Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Hvernig æxlast hákarlar?

Jón Már Halldórsson

Æxlun hákarla hefur ekki verið rannsökuð mjög ýtarlega en vitað er að atferlið í kringum hana er mjög breytilegt á milli tegunda og ættkvísla. Meðal annars eru þekktir “forleikir” eins og samræmd sundtök eða létt bit. Í því samhengi er athyglisvert að skrápur kvendýranna er allt að tvöfalt þykkari en karldýranna en í sumum tilfellum bíta karldýrin kvendýrin við samfarir. Litabreytingar við æxlunaratferli er einnig þekkt meðal hákarla.

Karldýrið hefur tvo limi sem eru ummyndaðir gotraufaruggar og með þeim kemur hann sæðinu inn í gotrauf kvendýrsins. Ólíkt flestum öðrum fisktegundum þá fer frjóvgun fram inni í líkama kvenhákarlsins. Hver framvindan verður síðan er breytileg milli ætta hákarla.Við æxlun notar karldýrið annan af ummynduðum gotraufaruggum sínum til þess að koma sæði í gotrauf kvendýrsins. Til þess að halda kvendýrinu á meðan á mökun stendur bítur karlinn gjarnan í það.

Í sumum tilvikum klekjast eggin út innan líkama móðurinnar. Þar sem hákarlar hafa ekki fylgju eins og spendýr þá nærist ungviðið á vökva sem er hvítleitur á lit og minnir mjög á mjólk. Sjávarlíffræðingar nefna þetta legmjólk (e. uterine milk) og það eru frumur sem seyta vökvanum til unganna.

Meðgangan er breytileg milli tegunda og hjá sumum getur hún tekið marga mánuði áður en kvikir ungar koma í heiminn (e. viviparity). Þetta á við um flestar tegundir núlifandi hákarla til dæmis hvalháf (Rhincodon typus), hámeri (Lamna nasus), bláháf (Prionace glauca), sítrónháf (Negaprion brevirostris) og nautháf (Carcharhinus leucas).

Í öðrum tilvikum fara eggin óklakin út úr líkama kvendýrsins (e. oviparity) og er þau skilin eftir óvarin en móðirin syndir sína leið. Nær óþekkt er að hákarlar gæti eggja eða afkvæma sinna. Það má því ætla að afrán á eggjum eða svokölluðum pétursskipum sé mikið. Dæmi um tegundir sem fara þessa leið er sebraháfur (Stegostoma fasciatum), kattháfar (Scyliorhinidae) og belgháfur (Cephaloscyllium ventriosum).

Þriðja leiðin nefnist ovoviviparous á fræðimáli. Þá klekst ungviðið í kvið móðurinnar en þar sem engin fylgja er til að miðla næringu þá lifa ungarnir á ófrjóvguðum eggjum og systkinum sínum. Skiljanlega eru afföllin afar mikil meðal unganna við slíkt sjálfsafrán. Þær tegundir sem fara þessa leið eru til dæmis hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias), tígrishákarlinn (Galeocerdo cuvier) og grænlandsháfur (Somniosus microcephalus).

Nýklakið ungviði hákarla er vel þroskað. Ungarnir hafa nánast fullþroskuð skynfæri, þeir eru fulltenntir og sundhæfnin ákaflega góð. Það veitir sjálfsagt ekki af þar sem þeir njóta ekki verndar móður sinnar eftir klak heldur þurfa að takast á við lífsbaráttuna og afla sér fæðu upp á eigin spýtur.

Með því að smella hér má skoða myndbrot á vef National Geography þar sem kvikmyndatökumenn eru að reyna að mynda æxlun hákarla (það þarf að bíða í smá stund áður en rétta myndskeiðið fer af stað).

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um hákarla. Þau má finna með því að smella á efnisorð sem fylgja þessu svari eða með því að nota leitarvélina.

Mynd: Peter Chen. Sótt 23. 1. 2009.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvort eignast hákarlar lifandi unga eða egg?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.1.2009

Spyrjandi

Mikael Daníelsson
Sesselía Sól Dagsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast hákarlar?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2009. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=51111.

Jón Már Halldórsson. (2009, 26. janúar). Hvernig æxlast hákarlar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51111

Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast hákarlar?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2009. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51111>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig æxlast hákarlar?
Æxlun hákarla hefur ekki verið rannsökuð mjög ýtarlega en vitað er að atferlið í kringum hana er mjög breytilegt á milli tegunda og ættkvísla. Meðal annars eru þekktir “forleikir” eins og samræmd sundtök eða létt bit. Í því samhengi er athyglisvert að skrápur kvendýranna er allt að tvöfalt þykkari en karldýranna en í sumum tilfellum bíta karldýrin kvendýrin við samfarir. Litabreytingar við æxlunaratferli er einnig þekkt meðal hákarla.

Karldýrið hefur tvo limi sem eru ummyndaðir gotraufaruggar og með þeim kemur hann sæðinu inn í gotrauf kvendýrsins. Ólíkt flestum öðrum fisktegundum þá fer frjóvgun fram inni í líkama kvenhákarlsins. Hver framvindan verður síðan er breytileg milli ætta hákarla.Við æxlun notar karldýrið annan af ummynduðum gotraufaruggum sínum til þess að koma sæði í gotrauf kvendýrsins. Til þess að halda kvendýrinu á meðan á mökun stendur bítur karlinn gjarnan í það.

Í sumum tilvikum klekjast eggin út innan líkama móðurinnar. Þar sem hákarlar hafa ekki fylgju eins og spendýr þá nærist ungviðið á vökva sem er hvítleitur á lit og minnir mjög á mjólk. Sjávarlíffræðingar nefna þetta legmjólk (e. uterine milk) og það eru frumur sem seyta vökvanum til unganna.

Meðgangan er breytileg milli tegunda og hjá sumum getur hún tekið marga mánuði áður en kvikir ungar koma í heiminn (e. viviparity). Þetta á við um flestar tegundir núlifandi hákarla til dæmis hvalháf (Rhincodon typus), hámeri (Lamna nasus), bláháf (Prionace glauca), sítrónháf (Negaprion brevirostris) og nautháf (Carcharhinus leucas).

Í öðrum tilvikum fara eggin óklakin út úr líkama kvendýrsins (e. oviparity) og er þau skilin eftir óvarin en móðirin syndir sína leið. Nær óþekkt er að hákarlar gæti eggja eða afkvæma sinna. Það má því ætla að afrán á eggjum eða svokölluðum pétursskipum sé mikið. Dæmi um tegundir sem fara þessa leið er sebraháfur (Stegostoma fasciatum), kattháfar (Scyliorhinidae) og belgháfur (Cephaloscyllium ventriosum).

Þriðja leiðin nefnist ovoviviparous á fræðimáli. Þá klekst ungviðið í kvið móðurinnar en þar sem engin fylgja er til að miðla næringu þá lifa ungarnir á ófrjóvguðum eggjum og systkinum sínum. Skiljanlega eru afföllin afar mikil meðal unganna við slíkt sjálfsafrán. Þær tegundir sem fara þessa leið eru til dæmis hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias), tígrishákarlinn (Galeocerdo cuvier) og grænlandsháfur (Somniosus microcephalus).

Nýklakið ungviði hákarla er vel þroskað. Ungarnir hafa nánast fullþroskuð skynfæri, þeir eru fulltenntir og sundhæfnin ákaflega góð. Það veitir sjálfsagt ekki af þar sem þeir njóta ekki verndar móður sinnar eftir klak heldur þurfa að takast á við lífsbaráttuna og afla sér fæðu upp á eigin spýtur.

Með því að smella hér má skoða myndbrot á vef National Geography þar sem kvikmyndatökumenn eru að reyna að mynda æxlun hákarla (það þarf að bíða í smá stund áður en rétta myndskeiðið fer af stað).

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um hákarla. Þau má finna með því að smella á efnisorð sem fylgja þessu svari eða með því að nota leitarvélina.

Mynd: Peter Chen. Sótt 23. 1. 2009.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvort eignast hákarlar lifandi unga eða egg?
...