En nákvæmlega hvað er mannát? Frá því var sagt fyrir nokkrum árum að það væri vinsælt meðal millistéttarkvenna í London að borða fylgjuna sem hafði fylgt þeirra eigin börnum í heiminn. Margt fólk á líf sitt að þakka blóðgjöf annarra. Út um allan heim gefa mæður börnum brjóst. Á 17. öld notaði fólk um alla Evrópu lyf sem gerð voru úr blóði og öðrum líkamshlutum. Þau voru unnin úr líkum afbrotamanna sem teknir höfðu verið af lífi. Eru þetta dæmi um mannát? Spyrja má hvort sögur af mannáti gangi ekki út frá því kerfi sem notað er á Vesturlöndum til þess að flokka þær verur sem byggja þennan heim. Á Vesturlöndum tölum við um mannkyn og lítum á það sem eina dýrategund. Það er ekki algilt flokkunarkerfi og það sem í okkar augum kanna að sýnast vera ein manneskja að éta kjöt af annarri, kann að vera eitthvað allt annað í augum þess sem „nýtur“ matarins. En hvers vegna át fólk mannakjöt? Marvin Harris, sem var á sinni tíð helsti talsmaður efnislegra skynsemiskenninga í mannfræði, hélt því fram að ástæðan væri einfaldlega sú að mannakjöt væri uppspretta eggjahvítu. Sú skýring á sér ekki marga fylgismenn, flestir mannfræðingar telja að um mannakjöt gildi hið sama og um annan mat: Að það sé sé hluti af merkingarkerfi og neyslu þess verði að skoða út frá því. Í samræmi við þetta hafa verið settar fram kenningar um að með mannáti reyni neytendur að innbyrða lífsanda og ýmsa eftirsóknarverða eiginleika hins látna. Aðrir hafa fært fram sálfræðilegri skýringar og halda því fram að með mannáti fái fólk útrás fyrir árásarhneigð eða þörf sína að halda í eitthvað af hinum látna. Rétt er þó að hafa í huga að mannát hefur ólíka merkingu fyrir ólíkt fólk á ólíkum stöðum og ólíkum tímum. Kannski er ekki einu sinni rétt að tala um eitt og sama athæfið. Mannfræðingurinn Beth Conklin hefur gert ítarlega grein fyrir mannáti meðal Wari’-fólksins í bók sinni Consuming grief: compassionate cannibalism in an Amazonian society. Þar segir að mannát meðal Wari’ eigi sér rætur í hugmyndum þeirra um það hvernig minningar hafi áhrif á sorgina. Útfararsiðir Wari’-fólksins snúast um það að eyða hlutum sem minna á hinn látna, enda vekja minningar sorg og geta þess utan laðað að sér afturgöngu hins látna. Það sem helst vekur minningar um hinn látna meðal Wari’-fólksins er líkami hans. Líkami hins látna er étinn til að andi hans geti tekið sér bólfestu í pekkarísvíni (e. peccary), sem er mikilvæg uppspretta kjöts fyrir Wari’-fólkið. Hinn látni, endurborinn sem pekkarísvín, leitar að veiðimönnum úr sinni eigin fjölskyldu og gætir þess að þeir veiði hann, svo hann færi þannig fólkinu sem hann elskar kjöt. Fátt vekur fólki á Vesturlöndum meiri óhug en sögur af mannáti. Mannfræðingar líta á það sem skyldu sína að útskýra siði sem okkur kunna að þykja óskynsamlegir og ógeðfelldir, og hafa kannski þess vegna gengið of langt í því að neita sögum um mannát. Conklin heldur því fram að með því hafi mannfræðingar í raun tekið undir fordóma Vesturlandabúa. Við ættum kannski að vera opin fyrir þeim möguleika að mannát sé gott, á meðan fólk er beinlínis ekki drepið til að borða það: Wari’-fólkið stundaði mannát af ást. Myndir:
Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?
En nákvæmlega hvað er mannát? Frá því var sagt fyrir nokkrum árum að það væri vinsælt meðal millistéttarkvenna í London að borða fylgjuna sem hafði fylgt þeirra eigin börnum í heiminn. Margt fólk á líf sitt að þakka blóðgjöf annarra. Út um allan heim gefa mæður börnum brjóst. Á 17. öld notaði fólk um alla Evrópu lyf sem gerð voru úr blóði og öðrum líkamshlutum. Þau voru unnin úr líkum afbrotamanna sem teknir höfðu verið af lífi. Eru þetta dæmi um mannát? Spyrja má hvort sögur af mannáti gangi ekki út frá því kerfi sem notað er á Vesturlöndum til þess að flokka þær verur sem byggja þennan heim. Á Vesturlöndum tölum við um mannkyn og lítum á það sem eina dýrategund. Það er ekki algilt flokkunarkerfi og það sem í okkar augum kanna að sýnast vera ein manneskja að éta kjöt af annarri, kann að vera eitthvað allt annað í augum þess sem „nýtur“ matarins. En hvers vegna át fólk mannakjöt? Marvin Harris, sem var á sinni tíð helsti talsmaður efnislegra skynsemiskenninga í mannfræði, hélt því fram að ástæðan væri einfaldlega sú að mannakjöt væri uppspretta eggjahvítu. Sú skýring á sér ekki marga fylgismenn, flestir mannfræðingar telja að um mannakjöt gildi hið sama og um annan mat: Að það sé sé hluti af merkingarkerfi og neyslu þess verði að skoða út frá því. Í samræmi við þetta hafa verið settar fram kenningar um að með mannáti reyni neytendur að innbyrða lífsanda og ýmsa eftirsóknarverða eiginleika hins látna. Aðrir hafa fært fram sálfræðilegri skýringar og halda því fram að með mannáti fái fólk útrás fyrir árásarhneigð eða þörf sína að halda í eitthvað af hinum látna. Rétt er þó að hafa í huga að mannát hefur ólíka merkingu fyrir ólíkt fólk á ólíkum stöðum og ólíkum tímum. Kannski er ekki einu sinni rétt að tala um eitt og sama athæfið. Mannfræðingurinn Beth Conklin hefur gert ítarlega grein fyrir mannáti meðal Wari’-fólksins í bók sinni Consuming grief: compassionate cannibalism in an Amazonian society. Þar segir að mannát meðal Wari’ eigi sér rætur í hugmyndum þeirra um það hvernig minningar hafi áhrif á sorgina. Útfararsiðir Wari’-fólksins snúast um það að eyða hlutum sem minna á hinn látna, enda vekja minningar sorg og geta þess utan laðað að sér afturgöngu hins látna. Það sem helst vekur minningar um hinn látna meðal Wari’-fólksins er líkami hans. Líkami hins látna er étinn til að andi hans geti tekið sér bólfestu í pekkarísvíni (e. peccary), sem er mikilvæg uppspretta kjöts fyrir Wari’-fólkið. Hinn látni, endurborinn sem pekkarísvín, leitar að veiðimönnum úr sinni eigin fjölskyldu og gætir þess að þeir veiði hann, svo hann færi þannig fólkinu sem hann elskar kjöt. Fátt vekur fólki á Vesturlöndum meiri óhug en sögur af mannáti. Mannfræðingar líta á það sem skyldu sína að útskýra siði sem okkur kunna að þykja óskynsamlegir og ógeðfelldir, og hafa kannski þess vegna gengið of langt í því að neita sögum um mannát. Conklin heldur því fram að með því hafi mannfræðingar í raun tekið undir fordóma Vesturlandabúa. Við ættum kannski að vera opin fyrir þeim möguleika að mannát sé gott, á meðan fólk er beinlínis ekki drepið til að borða það: Wari’-fólkið stundaði mannát af ást. Myndir:
Útgáfudagur
25.2.2003
Spyrjandi
Hrefna Ólafsdóttir, f. 1990
Almar Daði Kristjánsson, f. 1992
Tilvísun
Arnar Árnason. „Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2003, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3170.
Arnar Árnason. (2003, 25. febrúar). Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3170
Arnar Árnason. „Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2003. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3170>.