Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig flokkast hvíthákarlinn?

Jón Már Halldórsson



Fáar ef einhverjar tegundir sjávardýra eru hjúpaðar jafnmikilli dulúð, goðsögnum og ævintýrablæ og hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias). Það er líklega að miklu leyti komið til vegna stærðar hans og vegna þess hve hann er mikill einfari. Eins og komið er fyrir tegundinni í dag eru hins vegar risarnir meðal hvíthákarla orðnir afar sjaldgæfir vegna rányrkju okkar mannanna. Nú er hvíthákarlinn verndaður enda í mikilli útrýmingarhættu. Stærstu einstaklingar tegundarinnar vega allt upp í 3 tonn og geta náð 6 metrum á lengd. Talið er að meðalþyngdin sé á bilinu 1200 til 2000 kg.

Árásir hákarla á kafara, brimbrettafólk og aðra strandagesti eru sjaldgæfar en af þeim hljótast venjulega slæmir áverkar. Rannsóknir hafa sýnt að hvíthákarlar eiga sök á 33–50% af hákarlaárásum á fólk. Talið er að tæplega ein af hverjum tíu árásum hvíthákarla sé banvæn.

Þar sem hvíthákarlar eru algengastir, undan ströndum Ástralíu, Suður-Afríku og Kaliforníu, eru sæljón aðal fæða þeirra. Annars éta þeir ýmsar sæskjaldbökur, stóra og smáa fiska, aðra hákarla, hræ og reyndar allt sem að kjafti kemur, þar á meðal sorp frá skipum og bátum. Hvíthákarla er að finna á opnu hafi frekar en inni í fjörðum. Þeir eru algengastir í tempruðum sjó en finnast þó víðar.

Hvíthákarlar eru oftast gráleitir eða bláleitir á bakinu en kviðurinn er ljósari, oftast hvítur. Stærstu einstaklingarnir eru yfirleitt fölleitari.

Hvíthákarlar gjóta ungum. Alls gjóta kvendýrin frá tveimur upp í fjórtán ungum sem geta verið allt að 1,5 metrar á lengd. Eins og meðal allra hákarla verður frjóvgunin inni í kvendýrinu. Eggin klekjast þar út og nýklaktir ungarnir nærast á öðrum eggjum og systkinum sínum. Í hákörlum er engin legkaka til að næra fóstrin heldur byrjar hin harða lífsbarátta unganna strax við klak. Eftir gotið synda þeir burt frá móður sinni og hefja strax ránlífi. Sú aðferð náttúrunnar að láta eggin klekjast í líkama móður er nefnd ovoviviparous á erlendum tungum.

Flokkunarfræði hvíthákarlsins er eftirfarandi:

Ríki (Kingdom) Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class) Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Undirflokkur (Subclass) Hákarlar og skötur (Elasmobranchii)
Ættbálkur (Order) Lamniformes
Ætt (Family) Hámeraætt (Lamnidae)
Ættkvísl (Genus) Carcharodon
Tegund (Species) Hvíthákarl (Carcharias)

Gleggsta einkenni hákarla er að í þeim eru engin bein, heldur er stoðgrind þeirra úr brjóski. Reyndar eru tennur þessara fiska og stundum hryggurinn kalkaður en uppbygging þessa kalkríka brjósks er ólík uppbyggingu beina. Í flokki brjóskfiska eru yfir 600 tegundir af skötum og hákörlum.

Í undirflokknum Elasmobranchii eru brjóskfiskar sem hafa nokkur sameiginleg einkenni svo sem enga sundblöðru, skinn með plötuhreistri (skráp), tennur sem eru ummyndaðar plötuhreistursflögur og 5–7 tálknop á hvorri hlið líkamans.

Núlifandi hákörlum er skipt í átta ættbálka. Þeir eru Squatiniformes, Pristiophoriformes, Squaliformes, Carchariniformers, Lamniformes, Orectolobiformes, Heterodontiformes og Hexanchiformes. Eins og sést að ofan er hvíthákarlinn í ættbálkinum Lamniformes. Í þessum ættbálki eru meðal annars tegundir eins og krókodílahákarlinn, stórkjaftur (e. megamouth) og mako-hákarlinn. Það sem er sameiginlegt með þessum hákörlum er meðal annars gotraufaruggi, fimm tálknop á hvorri hlið og tveir baklægir uggar, annar mun stærri en hinn.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum:

Hvað getur hákarl orðið gamall?
Sofa hákarlar og hvalir?
Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?

Myndin er fengin á Britannicu.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.5.2001

Spyrjandi

Arnar Kári Hallgrímsson, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig flokkast hvíthákarlinn?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2001, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1578.

Jón Már Halldórsson. (2001, 8. maí). Hvernig flokkast hvíthákarlinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1578

Jón Már Halldórsson. „Hvernig flokkast hvíthákarlinn?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2001. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1578>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig flokkast hvíthákarlinn?


Fáar ef einhverjar tegundir sjávardýra eru hjúpaðar jafnmikilli dulúð, goðsögnum og ævintýrablæ og hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias). Það er líklega að miklu leyti komið til vegna stærðar hans og vegna þess hve hann er mikill einfari. Eins og komið er fyrir tegundinni í dag eru hins vegar risarnir meðal hvíthákarla orðnir afar sjaldgæfir vegna rányrkju okkar mannanna. Nú er hvíthákarlinn verndaður enda í mikilli útrýmingarhættu. Stærstu einstaklingar tegundarinnar vega allt upp í 3 tonn og geta náð 6 metrum á lengd. Talið er að meðalþyngdin sé á bilinu 1200 til 2000 kg.

Árásir hákarla á kafara, brimbrettafólk og aðra strandagesti eru sjaldgæfar en af þeim hljótast venjulega slæmir áverkar. Rannsóknir hafa sýnt að hvíthákarlar eiga sök á 33–50% af hákarlaárásum á fólk. Talið er að tæplega ein af hverjum tíu árásum hvíthákarla sé banvæn.

Þar sem hvíthákarlar eru algengastir, undan ströndum Ástralíu, Suður-Afríku og Kaliforníu, eru sæljón aðal fæða þeirra. Annars éta þeir ýmsar sæskjaldbökur, stóra og smáa fiska, aðra hákarla, hræ og reyndar allt sem að kjafti kemur, þar á meðal sorp frá skipum og bátum. Hvíthákarla er að finna á opnu hafi frekar en inni í fjörðum. Þeir eru algengastir í tempruðum sjó en finnast þó víðar.

Hvíthákarlar eru oftast gráleitir eða bláleitir á bakinu en kviðurinn er ljósari, oftast hvítur. Stærstu einstaklingarnir eru yfirleitt fölleitari.

Hvíthákarlar gjóta ungum. Alls gjóta kvendýrin frá tveimur upp í fjórtán ungum sem geta verið allt að 1,5 metrar á lengd. Eins og meðal allra hákarla verður frjóvgunin inni í kvendýrinu. Eggin klekjast þar út og nýklaktir ungarnir nærast á öðrum eggjum og systkinum sínum. Í hákörlum er engin legkaka til að næra fóstrin heldur byrjar hin harða lífsbarátta unganna strax við klak. Eftir gotið synda þeir burt frá móður sinni og hefja strax ránlífi. Sú aðferð náttúrunnar að láta eggin klekjast í líkama móður er nefnd ovoviviparous á erlendum tungum.

Flokkunarfræði hvíthákarlsins er eftirfarandi:

Ríki (Kingdom) Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class) Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Undirflokkur (Subclass) Hákarlar og skötur (Elasmobranchii)
Ættbálkur (Order) Lamniformes
Ætt (Family) Hámeraætt (Lamnidae)
Ættkvísl (Genus) Carcharodon
Tegund (Species) Hvíthákarl (Carcharias)

Gleggsta einkenni hákarla er að í þeim eru engin bein, heldur er stoðgrind þeirra úr brjóski. Reyndar eru tennur þessara fiska og stundum hryggurinn kalkaður en uppbygging þessa kalkríka brjósks er ólík uppbyggingu beina. Í flokki brjóskfiska eru yfir 600 tegundir af skötum og hákörlum.

Í undirflokknum Elasmobranchii eru brjóskfiskar sem hafa nokkur sameiginleg einkenni svo sem enga sundblöðru, skinn með plötuhreistri (skráp), tennur sem eru ummyndaðar plötuhreistursflögur og 5–7 tálknop á hvorri hlið líkamans.

Núlifandi hákörlum er skipt í átta ættbálka. Þeir eru Squatiniformes, Pristiophoriformes, Squaliformes, Carchariniformers, Lamniformes, Orectolobiformes, Heterodontiformes og Hexanchiformes. Eins og sést að ofan er hvíthákarlinn í ættbálkinum Lamniformes. Í þessum ættbálki eru meðal annars tegundir eins og krókodílahákarlinn, stórkjaftur (e. megamouth) og mako-hákarlinn. Það sem er sameiginlegt með þessum hákörlum er meðal annars gotraufaruggi, fimm tálknop á hvorri hlið og tveir baklægir uggar, annar mun stærri en hinn.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum:

Hvað getur hákarl orðið gamall?
Sofa hákarlar og hvalir?
Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?

Myndin er fengin á Britannicu.com...