Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru ópíöt?

Ópíöt eru lyf sem eru annaðhvort unnin úr ópíumi eða hafa svipaða efnafræðilega byggingu og virkni og slík lyf. Meðal ópíata teljast meðal annars morfín, heróín, kódín, metadón og petidín. Þau hafa áhrif á heila og miðtaugakerfi, til dæmis hafa þau öflug verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfinningu.

Ópíöt eru mjög vanabindandi og fólk sem hættir neyslu þeirra eftir að vera orðið háð þeim finnur fyrir sterkum fráhvarfseinkennum. Þetta á sérstaklega við um sterkari ópíöt á borð við heróín og morfín. Af þessum sökum er framleiðsla á heróíni almennt bönnuð með lögum og morfín er aðeins notað undir ströngu eftirliti og við sérstakar kringumstæður vegna kvalastillandi áhrifa þess.

Ópíum er duft sem unnið er úr safa ópíum-valmúans (Papaver somniferum). Það er blanda af nokkrum efnasamböndum og þar á meðal eru morfín og kódín. Heróín er svo unnið úr morfíni. Svokölluð syntetísk ópíöt eru framleidd á rannsóknarstofum og meðal þeirra er metadón sem er til dæmis notað til að draga úr fráhvarfseinkennum hjá þeim sem reyna að hætta heróínneyslu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Útgáfudagur

14.10.2000

Spyrjandi

Ásgrímur Ágústsson

Höfundur

Tilvísun

EMB. „Hvað eru ópíöt? “ Vísindavefurinn, 14. október 2000. Sótt 17. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=990.

EMB. (2000, 14. október). Hvað eru ópíöt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=990

EMB. „Hvað eru ópíöt? “ Vísindavefurinn. 14. okt. 2000. Vefsíða. 17. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=990>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Andri Stefánsson

1972

Andri Stefánsson er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Andra hafa einkum beinst að efnafræði jarðhitavatns, samspili vatns og bergs, eðlisefnafræði jarðhitavökva og uppruna og hringrás rokgjarnra efna í jarðskorpunni.