Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað heitir það að éta sína eigin tegund?

Jón Gunnar Þorsteinsson og Arnar Pálsson

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:
Hvað heitir það að borða sína eigin tegund? Eins og ef maður borðar mann þá er hann mannæta, en ef hæna borðar hænu? (Erna Kristín) Er til íslensk þýðing fyrir enska orðið "cannibalism"? Mannát á náttúrulega bara um menn sem éta aðra menn en "cannibalism" getur gilt um hvaða dýrategund sem er. (Sigurbjörn Kristjánsson).

Alþjóðlega hugtakið yfir það þegar dýr éta eigin tegund er cannibalism. Í vísindum er sambærilegt íslenskt hugtak sjálfsafrán eða sjálfrán, myndað eftir orðinu rándýr sem notað er um dýr sem veiða önnur dýr sér til matar.

Þýðingin á cannibalism sem flestir kannast við er mannát. Það er upprunaleg merking orðsins og er aðallega notuð um menn sem leggja sér aðra menn til munns. Stundum er einnig talað um einstaklinga af öðrum dýrategundum sem mannætur, til dæmis mannætutígrisdýr eða mannætuljón. En þá er aðeins átt við dýr sem éta menn.

Alþjóðlega hugtakið yfir það þegar dýr éta eigin tegund er cannibalism. Það á rætur að rekja til Kristófers Kólumbusar sem heyrði svonefnda Taíno-indjána nota sambærileg orð um óvinaþjóðflokka sína sem þeir sögðu stunda mannát. Myndin er lituð trérista af Taíno-indjánum úr ritinu Historia del Mondo Nuovo sem kom fyrst út í Feneyjum 1565.

Orðið cannibal (sp. caníbal, fr. cannibale, þ. Kannibale) á rætur að rekja til landkönnuðarins Kristófers Kólumbusar (1451-1506). Hjá frumbyggjum Karíbahafsins, svonefndum Taíno-indjánum, heyrði hann um óvinaþjóðflokka, á eyjaklasanum Litlu-Antillaeyjum, sem sagðir voru mannætur. Orðin sem Taínó-indjánar notuðu um þá skiluðu sér með ýmsum hætti til og frá Kólumbusi, meðal annars sem: canibales, caribales, caniba, canima, cariba, caribe, cariby og carib. Þannig varð til orðið caníbal á spænsku og sambærileg orð í tungumálum annarra Evrópubúa. Eldra orð í fornensku um sama fyrirbæri er vel skiljanlegt íslenskumælandi fólki, en það er selfæta.

Sjálfsafrán er nokkuð algengt meðal dýra, og er hvatinn baráttan um fæðu og viðgang. Ungviði margra fiska er til að mynda fæða fyrir eldri fiska, oft sömu tegundar. Nýlegt og dramatískt dæmi um sjálfsafrán flóðhesta í Afríku hefur vakið athygli, en flóðhestar eru almennt þekktir sem grasætur. Talið er að flóðhestar freistist til að éta hræ ef önnur fæða er takmörkuð, en ekki er vitað til þess að þeir drepi meðlimi sinnar tegundar í fæðuöflunarskyni. Einnig eru dæmi um að þróunarfræðilegir kraftar spili inn í sjálfsafrán. Meðal hákarla, sem ala lifandi afkvæmi, þekkjast systkinamorð. Í mæðrunum þroskast nokkrir litlir hákarlar og meðal sumra tegunda er þekkt að sá sem klekst fyrstur getur nærst á systkinum sínum. Það veitir viðkomandi sannarlega fæðu, en getur einnig tryggt viðkomandi forskot á ættingja sína.

Myndir teknar í Malaví sem sýna flóðhest og fjóra krókódíla nærast saman á líkama annars flóðhests.

Í skordýraríkinu eru líka fleiri dæmi, til dæmis um nýklaktar köngulær af sumum tegundum sem éta systkini sín (sem ekki hafa klakist) og mögulega skyldar flugulirfur sem éta hver aðra. Sérkennilegasta dæmið úr dýraríkinu er samt köngulær sem éta maka sína. Meðal margra tegunda hefur þróast gjafmildi meðal karla, sem færa kvendýrunum gjafir sem eiga að auka frjósemi þeirra og þannig hæfni þeirra. Ýktasta gjöfin er sjálfsfórn, sem endar þannig að kerlan étur maka sinn að mökun lokinni. Þar er sjálfsafránið drifið áfram af æxlunarlegum árangri einstaklingsins sem étinn var.

Heimildir:

Myndir:

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

27.1.2022

Spyrjandi

Erna Kristín, Sigurbjörn Kristjánsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson og Arnar Pálsson. „Hvað heitir það að éta sína eigin tegund?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2022. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80162.

Jón Gunnar Þorsteinsson og Arnar Pálsson. (2022, 27. janúar). Hvað heitir það að éta sína eigin tegund? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80162

Jón Gunnar Þorsteinsson og Arnar Pálsson. „Hvað heitir það að éta sína eigin tegund?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2022. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80162>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir það að éta sína eigin tegund?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:

Hvað heitir það að borða sína eigin tegund? Eins og ef maður borðar mann þá er hann mannæta, en ef hæna borðar hænu? (Erna Kristín) Er til íslensk þýðing fyrir enska orðið "cannibalism"? Mannát á náttúrulega bara um menn sem éta aðra menn en "cannibalism" getur gilt um hvaða dýrategund sem er. (Sigurbjörn Kristjánsson).

Alþjóðlega hugtakið yfir það þegar dýr éta eigin tegund er cannibalism. Í vísindum er sambærilegt íslenskt hugtak sjálfsafrán eða sjálfrán, myndað eftir orðinu rándýr sem notað er um dýr sem veiða önnur dýr sér til matar.

Þýðingin á cannibalism sem flestir kannast við er mannát. Það er upprunaleg merking orðsins og er aðallega notuð um menn sem leggja sér aðra menn til munns. Stundum er einnig talað um einstaklinga af öðrum dýrategundum sem mannætur, til dæmis mannætutígrisdýr eða mannætuljón. En þá er aðeins átt við dýr sem éta menn.

Alþjóðlega hugtakið yfir það þegar dýr éta eigin tegund er cannibalism. Það á rætur að rekja til Kristófers Kólumbusar sem heyrði svonefnda Taíno-indjána nota sambærileg orð um óvinaþjóðflokka sína sem þeir sögðu stunda mannát. Myndin er lituð trérista af Taíno-indjánum úr ritinu Historia del Mondo Nuovo sem kom fyrst út í Feneyjum 1565.

Orðið cannibal (sp. caníbal, fr. cannibale, þ. Kannibale) á rætur að rekja til landkönnuðarins Kristófers Kólumbusar (1451-1506). Hjá frumbyggjum Karíbahafsins, svonefndum Taíno-indjánum, heyrði hann um óvinaþjóðflokka, á eyjaklasanum Litlu-Antillaeyjum, sem sagðir voru mannætur. Orðin sem Taínó-indjánar notuðu um þá skiluðu sér með ýmsum hætti til og frá Kólumbusi, meðal annars sem: canibales, caribales, caniba, canima, cariba, caribe, cariby og carib. Þannig varð til orðið caníbal á spænsku og sambærileg orð í tungumálum annarra Evrópubúa. Eldra orð í fornensku um sama fyrirbæri er vel skiljanlegt íslenskumælandi fólki, en það er selfæta.

Sjálfsafrán er nokkuð algengt meðal dýra, og er hvatinn baráttan um fæðu og viðgang. Ungviði margra fiska er til að mynda fæða fyrir eldri fiska, oft sömu tegundar. Nýlegt og dramatískt dæmi um sjálfsafrán flóðhesta í Afríku hefur vakið athygli, en flóðhestar eru almennt þekktir sem grasætur. Talið er að flóðhestar freistist til að éta hræ ef önnur fæða er takmörkuð, en ekki er vitað til þess að þeir drepi meðlimi sinnar tegundar í fæðuöflunarskyni. Einnig eru dæmi um að þróunarfræðilegir kraftar spili inn í sjálfsafrán. Meðal hákarla, sem ala lifandi afkvæmi, þekkjast systkinamorð. Í mæðrunum þroskast nokkrir litlir hákarlar og meðal sumra tegunda er þekkt að sá sem klekst fyrstur getur nærst á systkinum sínum. Það veitir viðkomandi sannarlega fæðu, en getur einnig tryggt viðkomandi forskot á ættingja sína.

Myndir teknar í Malaví sem sýna flóðhest og fjóra krókódíla nærast saman á líkama annars flóðhests.

Í skordýraríkinu eru líka fleiri dæmi, til dæmis um nýklaktar köngulær af sumum tegundum sem éta systkini sín (sem ekki hafa klakist) og mögulega skyldar flugulirfur sem éta hver aðra. Sérkennilegasta dæmið úr dýraríkinu er samt köngulær sem éta maka sína. Meðal margra tegunda hefur þróast gjafmildi meðal karla, sem færa kvendýrunum gjafir sem eiga að auka frjósemi þeirra og þannig hæfni þeirra. Ýktasta gjöfin er sjálfsfórn, sem endar þannig að kerlan étur maka sinn að mökun lokinni. Þar er sjálfsafránið drifið áfram af æxlunarlegum árangri einstaklingsins sem étinn var.

Heimildir:

Myndir:...