskunnar. Helsta ógn ljóna (og annarra stórra rándýra) er fólksfjölgun sem er mikil í Afríku. Vegna hennar þrengir mjög að ljónum og að öllum líkindum á þeim eftir að fækka nokkuð fram eftir 21. öldinni.

Á sögulegum tímum lifðu ljón mun víðar, meðal annars um alla suðvestur-Asíu, Norður-Afríku og í Evrópu. Þeim var útrýmt af stórum svæðum með veiði og ofsóknum.

Tígrisdýr eru í mun meiri útrýmingarhættu og telja líffræðingar að nú séu aðeins um 5.000 dýr eftir villt í austanverðri Asíu. Fyrir einni öld voru tígrisdýrin um 100 þúsund og hefur þeim fækkað mjög hratt og reglulega á þessum 100 árum. Ekki er ljóst hvert þessi þróun stefnir en nokkrum deilitegundum hefur fækkað svo mikið að þeim verður nánast vart bjargað úr þessu, til dæmis suður-kínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris amoyensis) sem telur nú aðeins um 20-30 dýr. Flest tígrisdýr tilheyra Bengal-deilitegundinni (Panthera tigris tigris) og hefur þeim fækkað síðastliðin 20 ár og telja nú á bilinu 3.500-3.700 dýr. Villtum tígrisdýrum fer þess vegna fækkandi þó að menn hafi víða náð árangri í svæðisbundinni verndun, svo sem í Síberíu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.2.2003

Spyrjandi

Gunnlaugur Úlfsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru? “ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2003. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3161.

Jón Már Halldórsson. (2003, 21. febrúar). Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3161

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru? “ Vísindavefurinn. 21. feb. 2003. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3161>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru?
Upphaflega spurningin hljómar svona:

Hvað er talið að mörg ljón séu eftir í Afríku sem búa í villtri náttúru? Er þeim að fjölga eða fækka? Hvað um tígrisdýr?

Líffræðingar telja að í Afríku séu á bilinu 30–100 þúsund villt ljón (Panthera leo). Útbreiðsla þeirra er aðallega bundin við austur- og suðurhluta álfunnar. Aðeins rúmlega 300 dýr eru eftir af asíuljóninu (Panthera leo persica) og einskorðast sá stofn við Gir-verndarsvæðið á Austur-Indlandi.
Sums staðar í Afríku, til dæmis í vestanverðri álfunni (svo sem í Kamerún), hefur ljónum fækkað upp á síðkastið. Þar lifa mörg ljón utan þjóðgarða og verndarsvæða og eru þau oft skotin, eða eitrað fyrir þeim, þar sem þau eiga það til að ráðast á búpening. Strangt til getið eru ljónin friðuð en erfitt er að viðhalda eftirliti á afskekktum svæðum víða í Afríku. Á verndarsvæðum eru stofnarnir stöðugir nú um stundir.

Á heildina séð er ekki gott að segja hvernig heildarstofnstærð ljóna mun þróast en á undanförnum 30 árum hefur villtum ljónum fækkað nokkuð vegna búsvæðaröskunnar. Helsta ógn ljóna (og annarra stórra rándýra) er fólksfjölgun sem er mikil í Afríku. Vegna hennar þrengir mjög að ljónum og að öllum líkindum á þeim eftir að fækka nokkuð fram eftir 21. öldinni.

Á sögulegum tímum lifðu ljón mun víðar, meðal annars um alla suðvestur-Asíu, Norður-Afríku og í Evrópu. Þeim var útrýmt af stórum svæðum með veiði og ofsóknum.

Tígrisdýr eru í mun meiri útrýmingarhættu og telja líffræðingar að nú séu aðeins um 5.000 dýr eftir villt í austanverðri Asíu. Fyrir einni öld voru tígrisdýrin um 100 þúsund og hefur þeim fækkað mjög hratt og reglulega á þessum 100 árum. Ekki er ljóst hvert þessi þróun stefnir en nokkrum deilitegundum hefur fækkað svo mikið að þeim verður nánast vart bjargað úr þessu, til dæmis suður-kínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris amoyensis) sem telur nú aðeins um 20-30 dýr. Flest tígrisdýr tilheyra Bengal-deilitegundinni (Panthera tigris tigris) og hefur þeim fækkað síðastliðin 20 ár og telja nú á bilinu 3.500-3.700 dýr. Villtum tígrisdýrum fer þess vegna fækkandi þó að menn hafi víða náð árangri í svæðisbundinni verndun, svo sem í Síberíu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...