Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað orsakar heilahimnubólgu?

Þórólfur Guðnason

Hér er einnig að finna svar við spuningunum:
  • Getur heilahimnubólga komið aftur eftir að maður hefur fengið hana einu sinni?
  • Ef heilahimnubólga er ekki smitandi, hvernig fær maður hana þá?

Heilahimnubólga er eins og nafnið ber með sér bólga í himnum sem umlykja heilann. Orsakir bólgunnar geta verið margar en oftast er um að ræða sýkingu af völdum veiru eða bakteríu. Heilahimnubólga af völdum veiru er algengari en heilahimnubólga af völdum bakteríu en er jafnframt ekki eins alvarleg og þarfnast yfirleitt ekki meðferðar. Heilahimnubólga af völdum bakteríu er hins vegar yfirleitt mjög alvarleg og án meðferðar deyja langflestir.



Þar sem heilahimnubólga er oftast vegna sýkingar þá getur sýkillinn smitast milli einstaklinga en hættan á smiti er mismunandi mikil, allt eftir því hver sýkillinn er. Algengasta orsök alvarlegrar heilahimnubólgu hér á landi er baktería sem nefnist meningókokkur og getur hún smitast nokkuð auðveldlega milli manna. Því er í dag ráðlagt að gefa þeim sem umgangast náið sjúkling sem fengið hefur heilahimnubólgu af völdum meningókokks sýklalyf til uppræta bakteríuna eða bólusetja viðkomandi.

Líkur á því að einstaklingur sem fengið hefur heilahimnubólgu fái hana aftur af völdum sama sýkils eru litlar. Undantekningin á því eru þó ung börn sem oft mynda ekki verndandi mótefni eftir eina sýkingu og geta því sýkst aftur.

Lesa má nánar um heilahimnubólgu í grein sama höfundar á Doktor.is: Heilahimnubólga. Einnig má benda á grein Haraldar Briem á sama vef: Heilahimnubólga og blóðsýking af völdum meningókokka bakteríu.

Mynd: ImmunizationEd.org

Höfundur

Þórólfur Guðnason

fyrrverandi sóttvarnalæknir

Útgáfudagur

24.2.2003

Spyrjandi

Guðrún Gunnarsdóttir
Snorri Pétursson
Anna Lucie Bjarnadóttir
Íris Björk Ágústsdóttir
Einar Sumarliðason

Tilvísun

Þórólfur Guðnason. „Hvað orsakar heilahimnubólgu?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3164.

Þórólfur Guðnason. (2003, 24. febrúar). Hvað orsakar heilahimnubólgu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3164

Þórólfur Guðnason. „Hvað orsakar heilahimnubólgu?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3164>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað orsakar heilahimnubólgu?
Hér er einnig að finna svar við spuningunum:

  • Getur heilahimnubólga komið aftur eftir að maður hefur fengið hana einu sinni?
  • Ef heilahimnubólga er ekki smitandi, hvernig fær maður hana þá?

Heilahimnubólga er eins og nafnið ber með sér bólga í himnum sem umlykja heilann. Orsakir bólgunnar geta verið margar en oftast er um að ræða sýkingu af völdum veiru eða bakteríu. Heilahimnubólga af völdum veiru er algengari en heilahimnubólga af völdum bakteríu en er jafnframt ekki eins alvarleg og þarfnast yfirleitt ekki meðferðar. Heilahimnubólga af völdum bakteríu er hins vegar yfirleitt mjög alvarleg og án meðferðar deyja langflestir.



Þar sem heilahimnubólga er oftast vegna sýkingar þá getur sýkillinn smitast milli einstaklinga en hættan á smiti er mismunandi mikil, allt eftir því hver sýkillinn er. Algengasta orsök alvarlegrar heilahimnubólgu hér á landi er baktería sem nefnist meningókokkur og getur hún smitast nokkuð auðveldlega milli manna. Því er í dag ráðlagt að gefa þeim sem umgangast náið sjúkling sem fengið hefur heilahimnubólgu af völdum meningókokks sýklalyf til uppræta bakteríuna eða bólusetja viðkomandi.

Líkur á því að einstaklingur sem fengið hefur heilahimnubólgu fái hana aftur af völdum sama sýkils eru litlar. Undantekningin á því eru þó ung börn sem oft mynda ekki verndandi mótefni eftir eina sýkingu og geta því sýkst aftur.

Lesa má nánar um heilahimnubólgu í grein sama höfundar á Doktor.is: Heilahimnubólga. Einnig má benda á grein Haraldar Briem á sama vef: Heilahimnubólga og blóðsýking af völdum meningókokka bakteríu.

Mynd: ImmunizationEd.org...