Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?

Hjörtur Sigurðsson

Í nútíma svæfingalæknisfræði er notast við nokkra mismunandi lyfjaflokka til að gera skurðlæknum kleift að framkvæma skurðaðgerðir án sársauka.

Innöndun á rokgjörnum svæfingalyfjum hefur verið notuð til svæfinga síðan um miðja nítjándu öld. Eter var fyrst notaður árið 1846 og var það fyrsta lyfið í flokki lyfja, sem ein og sér geta framkallað meðvitundarleysi, hreyfingarleysi og hindrað að sjúklingur upplifi sársauka á meðan skurðaðgerð stendur. Nú eru komin á markað ný lyf úr þessum flokki sem eru bæði öruggari og handhægari í notkun og eter heyrir sögunni til.

Þrátt fyrir langa notkun er verkunarmáti þessara lyfja ekki fullþekktur. Tvær kenningar eiga mestu fylgi að fagna, annars vegar að þau virki á mörgum stöðum í frumum (multisite theory of narcosis), og hins vegar að þau virki á einum stað (unitary theory of narcosis).

Svæfingu má innleiða annað hvort með innöndun svæfingalyfja (einkum notað í barnasvæfingum) eða með því að gefa í æð lyf sem valda meðvitundarleysi. Nú eru mest notuð til innleiðslu annars vegar barbituröt, og hins vegar nýtt lyf, propofol, sem einnig má nota til viðhalds svæfingar ef það er gefið í sídreypi.

Ópíöt (morfín skyld lyf) eru mikið notuð með svæfingalyfjum. Þau virka annars vegar á viðtaka (receptora) í mænu og hamla að sársaukaboð berist um mænu til heila og hins vegar á viðtaka í heila, þar sem þau hafa sársaukastillandi, öndunarletjandi og sljóvgandi áhrif. Í mjög stórum skömmtum valda þau meðvitundarleysi.

Loks má nefna staðdeyfilyf. Þau verka á frumuhimnur taugafruma og hindra að taugaboð berist eftir taugaþráðum. Þau eru til dæmis notuð í aðgerðum á útlimum, þar sem staðdeyfilyfinu er sprautað við taugar sem liggja út í viðkomandi útlim, þannig að hann dofnar.

Við mænudeyfingar er staðdeyfilyfinu sprautað í mænuvökvann, neðan við mænuendann, og dofnar þá neðri hluti líkamans. Við utanbastsdeyfingar er staðdeyfilyfi sprautað inn í hrygggöngin utan við himnu sem umlykur mænu og mænuvökva. Þá baðar lyfið taugarætur á viðkomandi svæði og hefur einhver áhrif á mænuna. Þessi deyfing er til dæmis notuð til verkjastillingar í fæðingum og í brjósthols- og kviðarholsaðgerðum, þar sem deyfingin dregur úr þörf á svæfingarlyfjum í aðgerð og er notuð til verkjastillingar fyrstu dagana eftir aðgerð.

Sjá einnig fræðslu frá Bandaríska svæfingalæknafélaginu: Anesthesia and you

Mynd: Baylor College of Medicine

Höfundur

svæfingalæknir, Landspítalinn háskólasjúkrahús

Útgáfudagur

6.3.2003

Spyrjandi

Áslaug Vignisdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Hjörtur Sigurðsson. „Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2003, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3206.

Hjörtur Sigurðsson. (2003, 6. mars). Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3206

Hjörtur Sigurðsson. „Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2003. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3206>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?
Í nútíma svæfingalæknisfræði er notast við nokkra mismunandi lyfjaflokka til að gera skurðlæknum kleift að framkvæma skurðaðgerðir án sársauka.

Innöndun á rokgjörnum svæfingalyfjum hefur verið notuð til svæfinga síðan um miðja nítjándu öld. Eter var fyrst notaður árið 1846 og var það fyrsta lyfið í flokki lyfja, sem ein og sér geta framkallað meðvitundarleysi, hreyfingarleysi og hindrað að sjúklingur upplifi sársauka á meðan skurðaðgerð stendur. Nú eru komin á markað ný lyf úr þessum flokki sem eru bæði öruggari og handhægari í notkun og eter heyrir sögunni til.

Þrátt fyrir langa notkun er verkunarmáti þessara lyfja ekki fullþekktur. Tvær kenningar eiga mestu fylgi að fagna, annars vegar að þau virki á mörgum stöðum í frumum (multisite theory of narcosis), og hins vegar að þau virki á einum stað (unitary theory of narcosis).

Svæfingu má innleiða annað hvort með innöndun svæfingalyfja (einkum notað í barnasvæfingum) eða með því að gefa í æð lyf sem valda meðvitundarleysi. Nú eru mest notuð til innleiðslu annars vegar barbituröt, og hins vegar nýtt lyf, propofol, sem einnig má nota til viðhalds svæfingar ef það er gefið í sídreypi.

Ópíöt (morfín skyld lyf) eru mikið notuð með svæfingalyfjum. Þau virka annars vegar á viðtaka (receptora) í mænu og hamla að sársaukaboð berist um mænu til heila og hins vegar á viðtaka í heila, þar sem þau hafa sársaukastillandi, öndunarletjandi og sljóvgandi áhrif. Í mjög stórum skömmtum valda þau meðvitundarleysi.

Loks má nefna staðdeyfilyf. Þau verka á frumuhimnur taugafruma og hindra að taugaboð berist eftir taugaþráðum. Þau eru til dæmis notuð í aðgerðum á útlimum, þar sem staðdeyfilyfinu er sprautað við taugar sem liggja út í viðkomandi útlim, þannig að hann dofnar.

Við mænudeyfingar er staðdeyfilyfinu sprautað í mænuvökvann, neðan við mænuendann, og dofnar þá neðri hluti líkamans. Við utanbastsdeyfingar er staðdeyfilyfi sprautað inn í hrygggöngin utan við himnu sem umlykur mænu og mænuvökva. Þá baðar lyfið taugarætur á viðkomandi svæði og hefur einhver áhrif á mænuna. Þessi deyfing er til dæmis notuð til verkjastillingar í fæðingum og í brjósthols- og kviðarholsaðgerðum, þar sem deyfingin dregur úr þörf á svæfingarlyfjum í aðgerð og er notuð til verkjastillingar fyrstu dagana eftir aðgerð.

Sjá einnig fræðslu frá Bandaríska svæfingalæknafélaginu: Anesthesia and you

Mynd: Baylor College of Medicine...