Sólin Sólin Rís 09:59 • sest 17:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:19 • Sest 11:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:02 • Síðdegis: 18:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:21 • Síðdegis: 24:23 í Reykjavík

Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun?

Jón Már Halldórsson

Sprettkönguló (Latrodectus hasselti, e. redback spider) er baneitruð könguló af ættkvíslinni Latrodectus, en til þeirrar ættkvíslar telst líka hin alræmda svarta ekkja (Latrodectus mactans). Sprettköngulóin er einlend í Ástralíu en berst stundum með matvælum sem flutt eru þaðan til annarra landa.

Sprettköngulóin er tiltölulega smávaxin, kvendýrin eru um einn cm á lengd og karldýrin 3-4 mm. Það er fleira en stærðin sem aðgreinir kynin. Kvendýrin eru svört (stundum brúnleit) með appelsínugulri eða rauðleitri rák á efri hluta afturbols. Stundum er rákin brotin í miðju og tekur þá á sig mynd tveggja depla. Karldýrin eru brún og hafa hvítar skellur á efri hluta afturbols.

Kvendýr sprettköngulóarinnar (Latrodectus hasselti).

Vefur sprettköngulóarinnar er óreglulegur og ofinn úr afar sterkum silkiþráðum. Úr afturhluta vefsins ganga göng sem köngulóin notar til hvíldar og til að verpa í. Þangað fer hún einnig með bráð sína.

Stærstur hluti fæðu sprettköngulóarinnar eru skordýr. Ýmsir aðrir hópar dýra sem festast í sterkum vef hennar eru einnig auðveld bráð, svo sem smáar eðlur.

Það sem einkennir helst æxlunarhætti tegunda af ættkvíslinni Latrodectus er svokallað kynjað sjálfsafrán (e. sexual cannibalism). Eftir æxlun étur kvendýrið venjulega karlinn. Þetta er vel þekkt hjá annarri tegund ættkvíslarinnar, svörtu ekkjunni. Hjá sprettköngulónni auðveldar karldýrið kvendýrinu beinlínis átið með því að stilla afturbol sínum við munnlimi kvendýrsins. Rannsóknir hafa sýnt að í 70 prósent tilvika étur kerlan karlinn eftir æxlun. Þeir karlar sem ekki eru étnir deyja yfirleitt fljótlega eftir æxlun. Það er ekki ljóst hvers vegna þetta kynjaða sjálfsafrán hefur þróast hjá þessum tegundum en hugsanlega eykur næringarrík máltíð strax eftir æxlun líkurnar á góðum þroska flestra eggja og eykur þannig lífslíkur þeirra.

Eftir æxlun getur kvendýrið geymt sæði karlsins og notað það í skömmtum til að frjóvga eggin í allt að tvö ár. Kvendýrið getur þá verpt eggjum á tæplega 30 daga fresti og í hverju varpi geta eggin verið allt að 5000 talsins. Eggin klekjast á tveimur vikum. Kvendýrið verpir eggjunum í þéttriðinn hreiðurkenndan vef. Sprettköngulóin gerir sér yfirleitt hreiður á skjólsælum stað í klettum, í runnagróðri eða timbri, jafnvel í gömlum dekkjum eða barnaleikföngum. Algengt er að finna sprettköngulær nærri mannvirkjum.

Sprettköngulær stunda svonefnt kynjað sjálfsafrán (e. sexual cannibalism). Eftir æxlun étur kvendýrið venjulega karlinn en hann sést hér til hægri á myndinni.

Sprettköngulóin býr yfir afar öflugu taugaeitri. Eitrið framleiðir hún í kirtlum í frambol sínum. Frá kirtlunum liggur leið þess um tvo vegi og endar við klóskærin. Þegar köngulóin beitir klóskærunum, það er bítur fórnarlambið, sprautast eitrið í bitsárið.

Sprettköngulær bíta sjaldan menn í Ástralíu. Einungis 14 dauðsföll hafa verið rakin til bita hennar frá því Ástralar hófu skipulagða skráningu á dánarmeinum.

Þrátt fyrir að bit og eitrunaráhrif sprettköngulóarinnar séu sársaukafull er talið að aðeins eitt af hverjum fimm bitum sé það alvarlegt að nauðsyn sé að leita læknishjálpar. Aðallega eru það börn og aldraðir með undirliggjandi sjúkdóma sem eru viðkvæmir fyrir áhrifum eitursins. Síðan mótefni gegn eitri sprettköngulóarinnar kom á markað árið 1984 hefur ekkert dauðsfall orðið af völdum hennar.

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég sá að það er eitruð könguló farin að finnast í Englandi sem heitir redback, hvað getið sagt mér um hana?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.2.2012

Spyrjandi

Halldór Kristjánsson, f. 2001

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2012. Sótt 4. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=61585.

Jón Már Halldórsson. (2012, 7. febrúar). Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61585

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2012. Vefsíða. 4. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61585>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun?
Sprettkönguló (Latrodectus hasselti, e. redback spider) er baneitruð könguló af ættkvíslinni Latrodectus, en til þeirrar ættkvíslar telst líka hin alræmda svarta ekkja (Latrodectus mactans). Sprettköngulóin er einlend í Ástralíu en berst stundum með matvælum sem flutt eru þaðan til annarra landa.

Sprettköngulóin er tiltölulega smávaxin, kvendýrin eru um einn cm á lengd og karldýrin 3-4 mm. Það er fleira en stærðin sem aðgreinir kynin. Kvendýrin eru svört (stundum brúnleit) með appelsínugulri eða rauðleitri rák á efri hluta afturbols. Stundum er rákin brotin í miðju og tekur þá á sig mynd tveggja depla. Karldýrin eru brún og hafa hvítar skellur á efri hluta afturbols.

Kvendýr sprettköngulóarinnar (Latrodectus hasselti).

Vefur sprettköngulóarinnar er óreglulegur og ofinn úr afar sterkum silkiþráðum. Úr afturhluta vefsins ganga göng sem köngulóin notar til hvíldar og til að verpa í. Þangað fer hún einnig með bráð sína.

Stærstur hluti fæðu sprettköngulóarinnar eru skordýr. Ýmsir aðrir hópar dýra sem festast í sterkum vef hennar eru einnig auðveld bráð, svo sem smáar eðlur.

Það sem einkennir helst æxlunarhætti tegunda af ættkvíslinni Latrodectus er svokallað kynjað sjálfsafrán (e. sexual cannibalism). Eftir æxlun étur kvendýrið venjulega karlinn. Þetta er vel þekkt hjá annarri tegund ættkvíslarinnar, svörtu ekkjunni. Hjá sprettköngulónni auðveldar karldýrið kvendýrinu beinlínis átið með því að stilla afturbol sínum við munnlimi kvendýrsins. Rannsóknir hafa sýnt að í 70 prósent tilvika étur kerlan karlinn eftir æxlun. Þeir karlar sem ekki eru étnir deyja yfirleitt fljótlega eftir æxlun. Það er ekki ljóst hvers vegna þetta kynjaða sjálfsafrán hefur þróast hjá þessum tegundum en hugsanlega eykur næringarrík máltíð strax eftir æxlun líkurnar á góðum þroska flestra eggja og eykur þannig lífslíkur þeirra.

Eftir æxlun getur kvendýrið geymt sæði karlsins og notað það í skömmtum til að frjóvga eggin í allt að tvö ár. Kvendýrið getur þá verpt eggjum á tæplega 30 daga fresti og í hverju varpi geta eggin verið allt að 5000 talsins. Eggin klekjast á tveimur vikum. Kvendýrið verpir eggjunum í þéttriðinn hreiðurkenndan vef. Sprettköngulóin gerir sér yfirleitt hreiður á skjólsælum stað í klettum, í runnagróðri eða timbri, jafnvel í gömlum dekkjum eða barnaleikföngum. Algengt er að finna sprettköngulær nærri mannvirkjum.

Sprettköngulær stunda svonefnt kynjað sjálfsafrán (e. sexual cannibalism). Eftir æxlun étur kvendýrið venjulega karlinn en hann sést hér til hægri á myndinni.

Sprettköngulóin býr yfir afar öflugu taugaeitri. Eitrið framleiðir hún í kirtlum í frambol sínum. Frá kirtlunum liggur leið þess um tvo vegi og endar við klóskærin. Þegar köngulóin beitir klóskærunum, það er bítur fórnarlambið, sprautast eitrið í bitsárið.

Sprettköngulær bíta sjaldan menn í Ástralíu. Einungis 14 dauðsföll hafa verið rakin til bita hennar frá því Ástralar hófu skipulagða skráningu á dánarmeinum.

Þrátt fyrir að bit og eitrunaráhrif sprettköngulóarinnar séu sársaukafull er talið að aðeins eitt af hverjum fimm bitum sé það alvarlegt að nauðsyn sé að leita læknishjálpar. Aðallega eru það börn og aldraðir með undirliggjandi sjúkdóma sem eru viðkvæmir fyrir áhrifum eitursins. Síðan mótefni gegn eitri sprettköngulóarinnar kom á markað árið 1984 hefur ekkert dauðsfall orðið af völdum hennar.

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég sá að það er eitruð könguló farin að finnast í Englandi sem heitir redback, hvað getið sagt mér um hana?
...