Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hver er höfuðborg Brúnei?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir Brúnei í tvö aðskilin svæði, austur og vestur hlutann.

Brúnei varð sjálfstætt ríki árið 1984 en var áður undir verndarvæng Breta. Æðsti maður ríkisins er soldáninn Haji Hassanal Bolkiah Mu'izzaddin Waddaulah. Hann tók við völdum af föður sínum árið 1967 og er sá 29. í röð soldána úr sömu fjölskyldu sem ríkt hefur í landinu síðan á 15. öld. Meðal þeirra embætta sem soldáninn gegnir eru embætti forsætisráðherra, varnarmálaráðherra og fjármálaráðherra.

Efnahagur Brúnei byggist fyrst og fremst á vinnslu og útflutningi olíu og jarðgass. Áður en olíuvinnsla hófst í lok þriðja áratugar síðustu aldar voru landbúnaður, fiskveiðar og skógarhögg undirstöður efnahagslífsins en eru nú óverulegur þáttur. Olíu- og gasútflutningurinn gerir það að verkum að tekjur á íbúa eru nokkuð háar í Brúnei miðað við mörg önnur Asíulönd. Því er við að bæta að soldáninn af Brúnei er einn af ríkustu mönnum heims en skilin á milli ríkissjóðs og einkafjármála soldánsins eru ekki mjög skörp.

Áætlað er að íbúar Brúnei hafið verið um 350.000 árið 2002. Af þeim voru tveir þriðju Malajar, 15% Kínverjar, ýmsir hópar innfæddra töldust 6%, en íbúar af öðru þjóðerni voru 12%. Íslam er opinber trú í Brúnei og er talið að múslimar séu um 67% íbúanna. Um 13% íbúanna eru búddatrúar, kristnir telja um 10% og sama hlutfall aðhyllist önnur trúarbrögð. Malayíska er opinbert tungumál í Brúnei en enska er útbreidd vegna fyrri tengsla landsins við Bretland. Auk þess eru talaðar kínverskar mállýskur og fjöldi mála innfæddra.Höfuðborg Brúnei heitir nú Bandar Seri Begawan en nafni borgarinnar var breytt úr Brunei Town árið 1970. Áætlað er að um 46.000 manns búi í höfuðborginni. Aðrar helstu borgir í Brúnei eru hafnarborgin Muara, sem er um 40 km norður af höfuðborginni, og Seria en þar eru höfuðstöðvar olíu- og gasiðnaðarins.

Heimildir:

Myndir: The Government of Brunei Darussalam Official Website

Mynd af Bandar Seri Begawan: BBC-Chinese

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.2.2003

Spyrjandi

Ingvi Jón Ingvason, f. 1987

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er höfuðborg Brúnei?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2003. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3162.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 21. febrúar). Hver er höfuðborg Brúnei? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3162

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er höfuðborg Brúnei?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2003. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3162>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er höfuðborg Brúnei?
Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir Brúnei í tvö aðskilin svæði, austur og vestur hlutann.

Brúnei varð sjálfstætt ríki árið 1984 en var áður undir verndarvæng Breta. Æðsti maður ríkisins er soldáninn Haji Hassanal Bolkiah Mu'izzaddin Waddaulah. Hann tók við völdum af föður sínum árið 1967 og er sá 29. í röð soldána úr sömu fjölskyldu sem ríkt hefur í landinu síðan á 15. öld. Meðal þeirra embætta sem soldáninn gegnir eru embætti forsætisráðherra, varnarmálaráðherra og fjármálaráðherra.

Efnahagur Brúnei byggist fyrst og fremst á vinnslu og útflutningi olíu og jarðgass. Áður en olíuvinnsla hófst í lok þriðja áratugar síðustu aldar voru landbúnaður, fiskveiðar og skógarhögg undirstöður efnahagslífsins en eru nú óverulegur þáttur. Olíu- og gasútflutningurinn gerir það að verkum að tekjur á íbúa eru nokkuð háar í Brúnei miðað við mörg önnur Asíulönd. Því er við að bæta að soldáninn af Brúnei er einn af ríkustu mönnum heims en skilin á milli ríkissjóðs og einkafjármála soldánsins eru ekki mjög skörp.

Áætlað er að íbúar Brúnei hafið verið um 350.000 árið 2002. Af þeim voru tveir þriðju Malajar, 15% Kínverjar, ýmsir hópar innfæddra töldust 6%, en íbúar af öðru þjóðerni voru 12%. Íslam er opinber trú í Brúnei og er talið að múslimar séu um 67% íbúanna. Um 13% íbúanna eru búddatrúar, kristnir telja um 10% og sama hlutfall aðhyllist önnur trúarbrögð. Malayíska er opinbert tungumál í Brúnei en enska er útbreidd vegna fyrri tengsla landsins við Bretland. Auk þess eru talaðar kínverskar mállýskur og fjöldi mála innfæddra.Höfuðborg Brúnei heitir nú Bandar Seri Begawan en nafni borgarinnar var breytt úr Brunei Town árið 1970. Áætlað er að um 46.000 manns búi í höfuðborginni. Aðrar helstu borgir í Brúnei eru hafnarborgin Muara, sem er um 40 km norður af höfuðborginni, og Seria en þar eru höfuðstöðvar olíu- og gasiðnaðarins.

Heimildir:

Myndir: The Government of Brunei Darussalam Official Website

Mynd af Bandar Seri Begawan: BBC-Chinese...