Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fer könguló að því að festa þráð nánast lárétt milli tveggja stoða?

JMH

Köngulær sem spinna vef hefja yfirleitt verkið á því að strengja láréttan þráð á milli tveggja greina, stráa eða steina.

Þegar könguló byrjar á nýjum vef spinnur hún grannan og léttan þráð sem er eins konar fyrirrennari stoðþráðar. Granni þráðurinn, sem er sennilega sá sem spyrjandi á við, er það léttur að hægur vindur sveiflar honum auðveldlega til og festist hann loks við nærliggjandi jurt eða stein og liggur því sem næst láréttur.

Köngulóin fetar sig síðan eftir þræðinum og strekkir á honum. Um leið spinnur hún nýjan og gildari þráð ofan á gamla þráðinn. Þessi þráður gegnir því hlutverki að halda uppi flóknum og margslungnum vef sem köngulóin notar við fæðuöflun.



Á þessari teikningu sést könguló í stoðþræði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd

  • Pöddur. Rit landverndar 9. Ritstjórar Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson. 1989. Landvernd. Reykjavík.
  • Myndin er fengin af síðunni Spiders.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.9.2006

Spyrjandi

Jón Torfason

Tilvísun

JMH. „Hvernig fer könguló að því að festa þráð nánast lárétt milli tveggja stoða?“ Vísindavefurinn, 6. september 2006, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6172.

JMH. (2006, 6. september). Hvernig fer könguló að því að festa þráð nánast lárétt milli tveggja stoða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6172

JMH. „Hvernig fer könguló að því að festa þráð nánast lárétt milli tveggja stoða?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2006. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6172>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fer könguló að því að festa þráð nánast lárétt milli tveggja stoða?
Köngulær sem spinna vef hefja yfirleitt verkið á því að strengja láréttan þráð á milli tveggja greina, stráa eða steina.

Þegar könguló byrjar á nýjum vef spinnur hún grannan og léttan þráð sem er eins konar fyrirrennari stoðþráðar. Granni þráðurinn, sem er sennilega sá sem spyrjandi á við, er það léttur að hægur vindur sveiflar honum auðveldlega til og festist hann loks við nærliggjandi jurt eða stein og liggur því sem næst láréttur.

Köngulóin fetar sig síðan eftir þræðinum og strekkir á honum. Um leið spinnur hún nýjan og gildari þráð ofan á gamla þráðinn. Þessi þráður gegnir því hlutverki að halda uppi flóknum og margslungnum vef sem köngulóin notar við fæðuöflun.



Á þessari teikningu sést könguló í stoðþræði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd

  • Pöddur. Rit landverndar 9. Ritstjórar Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson. 1989. Landvernd. Reykjavík.
  • Myndin er fengin af síðunni Spiders....