
Skráardeiliforritið Napster komst fram hjá þessu vandamáli og varð gríðarlega vinsælt til að deila MP3-tónlistarskrám á síðasta áratugi, áður en fyrirtækið sem átti forritið varð gjaldþrota í kjölfar málaferla í Bandaríkjunum. Í lok ársins 2000 var talið að notendur Napster væru um 75 milljónir. Nú hafa önnur forrit eins og Kazaa og Morpheus auk fjölda annarra tekið við því hlutverki Napster að deila MP3-skrám um Internetið.
Frekara lesefni af Vísindavefnum:- Tapa lög eða önnur gögn gæðum við geymslu á hörðum diski eða við flutning milli tölva? eftir Hjálmtý Hafsteinsson
- Hvaða hlutverki gegnir nálin á gömlum vínylplötuspilurum? eftir Bjarna Gíslason
- Hversu mikið er hægt að þjappa gögnum? eftir Hjálmtý Hafsteinsson
- iPod af apple.com - Sótt 16.07.10
- Napster merkið af CNN.com