Sólin Sólin Rís 08:36 • sest 17:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:06 • Sest 09:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:40 • Síðdegis: 18:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:34 • Síðdegis: 12:51 í Reykjavík

Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman?

Jón Már Halldórsson

Æxlunarvistfræði köngulóa má gróflega skipta í þrjú skref:

  1. Karldýrið þarf að finna kvendýr.
  2. Karlinn þarf að geta átt mök við kvendýrið.
  3. Kvendýrið verpir eggjum og verndar þau fyrir afráni.

Þar með er þó ekki allt upptalið því innan þessara skrefa eru ótal tilbrigði. Til dæmis er hegðunarmynstrið á fyrsta stigi afar breytilegt eftir hinum fjölmörgu tegundum köngulóa sem þekkjast. Karldýr margra tegunda þurfa til að mynda að nálgast kvendýrin varlega enda geta þau verið afar illskeytt. Karldýrið þarf að leika ýmsa biðilsleiki til að koma í veg fyrir að kvendýrið éti hann. Stundum gerir karldýrið vart við sig með því að plokka strengi á vefnum svo kvendýrið geti greint titringinn og viti þar með hver er á ferð. Ef allt gengur að óskum og mökun er yfirstaðin kemur karlinn sér í burtu úr vef kvendýrsins.

Sú hugmynd að allar köngulær éti karlkynsmaka sinn er röng. Slíkt þekkist þó meðal fjölmargra tegunda, meðal annars krossköngulóa. Karldýr krabbaköngulóa binda kvendýrið áður en mök eiga sér stað. Þegar karlinn hefur lokið sér af kemur hann sér í burtu áður en kvendýrið losnar.

Það þekkist einnig meðal nokkurra tegunda, að karl- og kvendýrið deili sama vefnum enda má finna ótal tilbrigði við ofangreind skref hjá hinum rúmlega 40 þúsund tegundum köngulóa sem eru þekktar. Stundum eru karldýrin það lítil að kvendýrin haf ekki áhuga á að éta þau. Eins er það þekkt að karldýrin eyða allri sinni orku og tíma í að leita sér að maka og deyja einfaldlega eftir mökun.

Mökun fer þannig fram að kaldýrið kemur sæði í kvendýrið með ummynduðum þreifurum. Í þeim er sæðið geymt. Áður hafði karlinn látið sæðið drjúpa úr sæðisopinu á vef sem hann útbýr til þessa verka. Stundum gerir hann þéttriðinn „sæðisvef“ og stundum bítur hann aðeins gat á veiðivef og lætur sæði á gatbrúnina. Þreifarararnir eru stundum aðeins einfaldir belgir með stút á endanum en geta einnig verið mjög flóknir að allri gerð. Útlit þreifaranna er oft nokkuð breytilegt milli tegunda og ætta.

Beri biðilslætin tilætlaðan árangur stingur karlinn þreifurunum í kynop kvendýrsins og tæmir belgina. Því næst hverfur hann á braut og kemur á engan hátt að uppeldi ungviðisins.
Kóngulóarkerlingin er nú reiðubúin að verpa. Hún spinnur dálítinn vef og frjóvgar eggin með sæðinu, sem hún hefur geymt, um leið og hún verpir þeim í vefinn. Annað silkiteppi er spunnið yfir eggin og þrætt við neðra teppið á jöðrunum. Umbúðir þessar eru síðan undnar upp í kúlu og henni síðan komið fyrir í bústað kóngulóarinnar, ef um slíkt er að ræða. Pöddur, rit landverndar 9, bls. 88.
Strax við klak fá ungarnir sköpulag foreldranna. Þeir dvelja í hylki sínu þangað til fyrstu hamskiptum er lokið.

Óðalshegðun er ríkjandi meðal köngulóa og þær eiga mjög erfitt með að þola návist annarra köngulóa. Vefurinn er þeirra óðal ef um vefköngulær er að ræða og köngulær fara aldrei í vef annarra köngulóa nema þær vilja hætta lífi sínu og limum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.12.2010

Spyrjandi

Líf Sigurðardóttir, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman? “ Vísindavefurinn, 16. desember 2010. Sótt 21. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=56981.

Jón Már Halldórsson. (2010, 16. desember). Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56981

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman? “ Vísindavefurinn. 16. des. 2010. Vefsíða. 21. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56981>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman?
Æxlunarvistfræði köngulóa má gróflega skipta í þrjú skref:

  1. Karldýrið þarf að finna kvendýr.
  2. Karlinn þarf að geta átt mök við kvendýrið.
  3. Kvendýrið verpir eggjum og verndar þau fyrir afráni.

Þar með er þó ekki allt upptalið því innan þessara skrefa eru ótal tilbrigði. Til dæmis er hegðunarmynstrið á fyrsta stigi afar breytilegt eftir hinum fjölmörgu tegundum köngulóa sem þekkjast. Karldýr margra tegunda þurfa til að mynda að nálgast kvendýrin varlega enda geta þau verið afar illskeytt. Karldýrið þarf að leika ýmsa biðilsleiki til að koma í veg fyrir að kvendýrið éti hann. Stundum gerir karldýrið vart við sig með því að plokka strengi á vefnum svo kvendýrið geti greint titringinn og viti þar með hver er á ferð. Ef allt gengur að óskum og mökun er yfirstaðin kemur karlinn sér í burtu úr vef kvendýrsins.

Sú hugmynd að allar köngulær éti karlkynsmaka sinn er röng. Slíkt þekkist þó meðal fjölmargra tegunda, meðal annars krossköngulóa. Karldýr krabbaköngulóa binda kvendýrið áður en mök eiga sér stað. Þegar karlinn hefur lokið sér af kemur hann sér í burtu áður en kvendýrið losnar.

Það þekkist einnig meðal nokkurra tegunda, að karl- og kvendýrið deili sama vefnum enda má finna ótal tilbrigði við ofangreind skref hjá hinum rúmlega 40 þúsund tegundum köngulóa sem eru þekktar. Stundum eru karldýrin það lítil að kvendýrin haf ekki áhuga á að éta þau. Eins er það þekkt að karldýrin eyða allri sinni orku og tíma í að leita sér að maka og deyja einfaldlega eftir mökun.

Mökun fer þannig fram að kaldýrið kemur sæði í kvendýrið með ummynduðum þreifurum. Í þeim er sæðið geymt. Áður hafði karlinn látið sæðið drjúpa úr sæðisopinu á vef sem hann útbýr til þessa verka. Stundum gerir hann þéttriðinn „sæðisvef“ og stundum bítur hann aðeins gat á veiðivef og lætur sæði á gatbrúnina. Þreifarararnir eru stundum aðeins einfaldir belgir með stút á endanum en geta einnig verið mjög flóknir að allri gerð. Útlit þreifaranna er oft nokkuð breytilegt milli tegunda og ætta.

Beri biðilslætin tilætlaðan árangur stingur karlinn þreifurunum í kynop kvendýrsins og tæmir belgina. Því næst hverfur hann á braut og kemur á engan hátt að uppeldi ungviðisins.
Kóngulóarkerlingin er nú reiðubúin að verpa. Hún spinnur dálítinn vef og frjóvgar eggin með sæðinu, sem hún hefur geymt, um leið og hún verpir þeim í vefinn. Annað silkiteppi er spunnið yfir eggin og þrætt við neðra teppið á jöðrunum. Umbúðir þessar eru síðan undnar upp í kúlu og henni síðan komið fyrir í bústað kóngulóarinnar, ef um slíkt er að ræða. Pöddur, rit landverndar 9, bls. 88.
Strax við klak fá ungarnir sköpulag foreldranna. Þeir dvelja í hylki sínu þangað til fyrstu hamskiptum er lokið.

Óðalshegðun er ríkjandi meðal köngulóa og þær eiga mjög erfitt með að þola návist annarra köngulóa. Vefurinn er þeirra óðal ef um vefköngulær er að ræða og köngulær fara aldrei í vef annarra köngulóa nema þær vilja hætta lífi sínu og limum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...