Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði?

JMH

Þessari spurningu verður vart svarað með afgerandi hætti þar sem hvalir finnast í öllum heimshöfum en dreifing þeirra er þó árstíðabundin.

Þegar haustar á norðurhveli jarðar halda flest stórhveli suður í hlýrri sjó á heittempruðum hafsvæðum en þar bera kýrnar. Á veturna er því mun minna um hvali á norðurslóðum en í suðurhöfunum. Það má því segja að ferðir stórhvela fari eftir hitastigi bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Líkt og farfuglarnir ferðast þessi stórvöxnu dýr því töluverðar vegalengdir norður og suður á bóginn árlega.



Hnúfubakar eru meðal þeirra hvalategunda sem leita suður á bóginn þegar haust gengur í garð á norðurslóðum.

Smærri hvalir, svo sem höfrungar, sýna einnig ákveðna farhegðun. Á haustin synda þeir í hlýrri sjó á suðlægum slóðum. Þeir elta þó ekki aðeins veðrið heldur einnig fæðuna. Til dæmis fylgja sumir hópar háhyrninga (Orchinus orcas) síldargöngum á Norður-Atlantshafi.

Mikið lesefni er til á Vísindavefnum um hvali og hægt er að nálgast það með því að nota leitarvélina. Við bendum sérstaklega á þetta svar eftir sama höfund: Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.5.2008

Spyrjandi

Arndís Ása, f. 1993

Tilvísun

JMH. „Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31966.

JMH. (2008, 27. maí). Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31966

JMH. „Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31966>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði?
Þessari spurningu verður vart svarað með afgerandi hætti þar sem hvalir finnast í öllum heimshöfum en dreifing þeirra er þó árstíðabundin.

Þegar haustar á norðurhveli jarðar halda flest stórhveli suður í hlýrri sjó á heittempruðum hafsvæðum en þar bera kýrnar. Á veturna er því mun minna um hvali á norðurslóðum en í suðurhöfunum. Það má því segja að ferðir stórhvela fari eftir hitastigi bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Líkt og farfuglarnir ferðast þessi stórvöxnu dýr því töluverðar vegalengdir norður og suður á bóginn árlega.



Hnúfubakar eru meðal þeirra hvalategunda sem leita suður á bóginn þegar haust gengur í garð á norðurslóðum.

Smærri hvalir, svo sem höfrungar, sýna einnig ákveðna farhegðun. Á haustin synda þeir í hlýrri sjó á suðlægum slóðum. Þeir elta þó ekki aðeins veðrið heldur einnig fæðuna. Til dæmis fylgja sumir hópar háhyrninga (Orchinus orcas) síldargöngum á Norður-Atlantshafi.

Mikið lesefni er til á Vísindavefnum um hvali og hægt er að nálgast það með því að nota leitarvélina. Við bendum sérstaklega á þetta svar eftir sama höfund: Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?

Myndir: Wikimedia Commons...