Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 15:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:20 í Reykjavík

Hvar er hagamúsin stödd í fæðukeðjunni?

JMH

Það er ekki einfalt mál að staðsetja hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í fæðukeðjunni. Hagamúsin hefur mjög fjölbreytt fæðuval þó meginuppistaðan sé úr plönturíkinu svo sem ber, grasfræ og fræ ýmissa blómplantna. Miðað við þetta fæðuval væri hægt að staðsetja þær í næstneðsta þrepi fæðukeðju vistkerfisins.Hagamýs éta hins vegar einnig töluvert af hryggleysingjum svo sem ánamaðka, lirfur, grasmaðka og landsnigla eins og brekkubobba (Cepaea). Því er staða hagamúsarinnar margbreytileg í vistkerfinu, enda er hún alæta líkt og flest önnur nagdýr. Hagamýs eru einnig hræætur og leggjast iðullega á hræ hryggdýra. Þeir sem hafa fengið hagamýs inn til sín þekkja margir að þær geta étið næstum allt, ekki bara matvæli heldur einnig til dæmis kerti og sápur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.5.2008

Spyrjandi

Margrét Petrína Hallsdóttir, f. 1994

Tilvísun

JMH. „Hvar er hagamúsin stödd í fæðukeðjunni?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2008. Sótt 30. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=31981.

JMH. (2008, 13. maí). Hvar er hagamúsin stödd í fæðukeðjunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31981

JMH. „Hvar er hagamúsin stödd í fæðukeðjunni?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2008. Vefsíða. 30. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31981>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er hagamúsin stödd í fæðukeðjunni?
Það er ekki einfalt mál að staðsetja hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í fæðukeðjunni. Hagamúsin hefur mjög fjölbreytt fæðuval þó meginuppistaðan sé úr plönturíkinu svo sem ber, grasfræ og fræ ýmissa blómplantna. Miðað við þetta fæðuval væri hægt að staðsetja þær í næstneðsta þrepi fæðukeðju vistkerfisins.Hagamýs éta hins vegar einnig töluvert af hryggleysingjum svo sem ánamaðka, lirfur, grasmaðka og landsnigla eins og brekkubobba (Cepaea). Því er staða hagamúsarinnar margbreytileg í vistkerfinu, enda er hún alæta líkt og flest önnur nagdýr. Hagamýs eru einnig hræætur og leggjast iðullega á hræ hryggdýra. Þeir sem hafa fengið hagamýs inn til sín þekkja margir að þær geta étið næstum allt, ekki bara matvæli heldur einnig til dæmis kerti og sápur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons...